Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 183
arfjarðar hf., d. 28. 3. 1981, og Rósalinda
Helgadóttir, f. 13. 11. 1921 að Kirkjubóli
í Stöðvarfirði, húsmóðir og verkakona. —
Tók gagnfræðapróf og 5. bekk við Alþýðu-
skólann að Eiðum. I framhaldsdeild SVS
1977—79. Vann við sumarafleysingar á
skrifstofu Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar
hf. 1977—81 að undanskildu sumrinu 1978
við störf í sparisjóðsdeild Búnaðarbanka
Islands við Hlemm. Sept. 1980—mars 1981
á skrifstofu Sildarútvegsnefndar í Reykja-
vík. Faðir, Guðmundur Björnsson, sat skól-
ann 1937—38 og systir, Halla Hafdís Guð-
mundsdóttir, 1973—75.
Magnús Gíslason. Sat SVS 1975—77. F. 11.
6. 1957 í Kópavogi og uppalinn þar. For.:
Gísli B. Kristjánsson, f. 24. 4. 1920 á ísa-
firði, skrifstofustjóri í Prentsm. Eddu hf.,
og Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir, f. 5. 2.
1924 í Dalasýslu, kennari í Kársnesskóla í
Kópavogi. Maki 28. 7. 1979: Elín Kristins-
dóttir, f. 1. 10. 1957 í Kópavogi, húsmóðir.
Barn: Hrafnhildur Ösk, f. 25. 3. 1979. —
Tók landspróf frá Gagnfræðaskólanum á
Isafirði, var tvö ár við nám í Menntaskól-
anum í Kópavogi, í Lögregluskóla ríkisins
1978—80. Var við sjómennsku á fiskiskip-
um og á olíuskipi hjá Skipadeild SlS. Einn-
ig unnið við sölumennsku og bankastörf og
verið fararstjóri erlendis. Verið lögreglu-
þjónn hjá Lögreglustjóraembættinu í Rvík
frá 1. 6. 1977, frá 1. 1. 1981 skipaður rann-
sóknarlögreglumaður við Ávana- og fíkni-
efnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Stofn-
andi og fyrsti formaður Handknattleiks-
179