Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 209
hann þeim mönnum sæmra að leggja sitt léttvæga pund
á vogarskál þess þjóðfélags sem geri þeim kleift að hugsa,
tala og lifa frjálst eins og mönnum sæmir, í stað þess að
styðja þau einræðisöfl sem ástunduðu útþenslustefnu í
Víetnam.
Síðari framsögumaður, Gísli Jónatansson, taldi ástandið
í Víetnam orsakast af þverbroti Bandaríkjamanna á Genfar-
sáttmálanum frá 1954. Kvað hann þá menn, sem gengju
með þá grillu að Bandaríkin væru að þjóna lýðræðismál-
stað í Víetnam, mega hugleiða það hversvegna þeim væri
svo umhugað að styðja við bakið á mestu afturhaldsöflum
austur þar, eins og t. d. Ky hershöfðingja. Sagði hann það
og augljóst að ekkert afl hefði unnið kommúnismanum í
vanþróuðu löndunum eins og einmitt Bandaríkjamenn, með
stuðningi sínum við ýmsa kúgara og arðræningja í þessum
löndum. Kvað hann kaldrifjaða hagsmunapólitík, en ekki
mannúðarstefnu, liggja að baki blóðfómunum í Víetnam
sem stefndu að hlutdeild í auðlindum Suðaustur-Asíu. Sagði
hann að lokum, að skynsamlegast væri að verja þeim 15
milljörðum dollara sem þama væri kastað á glæ til þess að
bægja hungurvofunni frá þessum sömu þjóðum. Þá fyrst
væri hægt að tala um að þetta fé væri notað í mannúðar-
skyni.
Var nú orðið gefið laust, og fyrstur steig í pontu Guðm.
P. Ásgeirsson og bar fram þá fyrirspum til Gísla hver af-
staða N-Víetnammanna væri til S-VIetnammanna.
Guðm. Öskarsson spurði Vigni um ástæðurnar fyrir þeim
mannfómum sem ættu sér stað í Víetnam. Sagði hann þess
mörg dæmi að Bandarikjamenn jöfnuðu heilu þorpin við
jörðu. Andmælti hann þeirri fullyrðingu Gísla að Johnson
væri mesti stríðsglæpamaður í heimi á þeirri forsendu að
hann væri ekki einráður.
Sig. Jónsson kvað það augljósan glæp að senda dráps-
vélar inn fyrir landamæri annars lands sem Bandaríkja-
menn gerðu í Víetnam. Benti hann Vigni á, að um ótvíræða
landvinningastefnu væri að ræða hjá Bandaríkjunum í
Víetnam, þar sem þeir segðust vera að hefta útbreiðslu
205