Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Side 146
ur lokið prófum frá Tryggingaskóla Sam-
bands ísl. tryggingafélaga. Hóf störf á aðal-
skrifstofu Samvinnutrygginga í Reykjavík
í júní 1957 og hefur starfað þar síðan í
ýmsum deildum. Keppti í frjálsum íþróttum
1951—61 fyrir Umf. Fram á Skagaströnd
og Ungmennasamband A.-Húnvetninga.
Náði góðum árangri í mörgum íþrótta-
greinum og á ennþá nokkur sýslumet. Varð
1954 Íslandsmeistari drengja 18 ára og
yngri í langstökki og 1955 Íslandsmeistari
unglinga, 20 ára og yngri í þrístökki og aft-
ur 1956 í langstökki, þrístökki og spjót-
kasti. Stundar nú badminton og hefur mik-
inn áhuga á skák. Maki, Elfa Ólafsdóttir,
sat skólann 1955—57. Bróðir, Helgi Ingi
Sigurðsson, sat skólann 1958—60.
Steinunn Jónína Ólafsdóttir. Sat SVS 1955
—57. F. 16. 5. 1935 á Seyðisfirði og uppalin
þar. For.: Ólafur Þorsteinsson, í. 20. 9.1913
á Seyðisfirði, verkstjóri þar, d. 17. 9. 1968,
og Hulda Sigurjónsdóttir, f. 15. 10. 1912 á
Vestdalseyri á Seyðisfirði, húsmóðir. Maki
6.12. 1959: Leifur Haraldsson, f. 6.12.1934
á Seyðisfirði, rafverktaki. Böm: Hulda
Kristjana, f. 30. 1. 1960, við verslunarstörf,
Haraldur Einar, f. 27. 9. 1962, við nám í
rafvirkjun, Ólafur Þór, f. 13. 6. 1966, við
nám, Sigurbjörg Þóra, f. 16. 12. 1969, við
nám. — Stundaði nám við Héraðsskólann
að Laugum. Starfaði hjá Seyðisfjarðarbæ
og Kf. Austfjarða á Seyðisfirði 1957—60,
hefur síðan verið húsmóðir á Seyðisfirði.
142