Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Síða 127
Bragi Jóhannsson. Sat SVS 1955—57. F.
29. 9. 1939 á Dalvík í Eyjafirði og uppalinn
þar. For.: Jóhann S. Sigurðsson, f. 18. 3.
1912 á Dalvík, vélstjóri og skipstjóri þar,
iðnverkamaður á Akureyri frá 1963, og
Ester Lárusdóttir, f. 23. 11. 1918 að Tjörn
í Vindhælishreppi, A.-Húnavatnssýslu, hús-
móðir og verkakona. Maki 18. 4. 1965: Ás-
laug Kristinsdóttir, f. 14. 1. 1943 að Vífils-
mýrum í Önundarfirði, húsmóðir og hjúkr-
unarfræðingur. Börn: Þóra Ester, f. 23. 5.
1968, Hanna Björk, f. 25. 3. 1971, Bergur
Már, f. 30. 10. 1978. - Tók landspróf frá
Barna- og unglingaskóla Dalvíkur 1954.
Vann fyrir skóla við ýmis störf tengd sjáv-
arútvegi, og á síld sumarið 1956. Hóf störf
hjá KEA 1. 10. 1957, fyrst í verslun en
skrifstofu- og sölumaður fyrir verksmiðjur
í eigu KEA 1. 11. 1958-15. 2. 1979. Hefur
síðan verið forstöðumaður Lífeyrissjóðs
KEA. Formaður Félags verslunar- og skrif-
stofufólks á Akureyri 1964—66 og í trúnað-
armannaráði 1966—79. I stjórn Starfs-
mannafélags KEA 1970—72 og hefur setið
í nokkrum nefndum á vegum þess og starf-
að í klúbbum á vegum félagsins, mest í
bridgeklúbbi.
Viktoría Bryndís Viktorsdóttir. Sat SVS
1956—57. F. 20. 3. 1934 á Akureyri og upp-
alin þar. For.: Viktor Aðalsteinn Kristjáns-
son, f. 19. 7. 1898 að Vatnsenda í Saurbæj-
arhreppi, Eyjafirði, rafvirkjameistari á Ak-
ureyri, búsettur í Reykjavík frá 1971, d. 5.
12. 1973, og Friðfinna Hrólfsdóttir, f. 2. 4.
1909 að Ábæ í Akrahreppi, Skagafirði, hús-
123