Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 206
Anna Hauksdóttir talaði næst. Benti hún Jenna á, að
hann væri úr leir. Mælti hún mjög með kvenréttindafélög-
um og spurði síðan hvað myndi verða úr heiminum ef kon-
an væri ekki til og komst að þeirri niðurstöðu, að þá væri
hann búinn að vera.
Marías Þórðarson reis næstur úr sæti en kvaðst ekkert
hafa að segja, fór hann síðan að rekja bernskuminningar,
en sagði að það væri langt síðan að hann var ungur. Hann
vildi jafnrétti karla og kvenna og spurði Jenna, hvort hann
ætlaði konunni einungis að vera bamamaskínu. Síðan þakk-
aði hann önnu fyrir að hafa tekið til máls og hvatti fleiri
til að feta í hennar fótspor.
Guðmundur Benediktsson tók til máls og sagði að þær
þjóðir þar sem konur hefðu ekki jafnrétti næðu ekki jafn
langt og hinar. Ennfremur sagði hann að Rannveig hafi
skemmt bæði fyrir sér og flokknum meðan hún sat á þingi
en það hafi ekkert gert til.
Magnea Sigurðardóttir sagði, að í Mannsandanum stæði
að maður og kona hafi einu sinni verið eitt, en klofnað i
sundur og síðan hafi manneskjan alltaf verið að leita að
sínum betri helmingi, sagði hún að karlmenn og konur ættu
að vinna saman að því að bæta heiminn.
Friðrik Helgason sagði að guð hafi sett konur í fáar
ábyrgðarstöður, og benti á skemmtinefnd í þessu sambandi.
Sagði að það hafi einungis verið til að hefna sín á Bretum
sem guð hafi látið þá fá meykommga.
Haukur Logason beindi orðum sínum til Maríasar, sagði
að hann hlyti að hafa komist í kynni við konuna í sumar,
því í fyrra hafi hann verið á allt annarri skoðun. Skoraði
hann á Jenna að stofna ríki þar sem konur væru ekki, sagð-
ist samþykkja hann sem vísindamann ef hann gæti fjölgað
sér þar.
Ragnari Ágústssyni fannst menn nokkuð kvensamir.
Sagði hann, að stúlkurnar sem hér töluðu hafi sýnt sitt
rétta eðli, að með móðurhlutverki sínu hafi þær ætlað að
setja karlmönnunum stólinn fyrir dyrnar og tortíma heim-
inum, ef þær fengju ekki völdin í sínar hendur.
202