Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 197
8. fundur
Hinn 20. febr. 1937 var fundur haldinn í Skólafélagi Sam-
vinnuskólans.
Björn Guðmundsson úr Eyjum setti fundinn og skipaði
Bjöm Guðmundsson frá Kópaskeri fundarstjóra, en Svavar
Árnason ritara. I verkefnanefnd skipaði hann: Hjört Hjart-
ar, Gunnar Guðmundsson og Svavar Ámason, en í skemmti-
nefnd þá: Friðþjóf Karlsson, Gunnar Guðmundsson, Jón
Tómasson, Frímann Guðmundsson og Hauk Jósepsson.
Þessi var dagskrá fundarins:
I. Félagsmál.
II. Hvort er betra að vera giftur eða ógiftur?: Frímann
Guðmundsson.
III. Æskan og siðferðið: Theódór Jóhannesson.
IV. Hvort er betra að vera í sveit eða kaupstað?: Valtýr
Kristjánsson.
Fyrsti liður dagskrárinnar kom aldrei til umræðu, en
annar liður tekinn fyrir og flutti Frímann Guðmundsson
framsöguræðuna. Var hún þrungin græskulausri fyndni og
góðlátlegum leiðbeiningum viðvíkjandi þessu máli, enda
kom hann öllum í besta skap. Hélt hann því fram, að hjóna-
bandið væri grundvöllur allrar velmegunar í hverju þjóð-
félagi. Hann sagði að allir reyndu einhvem tímann á ævinni
til þess að gifta sig af eðlilegum ástæðum, þótt illa gengi
hjá sumum. Kvað hann kvenfólk eiga erfiðara með að vera
eitt í lífinu en karlmenn, hins vegar viðurkenndi hann, að
karlmennirnir ættu stundum mjög bágt. Að vera með stúlk-
um, sem farnar væm að örvænta sagði hann afleitt vera,
því að þær væm alltaf í illu skapi og vildu fá menn til að
rjála eitthvað við sig. Þá lagði hann áherslu á að giftast
ekki of fljótt og umfram allt ekki efnalaus, heldur bíða hag-
stæðra tíma. Einnig varaði hann við því að flana út í hjóna-
band með stúlku, sem maður kynntist á dansleik, því að
þær væru allar jafnt svo málaðar og stórgallaðcir, sem best
13
193