Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 205
ingu. Síðasta afrek konu á sviði þjóðmála er árásin á
Egyptaland. Þannig er það um flest störf sem konur fást
við, jafnvel heimilisstörf rækja karlmenn betur ef þeir á
annað borð fást við þau. Karlmenn afli langmests hiuta
þjóðarteknanna en konumar eyði þeim í alls konar glingur
sem þær nota til að tæla karlmennina og villa þeim sýn.
Ef gera ætti samanburð á körlum og konum segði það sig
sjálft að karlmaðurinn væri drjúgum þarfari þjóðfélagsþegn
en konan.
Annar framsögumaður, Jónas Jóhannsson, sagði að guð
hafi búið konuna ýmsum hæfileikum sem karlmaðurinn
hafi ekki og hefði hann því ætlast til að konur stjómuðu,
en þetta hafi af einhverjum ástæðum snúist við. Benti hann
á að mestu blómatímar Englendinga hafi verið þegar konur
voru við völd. Hann taldi að spilling ungdómsins nú á dög-
um stafi frá feðrunum en hið góða sem kemur fram hjá
unglingunum sé frá móðurinni, en hve lengi þau áhrif megni
að vinna á móti hinum er aðeins tímaspursmál. Til þess að
karlmaðurinn geti orðið nýtur þjóðfélagsþegn verður hann
að fá konum öll völd í hendur.
Var ræðu hans tekið með miklum fögnuði meðal kven-
þjóðarinnar á fundinum.
Halldór bað um orðið. Deildi hann hart á Jenna, benti
honum m. a. á að guð hlyti að hafa haft meiri æfingu þar
sem hann skapaði konuna á eftir karlmanninum. Taldi hann
að konan væri engu síðri og ætti ekki að lokast inni eins
og Jenni hélt fram, og kvað ek'ki þurfa að fara lengra en
hingað í skólann til að sanna það, að stúlkur væru engu
síðri en piltar. Benti hann Jenna á, að hann skyldi reyna
að fá stelpumar reknar úr skólanum, því hann gæti ekki
virðingar sinnar vegna umgengist slíkar skepnur, eins og
hann taldi þær vera.
Eftir langa bið stóð Jenni upp. Þakkaði Dóra fyrir góð
andsvör, en sagðist hafa tekið eins létt á þessu málefni eins
og hægt var og líkti stúlkunum við páfagauka að vitsmun-
um. Síðan gekk hann í sæti sitt og tók ail hraustlega í
nefið og færðist þá friður yfir andlitið.
201