Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 202
taldi hann kennara vera of afskiptalausa af félagsmálum
og félagslífi skólans, einnig ræktu nemendur illa fundi skóla-
félagsins og skemmtanir.
Þá talaði skólastjóri Jónas Jónsson. Þótti honum Þráinn
taka of djúpt í árinni i mörgu. Sagði hann það eðlilegt að
kennurum gæti seinkað um nokkrar mínútur, þar eð þeir
hefðu ýmsum öðrum störfum að gegna og ættu heima víðs-
vegar um bæinn. Sagði hann að ekki væri hægt að bera þá
saman við kennara í Héraðsskólunum sem væru allir á
staðnum og sinntu flestir ekki öðrum störfum en kennara-
störfunum. Þá talaði hann um að misskilningur væri nokk-
ur í milli eldri og yngri kynslóðarinnar í ýmsum greinum
félagslífsins. Barst þá talið að dansæfingum skólans og taldi
skólastjóri fyrirkomulag þeirra ekki gott þar sem hverjum
sem hafa vildi væri seldur aðgangur inn á þær. Vildi hann
sem mest hafa þær lokaðar fyrir almenningi, en nemendur
byðu með sér gestum. Líkti hann skólanum við heimili, og
sagði hann að þar sem heimilislífið væri sterkt væri einnig
þjóðfélagið á föstum gmndvelli. Þá taldi hann og ,,músik“
þá, sem nú tíðkaðist bæði hér og annars staðar siðspillandi
og hefði ill áhrif á sálarlíf manna.
Um mál þetta urðu miklar umræður og tóku ýmsir nem-
endur til máls, m. a. Hjalti Þórðarson, Sigfús Kristjánsson
og Júl. Júlíusson. Voru þeir fremur fylgjandi því, að selja
inn á dansæfingar skólans fólki sem vildi sækja þær og
töldu að dansæfingamar hér færu alltaf vel fram og væri
því ekki ástæða til að breyta fyrirkomulagi þeirra þess
vegna. Töldu nemendur yfirleitt, að hægt væri að halda
uppi góðri reglu á skemmtunum skólans, ef góður vilji væri
fyrir hendi. Urðu menn töluvert heitir með köflum og beind-
ist umræðuefnið stundum á óþarflega persónulegar brautir.
Þar eð mjög var orðið áliðið urðu önnur mál er lágu
fyrir þessum fundi að bíða, er mönnum dvaldist svo mjög
við áðurgreint mál. Var fundi slitið um kl. 7 að kvöldi og
virtist málið þá varla útrætt enn.
Hjálti Þórðarson, ritari.
Júlíus Júlíusson, formaður.
198