Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Blaðsíða 120
arstörf i Mývatnssveit til 1944, síðan tvö
sumur við fjárræktarbúið að Hesti. Versl-
unarmaður hjá KEA á Akureyri 1947—48
og verslunarmaður hjá Kf. Langnesinga á
Þórshöfn 1948—49. Síðan verkamaður á
Húsavík og starfar nú við fiskvinnu hjá
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur.
Þorkell Skúlason. Sat SVS 19k5-IfI. F. 20.
6. 1925 að Hólsgerði í Ljósavatnshreppi,
S.-Þingeyjarsýslu og uppalinn þar. For.:
Skúli Ágústsson, f. 18. 9. 1875 að Torfu-
felli í Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu,
bóndi að Hálsi og síðar Hólsgerði í Köldu-
kinn, d. 4. 12. 1934, og Sigurveig Jakobína
Jóhannesdóttir, f. 26. 8. 1880 að Fellsseli í
Ljósavatnshreppi, húsmóðir, d. 6. 6. 1967.
Maki 1. 1. 1949: Ólafía Katrín Hansdóttir,
f. 30. 7. 1923 að Ketilsstöðum í Hörðudal,
húsmóðir. Börn: Valdís Brynja, f. 2. 6.1946,
kennari, maki: Jóhann Eyþórsson, móðir:
Sigurbjörg Helgadóttir. Böm með maka:
Inginður Hanna, f. 31. 3. 1951, skrifstofu-
stúlka, maki: Guðjón Friðriksson, Elsa Sig-
urveig, f. 6. 6. 1953, stud. jur., Indriði, f. 2.
2. 1957, stud. jur., maki: Helga Gísladóttir.
— Stundaði nám við Héraðsskólann að
Laugum í Reykjadal 1943—45. Tungumála-
nám í Námsflokkum Reykjavíkur og Mála-
skólanum Mími. Námskeið til löggildingar
í endurskoðun 1968 og 1969, löggiltur end-
urskoðandi 1970. Skrifstofustörf hjá SlS
1947—64, forstöðumaður endurskoðunar-
deildar 1952—61. Aðalbókari Ferðaskrifst.
ríkisins 1947—62. Framkvæmdastjóri Bif-
116