Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Blaðsíða 187
Sigríður Jóhannesdóttir. Sat SVS 1975—
77. F. 23. 5. 1958 á Akranesi, uppalin að
Geitabergi í Borgarfirði. For.: Jóhannes
Jónsson, f. 2. 1. 1923 að Klettstíu í Mýra-
sýslu, bóndi, og Erna Jónsdóttir, f. 26. 2.
1927 að Draghálsi í Borgarfirði, húsmóðir.
Barn: Kári, f. 28. 6. 1981, faðir: Eyþór
Þórðarson, f. 31. 7. 1960 í Kópavogi. —
Stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akra-
ness 1973—75 og tók þaðan gagnfræðapróf.
Starfaði hjá Samvinnutryggingum október
1977—júní 1978, hjá Kf. Borgfirðinga í
Borgarnesi okt. 1979—apríl 1980. Vann hjá
Hval hf. júní—sept. 1977, 1978 og 1979 og
hefur starfað þar frá því í apríl 1980.
Sigrún Inga Sigurðardóttir. Sat SVS 1975
—77. F. 6. 6. 1959 að Flugumýri í Skaga-
firði og uppalin þar. For.: Sigurður Ingi-
marsson, f. 11. 7. 1938 að Flugumýri, bóndi
þar, og Ásta Kristín Sigurbjömsdóttir, f.
11. 11.1938 að Grófargili í Skagafirði, hús-
móðir. Sambýlismaður: Oddgeir Þórðar-
son, f. 16. 9. 1957 á Þórshöfn á Langanesi,
við nám í innanhússarkitektúr í Kaupmh.
— Tók landspróf frá Héraðsskólanum að
Reykjum í Hrútafirði, í framhaldsdeild SVS
1977—79. Hóf nám i tölvufræði við EDB
skólann í Kaupmannahöfn í nóv. 1981.
Starfaði sumarið 1976 hjá Kf. Skagfirð-
inga í Varmahlíð og sumrin 1977 og 1978
á skrifstofu Kf. Skagfirðinga á Sauðár-
króki. Var við sveitastörf sumarið 1979.
Frá hausti 1979 til ágúst 1980 hjá Sam-
vinnubankanum í Reykjavík, sept. 1980 til
júní 1981 við störf á vöggustofu í Kaup-
mannahöfn. Sambýlismaður, Oddgeir Þórð-
arson, sat skólann 1975—77.
183