Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 198
sæist á því hvemig þær reyttu augabrýnnar eins sárt og
það hlyti þó að vera, og kæmu aðeins á böll til þess að
fjölla. öðru máli kvað hann gegna með þær stúlkur sem
síður væru á almannafæri því að þar væri þó vissa fyrir
óspilltri vöm.
Um þetta mál urðu mjög fjörugar umræður. Til máls
tóku: Bjöm Guðmundsson úr Eyjum, Ingimar Ingimarsson
og Egill Bjamason og töluðu á móti hjónabandinu. Sögðu
þeir að það væri að minnsta kosti ekki betra að vera giftur
og að auðvelt væri að komast af án þess. Einnig Valtýr
Kristjánsson og virtist hafa töluverða tilhneigingu til að
erta framsögumanninn. Þá tók Friðþjófur Karlsson til máls.
Fór hann nokkrum orðum um ræðu framsögumanns og
kvað það allt undir heppni komið hvort betra væri að vera
giftur eða ekki. Annars var hann samdóma framsögumanni
um það, að giftast ekki of fljótt. Frímann talaði alltaf
annað slagið eftir þörfum.
Þegar þessu hafði farið fram um hríð kom svohljóðandi
tillaga fram frá Jóni Kr. Höskuldssyni: ,,Geri það að til-
lögu minni, að þetta mál verði tekið af dagskrá". Eftir
nokkrar umræður var hún felld. Þá kvað sér hljóðs Jón
Höskuldsson. Talaði hann ákaft með hjónaböndum en gagn-
rýndi framsögumanninn nokkuð um leið. Stóðu umræður
þessar nokkum tíma með fullu fjöri, en þar kom þó að
því, að önnur tillaga var flutt fram af Jóni Höskuldssyni
og Friðþjófi Karlssyni sameiginlega. Hún hljóðaði svo: „Þar
sem áliðið er orðið á fundartímann og fleiri mál á dagskrá,
samþykkir fundurinn að slíta umræðum um þetta mál og
taka næsta mál fyrir.“
Umræður um tillöguna urðu hinar hörðustu, svo að ekki
var allskostar trútt um að brygði fyrir persónulegum skæt-
ingi. En allt kom fyrir ekki, tillagan var felld. Hún hafði
samt þau áhrif, að los komst á fundinn og urðu umræður
daufari en áður um þetta mál. Loks tók Tómas Magnússon
til máls. Gagnrýndi hann ræðu Frímanns nokkuð, en þakk-
aði honum þó sérstaklega þá góðu stemmningu sem hann
hefði leitt inn á fundinn. Var og fyllsta ástæða til þess, því
194