Brautin - 15.12.1957, Qupperneq 6
6
B R A U T I N
húsa og ráku nagla í púðurgötin á
fallbyssunum. Þegar þeir höfðu
lokið því, fóru Bagge og menn hans
út í hinn stærsta af bátum Krabb-
ans, og lét skipstjóri sína menn fara
með. Sjálfur vildi Thomsen skip-
stjóri fara um borð í skip sitt, til
þess að sökkva því. Hann klifraði
um borð og byrjaði að berja botn
skipsins með viðaröxi. En hið góða
skip var honum ofurefli. Hann gat
ekki höggvið gat á það. Sjóræningj-
arnir voru nú komnir á Skansinn og
hófu skothríð á Krabbann með
byssum sínum. Það var Bagge og
mönnum hans ofraun að horfa á.
Þeir réru á hléborða að Krabbanum
og tóku hinn þjakaða skipstjóra
með valdi um borð til sín. Síðan
réru mennirnir vestur á bóginn
milli hólmanna, í sama mund og
sjóræningjaskipið sigldi inn á höfn-
ina eftir merkjum frá Skansinum.
Það gekk nú að með storm, og höfðu
þá sjóræningjarnir nógu að sinna.
Eftir margfaldar þjáningar náði
róðrarbáturinn strönd Islands, og
Danirnir sluppu við þær þrautir,
sem eyjaskeggjar urðu að þola.
Sjóræningjarnir komust heilu og
höldnu upp að Heimaey og sjóræn-
ingjarnir í landgönguliðinu fengu
liðsauka af skipunum. Þrír flokkar
héldu af stað til rána, og var fyrir
hverjum þeirra fánaberi með rauðan
hálftunglsfána. Landgönguliðið, en
í því voru yfir hálft annað hundrað
manna, fóru frá Skansinum upp að
höfuðkirkju Eyjanna, Landakirkju,
og eyðilögðu þar það, sem þeir
fengu orkað. Höfðu kirkjuklukkuna
að háði og spotti og skreyttu sig
með messuklæðunum. Prestssetrið
á Ofanleiti var umkringt — og her-
tekið. Presturinn, Olafur Egilsson,
varði óvinunum inngöngu, en var
barinn til jarðar, og með konu sinni,
börnum og vinnufólki bundinn og
dreginn niður til Dönskuhúsa, þar
sem þau voru lokuð inni. Prests-
setrið var brennt til grunna og þar
fórust nokkur gamalmenni, sem sjó-
ræningjarnir töldu ekki ómaksins
vert að hafa á brott. Þóra litla var
hugstola meðan þessu fór fram. Þó
var hún nokkurn veginn viss um,
að illt var í efni. Osköpin, sem á
gengu, fóru að mestu framhjá
henni. Hún skildi þó vel, að faðir
hennar var hugsjúkur. Það hafði
hann svo oft verið í kirkjunni, nema
á jólahátíðinni, þá var hann alltaf
mjög glaður. Þyngst féll henni,
hversu móðir hennar grét sárt. Til
allrar hamingju vissi hún ekki,
hverju fram fór á eyjunni. íslend-
ingarnir, Vestmannaeyingarnir,
höfðu flúið á fjöll. Þeir hlupu í
hina mörgu hella í eyjunni og upp
á klettahillur, sem vænta hefði mátt,
að væru ókleifar. Meðal flóttamann-
anna var hinn Eyjapresturinn, Jón
Þorsteinsson, sem var alkunnugt
sálmaskáld. Hann hafði með fjöl-
skyldu sinni leitað felustaðar í helli
einum og sett vörð á hamrabrúnina
fyrir ofan. Þessi varðmaður var
skotinn af sjóræningjunum og
blóðið úr honum rann ofan í hell-
inn til prestsins. Þetta varð til þess,
að hann gekk fram, eftir að hann
hafði haft yfir sér og fjölskyldu
sinni til huggunar ýmsa ritningar-
staði. Tvær konur, sem leitað höfðu
hælis í nærliggjandi helli og ræn-
ingjarnir urðu ekki varir við, hafa
sagt frá því, að presturinn hafi
gengið á móti ræningjunum, þegar
þeir þustu að. Þorsteinn var þar
fremstur í flokki og hæddist mest
að klerki. Tyrki hjó hann með sínu
íbogna sverði. Hann varð að höggva
hvað eftir annað áður en presturinn
dó, og sá herrans maður gjörði það
með þessum orðum: „Jesús, herra
minn, meðtaktu minn anda“. Kona
hans og börn voru hrakin til
Dönskuhúsa til hinna fanganna.
Sjóræningjarnir þvinguðu fang-
ana með svipuhöggum til þess að
róa félaga sína um borð í sjóræn-
ingjaskipin, og því næst ránsfeng-
inn. A skipsfjöl var séra Olafur
Egilsson húðstrýktur. Það átti að
neyða hann til að Ijósta upp, hvar
kirkjan og bæjarbúar hefðu falið
verðmæti sín. En hann vissi ekkert
um það, eða lét í veðri vaka, að
hann vissi ekkert, þoldi kvalirnar
og öðlaðist þannig virðingu sjóræn-
ingjanna. Krabbinn var gjörður
haffær og fylltur föngum undir
eftirliti liðmargs sjóræningjaflokks.
Um kvöldið var borinn eldur að
Dönskuhúsum og Landakirkju. Og
að morgni, meðan kirkjan stóð enn
í björtu báli, skutu sjóræningjarnir
níu kveðjuskotum og yfirgáfu Vest-
marinaeyjar. Þeir fluttu með sér
242 fanga, og þeir sem eftir lifðu á
Heimaey, jörðuðu 34 myrta menn.
Þegar skipin voru komin langt til
hafs, urðu umskipti. Þá var farið
betur með fangana. Að vísu var
nokkrum gamalmennum, sem talin
voru verðlítil sem verkamenn,
varpað fyrir borð, en hinir fang-
arnir — þrælarnir — sem með vissu
yrði keypt lausn, sættu yfir höfuð
góðri meðferð. Það kom fyrir, að
sjóræningjarnir sinntu börnunum
og léku sér við þau, til þess að fá
þau til að brosa. Það er alltaf ein-
hver taug í mönnum, þrátt fyrir
vonzku þeirra. Þó ekki væri öðru
til að dreifa, reið þó á að koma
farminum heilum í höfn, og eitt-
hvað urðu menn að skemmta sér
við á Ieiðinni. Þegar komið var all-
langt suður á bóginn bar það við,
að sjóræningjaflotinn varð á vegi
danskra herskipa, sem send höfðu
verið af stað frá Danmörku undir
stjórn Mauritz Printz, strax og
fregnin um árásina barst þangað,
til þess að varna óvinunum undan-
komu og hreinsa höfin af sjóræn-