Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Síða 185
Pétur Þ. Þorgrímsson. Sat SVS 1975—77.
F. 2. 1. 1955 að Klifshaga í öxarfirði og
uppalinn þar. For.: Þorgrímur Þorsteins-
son, f. 30. 9. 1915 að Daðastöðum í Núpa-
sveit, bóndi að Klifshaga, d. 14. 10. 1980,
og Þóra Jónsdóttir, f. 12. 8. 1919 í öxar-
firði, húsmóðir. Maki 24. 9. 1977: Magnea
R. Ámadóttir, f. 21. 6. 1957 í Reykjavík,
verslunar- og skrifstofustúlka hjá Kf. N.-
Þingeyinga á Raufarhöfn. Börn: Þóra Hjör-
dís, f. 19. 11. 1975, Ama Herdís, f. 14. 4.
1979. — Stundaði nám í Unglingaskóla að
Lundi í öxarfirði, 4. og 5. bekk í Héraðs-
skólanum að Reykholti, 2. bekk í Kennara-
háskóla Islands, nám í Tónlistarskóla Rauf-
arhafnar frá 1981. Var við ýmis störf fyrir
skóla, útkeyrsla hjá Cudo gler hf. veturinn
1974—75, við mælingar hjá Vegagerð ríkis-
ins sumrin 1974—77. Útibússtjóri hjá Kf.
Norður-Þingeyinga á Raufarhöfn frá 1978.
Formaður skólafélags SVS 1976—77, félagi
í Lionsklúbb Raufarhafnar frá 1980, í stjóm
Raufarhafnardeildar Rauðakross íslands
frá júní 1981. Stundar blak með blakklúbbi
Raufarhafnar.
Rósa Hansen. Sat SVS 1975-77. F. 27. 2.
1959 í Reykjavík og uppalin þar. For.:
Öskar Hansen, f. 19. 4. 1939 í Reykjavík,
heildsali í Reykjavík, og Kolbrún Lilý Hálf-
dánardóttir, f. 14. 9. 1939 í Reykjavík, hús-
móðir í Vestmannaeyjum. Barn: Ivar öm,
f. 13. 1. 1980, faðir: Brynjar Freyr Stefáns-
son, f. 8. 7. 1960 í Reykjavík. — Tók lands-
próf frá Gagnfræðaskólanum við Lauga-
læk. Sumarvinna hjá Fiskiðjunni í Vest-
181