Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 166
unnar við innflutning heimilisraftækja,
sölu og þjónustu 1969—80. Stofnaði þá inn-
flutningsfyrirtækið: Páll Stefánsson, um-
boðs- og heildverslun og hefur rekið það
síðan. Helstu áhugamál eru flug, ferðamál
og alþjóðamál. Maki, Hallgerður Erla Jóns-
dóttir, sat skólann 1963—65.
Sigríður Árnadóttir. Sat SVS 1965—67. F.
11. 10. 1948 að Ásmundarstöðum við Rauf-
arhöfn, uppalin á Isafirði. For.: Árni Þ.
Jónsson, f. 24. 8. 1923 á ísafirði, sjómaður
þar, og Gunnhildur Sigurðardóttir, f. 1. 6.
1923 að Ásmundarstöðum við Raufarhöfn,
húsmóðir. Maki 1. 5. 1980: Eiríkur Mörk
Valsson, f. 16. 3. 1951 í Hveragerði, kerfis-
forritari. — Tók landspróf frá Gagnfræða-
skólanum á ísafirði. Starfað hjá Kf. Fram
á Neskaupstað 1967—68, Byggingarefni hf.
í Reykjavík 1968—69, Trygging hf. 1969—
77, Smith & Norland 1977-78. Hefur frá
1. 11. 1978 starfað hjá Privatbanken A/S
í Kaupmannahöfn.
Sigríður Bára Einarsdóttir. Sat SVS 1965
-67. F. 18. 1. 1947 að Stafholti í Stafholts-
tungum, Borgarfirði, uppalin að Jarðlangs-
stöðum í Borgarhreppi, Mýrasýslu. For.:
Einar Jóhannesson, f. 2. 12. 1915 að Sönd-
um í Meðallandi, bóndi, og Sigríður Bárðar-
dóttir, f. 3. 6.1921 að Holti í Álftaveri, hús-
móðir. Maki: Benedikt Valtýsson, f. 20. 6.
1946 á Akranesi, vélvirki, þau slitu sam-
vistum. Böm: Einar, f. 11. 3. 1969, Valtýr
Bergmann, f. 28. 8. 1975. — Tók landspróf
162