Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 19
FÓKUS - VIÐTAL 1913. desember 2019 í lok febrúar árið 2012, en voru áfram í mjög góðu sambandi. Þótt Geiri flytti af heimilinu í Kópavogi út á Álftanes var hann heimalningur hjá Jaroslövu. Eins og þruma úr heiðskíru lofti komu fréttirnar um vorið 2012 að Geiri væri dáinn. Hann varð bráð­ kvaddur þann 19. apríl. „Ég var að fagna fertugs­ afmæli mínu og ákvað að fara út til mömmu minnar í Eistlandi á afmælinu mínu. Geiri vildi ekki koma með. Hann hringdi ekki á afmælinu mínu, sem mér fannst skrýtið. Síðan fór ég að sofa og vinur okkar hringdi í mig daginn eftir og sagði: Geiri er dáinn,“ segir Jaroslava og verður hljóð. „Þetta var mikið sjokk. Það bjóst enginn við þessu.“ Hvort það er tilviljun eða kald­ hæðni örlaganna að Geiri hafi lát­ ist er eiginkona hans til þrettán ára fagnaði fertugs afmæli sínu fæst aldrei úr skorið, en hjátrú fylgir því í Rússlandi að fagna þess­ um áfanga. Þótt Jaroslava sé frá Eistlandi talar hún reiprennandi rússnesku og hefur tileinkað sé ýmislegt frá Rússlandi. „Það er hjátrú í Rússlandi að halda ekki upp á fertugsafmæli. Það þykir boða ógæfu. Ég var búin að ákveða að fara út til mömmu en ætlaði ekki að halda partí. Ég var búin að lesa mikið um þessa hjátrú, en mamma sagði mér að vera ekkert að trúa þessu og sannfærði mig um að fara út að borða. Ég hélt að ég myndi ekki vakna næsta dag út af þessari hjá­ trú. En það var Geiri sem vaknaði ekki.“ Jaroslava leyfir sér ekki að dvelja í fortíðinni og veltir sér ekki upp úr því hvað hefði orðið ef hún hefði ekki farið út að borða þenn­ an örlagaríka dag. „Allt sem var, er farið og eftir standa góðar minningar.“ Grét fyrstu vikurnar Lífið eftir andlát Geira var erfitt. „Ég sakna Geira. Þegar hann féll frá var ég ein. Ég þurfti að ríf­ ast ein og hugsa um Goldfinger ein. Ég vann aldrei á Goldfinger á meðan Geiri var á lífi. Fyrstu vikurnar grét ég bara og var ekki viss um að ég gæti þetta. Þetta var mjög erfitt og mér fannst þetta of mikið. Ég var alein á barnum og vinkona mín hjálpaði mér í dyravörslu. En fólk sýndi mér mikla virðingu og það er það sem bjargaði mér. Ég fékk stuðning frá mörgum og gat vælt við öxlina á sumum. Síðan tók ég þetta bara hægt og rólega, einn dag í einu. Margir vissu ekki einu sinni að ég væri ekkjan hans Geira. Enn þann dag í dag kemur fólk á Goldfinger sem hefur ekki hugmynd um hver ég er. Við vorum góð saman. Ég er sterk kona, en það var gott að hafa Geira.“ Fráfall Geira hafði áhrif á alla fjölskylduna, en dóttir þeirra Jaroslövu hefur ekki opnað sig mikið um þetta áfall. „Alexandra var 12 ára og vildi ekki tala um þetta. Krakkar Í síðasta skiptið Jaroslava lagar sig til í búnings­ herbergi Goldfinger. Saknar Geira Jaroslava segir það hafa verið mikið áfall þegar Geiri féll frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.