Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Side 4
4 13. desember 2019FRÉTTIR Eggjastormur í vatnsglasi S varthöfði elskar nútíma- tæki. Samfélags- og frétta- miðlar tryggja að upp- lýsingarnar eru alltaf í rassvasa okkar sem eigum snjall- síma og því þarf enginn að missa af neinu. Ágæti tækninnar sann- aði sig ágætlega í vikunni sem leið þar sem skapaðist múgæs- ingur út af slæmri veðurspá. Svarthöfði elskar múgæsing en hatar múgsefjun. Vikan sem leið olli sko ekki vonbrigðum. Mikið illviðri gekk yfir landið á þriðjudag og aðeins fram á mið- vikudaginn. Ekki var fréttaflutn- ingur af yfirvofandi stormi til þess fallinn að róa taugaþaninn landann. Fyrirtæki lokuðu dyr- um sínum langt fyrir auglýstan lokunartíma. Skólar þrábáðu for- eldra að sækja börn í skólann laust eftir hádegi og koma þeim í öruggt skjól áður en ósköp- in dyndu yfir. Landsbyggðin fór verst út úr illviðrinu og er talið að stormurinn hafi valdið millj- arða tjóni. Hins vegar kættist Svarthöfði mikið þegar hann sá sveitta höfuðborgarbúa flykkjast í matvöruverslanir upp úr hádegi þar sem þeir birgðu sig upp af matvöru líkt og heimsendir væri í nánd. Götur borgarinnar voru mannlausar um þrjú leytið og margur maður stóð, vafinn inn í öryggisteppi, við glugga heim- ilis síns og beið þess sem verða yrði. Svo kom þessi líka væga gjóla. Svarthöfði stóð úti á svöl- um hjá sér og virti fyrir sér tómar göturnar og ekki laust við að það hlakkaði í honum. Ef þetta var ekki bókstaflega stormur í vatns- glasi þá er Svarthöfði líklega ekki að skilja það orðatiltæki rétt. Og já já já, það var svaka vont veður úti á landi og á hálendinu og það fuku þök og kindur hlutu kalda og vota greftrun í snjó. En enginn getur sagt Svarthöfða að hann hefði ekki verið öruggur hefði hann hætt sér í Krónuferð um sjö leytið á þriðjudaginn. Hann hefði varla þurft að skafa bílinn. Annað dæmi í vikunni um gleðigjafann nútímatæknina var þegar einhver áhrifavaldafrekja snöggreiddist eftir að hafa lesið helgarblað DV. Líklega fyrsti Ís- lendingurinn sem hefur haft ein- verra harma að hefna á DV. Hann ákvað að beita tækninni til að hefna sín. Á örskömmum tíma höfðu gamlir og nýir nágrannar ritstjóra DV fengið að finna fyr- ir reiði samfélagsmiðla eftir að æstur múgur fylgjenda áhrifa- valdsins marseraði í hefndarhug þangað sem þeir töldu ritstjóra DV búa. Lifi byltingin, með eggj- um skal manninn aga. Ekki fór þó betur en svo að múgurinn fór í tvígang húsavillt, enda hvarflaði svo sem ekki að neinum þeirra að fleiri gætu átt sama heimilis- fang og ritstjórinn. Svarthöfði ætlar sér að fylgja þessari taktík eftir. Hann er ósáttur við nýjustu stjörnustríðs- myndirnar og ætlar því að kasta Kindereggjum í Smárabíó. Síð- an ætlar hann að gera einhvern usla og reita áhrifavalda til reiði. Svarthöfði hefur nefnilega lengi eldað grátt silfur við nágranna sína og veitir þeim ekki af smá eggjakasti, svona til að kenna þeim lexíu. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Í grískri goðafræði heitir ástarguðinn Eros. Í rómverskri goðafræði heitir hann Amor. Að meðaltali gleypir manneskjan þrjár köngulær á ári. Konur depla augunum næstum því tvisvar sinnum oftar en karlar. Árið 1938 var Adolf Hitler valinn maður ársins af tímaritinu Time. Elgdýr eru með fjóra maga. Hver er hún n Hún er fædd 2. júlí árið 1969. n Hún hóf feril sinn í atvinnuleikhúsi 16 ára gömul hjá Leikfélagi Reykjavíkur. n Hún var með spjallþátt á laugardagskvöldum á undan Spaugstofunni á sínum tíma. n Hún hefur leikið í ýmsum þátt- um og kvikmyndum. n Hún á fjögur börn og gegnir einnig störfum sem fjölmiðlakona. SVAR: STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR ÓVINNUFÆR EFTIR LÍKAMSÁRÁS Í 10-11 n Ráðist á Pétur á jólunum n Skall í gangstéttina og missti meðvitund n Lepur dauðann úr skel P étur Orri Gíslason varð fyr- ir tilefnislausri líkamsárás í miðborginni milli jóla og nýárs í fyrra. Hann hefur verið óvinnufær með öllu síðan. Ákæra á hendur árásarmannin- um verður tekin fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag, föstu- daginn 13.desember. Átti sér einskis ills von „Þetta var aðfaranótt 29. desem- ber í fyrra. Ég var niðri í Austur- stræti, og stóð í anddyrinu í versl- un 10-11. Skyndilega gekk þessi maður bara upp að mér og sló mig,“ segir Pétur Orri. „Hann kom framan að mér og sló mig á hliðina, á milli kjálk- ans og hálsins. Það voru enginn orðaskipti eða neitt. Ég átti mér einskis ills von, ég hrundi niður í jörðina og skall með höfuðið í gangstéttina,“ segir Pétur en hann þekkir árásarmanninn ekki neitt og lýsir honum sem „ungum ís- lenskum sterapúka.“ Nokkur vitni voru að árásinni. „Hann hefur sjálfsagt verið á einhverju og það hefur eitthvað ruglast í höfðinu á honum,“ segir Pétur jafnframt. Pétur missti meðvitund. Hann segist ekkert vita hvað gerðist eft- ir þetta. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. „Það næsta sem ég man eftir var að ég vaknaði á Borgarspítalanum 4. janúar og vissi ekkert hvað var í gangi. Mér var sagt að ég hefði gengist undir rannsóknir og að komið hefði í ljós að ég hafði feng- ið heilablæðingu.“ Ekkert líf Pétur er óvinnufær og hangir bara heima. Fastur heima við Pétur hefur verið óvinnufær síð- an. Hann ræður ekki við líkam- legt eða andlegt álag. Fyrir árásina var hann í fullri vinnu sem ör- yggisvörður hjá fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu. Hann var iðinn og hafði nóg fyrir stafni. Núna eru dagarnir hins vegar fábreytilegir hjá honum. Honum þykir sárt að geta ekki unnið, enda hafi hann fullan vilja til þess. „Ég hef ekk- ert fengið að vita hvenær ég má fara að vinna aftur. Þetta fylgir því að fá heilaskaða. Ég er bara fastur heima og get lítið gert, annað en að horfa á Netflix. Þetta er ekkert líf.“ Næsta skref Péturs er að sækja um örorkubætur, en það ferli tekur margar vikur. „Ég hef sjúkradag- peninga frá verkalýðsfélaginu og einhverjar bætur frá Sjúkra- tryggingum.“ Skiljanlega hefur Pétur Orri ekki bara hlotið líkamlegan skaða af árásinni. Fjárhagslegur skaði er ekki síðri. Strípaðar bætur frá Sjúkratryggingum duga engan veginn fyrir framfærslu. Hann þarf að standa skil á húsaleigu og kaupa sér mat. Hann á líka litla dóttur sem býr hjá móður sinni og þarf því að standa skil á meðlags- greiðslum. „Ég er bara mjög blankur núna. Ég hef ekki getað staðið skil á leigu í tvo mánuði, og ég skulda meðlag fyrir allt þetta ár. Ég er að vísu hepp- inn að því leyti að ég er með mjög skilningsríkan leigusala. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Pétur en í örvæntingu sinni sendi hann út neyðarkall á Facebook nú á dögun- um. Biðlaði hann þar til fólks um hjálp við að draga fram lífið. „Það kostar sitt að vera veik- ur og nú er staðan sú að ég á ekki krónu með gati og þarf að standa skil á leigu og reikningum auk þess að versla í matinn. Það er mér erfitt að gera þetta en ef þið getið styrkt mig um einhverja upphæð þá yrði ég óendanlega þakklát- ur. Þetta er ofboðslega erfitt fyrir mig að gera en ég get ekki annað. Margt smátt gerir eitt stórt,“ ritaði Pétur en í samtali við blaðamann segir hann það hafa verið gríðar- lega erfitt að leita á náðir fólks á samfélagsmiðlum. „Þetta er voða- lega erfitt: að þurfa að opinbera sig svona berskjaldaðan og leita til annarra eftir aðstoð.“ Finnur ekki fyrir reiði Sem fyrr segir þá hefur Pétur Orri lagt fram kæru á hendur mann- inum sem réðst á hann og verð- ur málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Árásarmað- urinn hefur játað verknaðinn og vonast Pétur til þess að það muni ýta undir að hann fái greiddar miskabætur. Skaðinn er augljós. Hann segist þrátt fyrir allt ekki vera reiður. „Maður hefur þurft að sýna mikið æðruleysi, svo sannar- lega. Þetta er verkefni sem mað- ur þarf að ganga í gegnum. Það er bara þannig.“ n Þeir sem vilja styðja við bak- ið á Pétri Orra er bent á meðfylgj- andi söfnunarreikning. Rnr: 0323-26-090184. Kt. 090184-2969 „Þetta er ekkert líf Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.