Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 173
1967. Sat sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í hreppsnefnd Hafnarhrepps, varamaður
1971—73, en kjörinn 1974 og aftur 1978, en
fluttist 1980 í Nesjahrepp. Sat í ýmsum
nefndum á vegum flokksins í Hafnarhr.
Aðaláhugamál eru veiðiskapur og útivist.
Þorgerður Baldursdóttir. Sat SVS 1965—
67. F. 13. 11. 1948 að Sólheimakoti í Mýr-
dal, uppalin þar til þrettán ára aldurs. For.:
Baldur Sigurðsson, f. 22. 5. 1923, og Guð-
rún S. Möller, f. 24. 9. 1924 að Sólheima-
koti, starfar hjá Osta- og smjörsölunni í
Reykjavík. Sambýlismaður: Vilhjálmur
Guðbjörnsson, f. 4. 10. 1947 í Reykjavik,
sjómaður. — Tók landspróf frá Skógaskóla.
Starfaði hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1967
—74, á skrifstofu borgarstjóra 1974—76 og
hjá ferðaskrifstofunni Úrval frá 1976.
Þórhildur Andrésdóttir. Sat SVS 1965—67.
F. 11. 6. 1948 að Brekku í Norðurárdal en
uppalin í Kópavogi. For.: Andrés Sverris-
son, f. 27. 12. 1918 að Hvammi í Norðurár-
dal, leigubílstjóri, og Ema Þórðardóttir, f.
10. 12. 1926 að Brekku í Norðurárdal, að-
stoðarmaður á Kópavogshæli. — Stundaði
nám við Gagnfræðaskóla Kópavogs. Starf-
aði á dagblaðinu Tímanum 1967—70. Hefur
síðan búið í Danmörku. Starfaði við heild-
verslun Jul. Jacobsen í Álaborg 1970—73,
Sperry Univac Computers í Kaupmanna-
höfn 1974—81. Hefur frá 1. 6. 1981 starfað
hjá NCR Computers í Kaupmannahöfn.
169