Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 113
Sigurbjörn Eiríksson. Sat SVS 1945—47.
F. 5. 12. 1925 að Gestsstöðum í Fáskrúðs-
firði og uppalinn þar. For.: Eiríkur Stefáns-
son, f. 30. 6. 1892 að Tungu í Fáskrúðs-
firði, bóndi að Gestsstöðum, d. 12.10.1962,
og Guðrún Jónína Jónsdóttir, f. 21. 6. 1887
að Markúsarseli í Álftafirði, húsmóðir, d.
21. 4. 1969. Maki 5. 12. 1947: Hjördís Þor-
björg Guðjónsdóttir, f. 22. 4. 1921 að Bæ í
Lóni, A.-Skaft., húsmóðir, þau slitu sam-
vistum 1953. Sambýliskona: Gróa Herdís
Bæringsdóttir, f. 27. 7. 1933 að Bjamar-
höfn í Helgafellssveit, Snæfellsnesi, þau
slitu sambýli 1971. Börn, með maka: Guðný
Sigríður, f. 1. 6. 1948, maki: Ingþór Arnórs-
son, Eirikur Rúnar, f. 8. 4. 1950, Gestur
Guðjón, f. 14. 1. 1953. Með sambýliskonu:
Helga, f. 15. 3. 1954, maki: Stefán Gunnars-
son, Bæring, f. 14. 12. 1959, Sigurbjörg,
f. 8. 3. 1964. Sigmar, f. 20. 11. 1971, móðir
hans er Arnbjörg Hansen. — Var við nám
í Alþýðuskólanum að Eiðum 1943—44, nám
í Lögregluskólanum 1948 og Verkstjóra-
skólanum 1958. Vann algeng störf til sjávar
og sveita fyrir skóla. Lögregluþjónn í Rvík
1948—53. Hóf veitingarekstur 1959 í Vetr-
argarðinum, síðar í Glaumbæ og hefur und-
anfarin ár rekið veitingahúsið Klúbbinn í
Reykjavík. Bóndi að Álfsnesi frá 1962, með
blandað bú. Keypti jörðina Stóra-Hof á
Rangárvöllum 1969 og stundaði þar fyrst
blandaðan búskap, en frá 1973 eingöngu
hrossarækt. Hefur starfað i Sambandi veit-
inga- og gistihúsaeigenda og hagsmuna-
samtökum hrossabænda og verið í hesta-
mannafélögum. Var á yngri árum áhuga-
maður um frjálsar íþróttir.
109