Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 177
þinghá, S.-Múlasýslu, sjúkraliði. — Tók
gagnfræðapróf við verslunardeild Valhúsa-
skóla á Seltjarnamesi. Framhaldsdeild SVS
1977—79. Vann sumarið 1977 við Sumar-
heimili samvinnumanna að Bifröst. Þjón-
ustustörf á hóteli í Ringbu í Noregi 1978—
79 og á hóteli í Osló 1979—80. Er nú starfs-
stúlka á barnaheimili í Osló. Hefur áhuga
á teiknun og ýmsum íþróttum.
Dagný Elfa Birnisdóttir. Sat SVS 1975—
77. F. 4.10. 1959 á Akureyri, uppalin á Dal-
vík. For.: Rafn Bimir Jónsson, f. 25.1.1940
á Dalvík, bifvélavirki þar, og Kristjana
Vigdís Björgvinsdóttir, f. 30. 5. 1942 á Dal-
vík, talsímavörður. — Tók landspróf frá
Barna- og gagnfræðaskólanum á Dalvík
1975. Var í framhaldsdeild SVS 1977—79.
Hóf nám í Kennaraháskóla íslands 1979.
Vann sumarvinnu hjá útibúi KEA á Dalvík
1974—76, en hefur síðan unnið á sumrum
á Bæjarskrifstofunni á Dalvík.
Freysteinn Sigurðsson. Sat SVS 1975—77.
F. 12. 12. 1950 á Akureyri og uppalinn þar.
For.: Sigurður Freysteinsson, f. 30.11.1921
í Eyjafirði, bifreiðastjóri á Akureyri, og
Sigrún Lovísa Grímsdóttir, f. 18. 2. 1927
á Flateyjardal í Þingeyjarsýslu, húsmóðir.
Maki 30. 11. 1971: Kolbrún Sigurpálsdóttir,
f. 24. 4. 1950 að Lundi í Skagafirði, sjúkra-
liði. Börn: Sigurður Rúnar, f. 31. 12. 1973,
Baldvin, f. 1. 9. 1979. — Tók gagnfræðapróf
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Starfaði
hjá KEA 1967—75, þar af þrjú ár verslun-
arstjóri. Innkaupastjóri hjá Hagkaup hf.
frá 1977.
173