Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 217
og taldi að með þvl hefði einhver árangur náðst með þess-
um umræðum.
Næst á dagskránni var kosning í „Ecco Homo“ nefnd.
Kosningu hlutu: Oddgeir Þórðarson 22 atkv., Jón Hallur
Ingólfsson 11 atkv. og Þórveig Þormóðsdóttir 11 atkv.
Síðast á dagskránni voru önnur mál. Tillaga barst fund-
inum og var hún svohljóðandi:
„Þar sem stjóm S. V. S. sá sér ekki fært að afgreiða til-
lögu þá sem þeim barst frá málfundafélaginu Kvösum sjá-
um við undirritaðir okkur ekki annað fært en að leggja
hana fram í eigin nafni. Gemm það að tillögu okkar að
reykingar verði einfaldlega bannaðar í setustofunni.“
Gissur Pétursson, Ársæll Harðarson, Egill Gíslason.
Var nú orðið gefið laust um þessa tillögu. Aðalsteinn
sagðist vera ósammála því, að reykingar yrðu bannaðar í
setustofu, en á fundum ætti ekki að leyfa reykingar. Er-
lendur kvaðst einnig vera ósammála tillögunni, þar sem
það væri mjög notalegt að fá sér sígarettu eða pípu, og
spila á spil. Sigurjón sagðist styðja tillöguna. Sagði hann,
að mikill óþrifnaður væri samfara reykingum, t. d. væru
allir blómapottar í setustofunni fullir af stubbum. Ebba
sagði, að setustofan yrði svo lítið notuð ef reykingar yrðu
bannaðar. Aðalsteinn var henni sammála og sagði hann
einnig að orsökin fyrir því, að blómapottamir væru fullir
af stubbum væri sú, að það vantaði öskubakka. Tóta sagðist
styðja tillöguna. Hörður kvaðst vera sammála tillögunni.
Sagði hann að með því að leyfa reykingar í setustofunni
gæti hann alveg eins komið inn með bílinn sinn og látið
hann ganga og menga þannig loftið.
Var nú gengið til atkvæða um tillöguna. Atkvæði féllu
þannig að á móti voru 12 en með 33, og var hún því sam-
þykkt.
Þar sem ekki vom fleiri mál á dagskrá steig formaður
í pontu, þakkaði fimdarmönnum góða fundarsetu og sleit
fundi.
Pétur Þorgrímsson, formaður.
Kristín Bryndís Guðmundsdóttir, ritari.
213