Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 48
13. desember 2019 50. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þetta eru nú bara mýtur! 20- 50% afsláttur af allri jólavöru Auðvelt að versla á byko.is Rafmagns- verkfæri 20% afsláttur Pottar & pönnur 25% afsláttur Ljós & perur 25% afsláttur Leikföng, spil & púsl 25% afsláttur B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn da br en gl . Ti lb oð g ild a ti l 1 8. d es em be r eð a á m eð an b ir gð ir e nd as t. JÓLA - FJÖR Fagurt félag F egurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir hefur stofnað hlutafé- lagið Studios ehf. ásamt vinkonum sínum, þeim Þór- hildi Gunnarsdóttur og Sól- eyju Þorsteinsdóttur. Sú síðastnefnda rekur skartgripa- verslunina My Letra, en Fann- ey hefur hannað sína eigin línu sem seld er hjá My Letra. Tilgangur Studios ehf. er með- al annars innflutningur, smá- sala og heild- sala með ýmsar smá- vörur og annar skyldur rekstur. Þreyttir á afbökun goðafræðinnar M yndasagan Vargöld vakti mikla athygli við útgáfu hennar árið 2016 en þar er norrænni goðafræði stillt upp á bæði nýstár- legan og sígildan máta. Bókin, sem er teiknuð skáldsaga (e. graphic novel), var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna þess árs í flokki barna- og ungmennabóka og er ætluð fólki 15 ára og eldri. Sagan fjallar í grunninn um goð og menn á heiðnum tíma sem teygir sig um marga heima, frá upphafi veraldar til endaloka hennar. Vargöld kemur úr smiðju þeirra Þórhalls Arnórssonar, Jóns Páls Halldórssonar og Andra Sveinssonar og hefur lengi verið drauma- verkefni þeirra. Nýlega var gefin út önnur bókin í seríunni en þrem- enningarnir stefna að því að gefa út þríleik. Myndlistarmaðurinn og tattúmeistarinn Jón Páll er teiknari sagnanna, en hann er búsettur í Barcelona. Hann segir þá þremenninga hafa verið staðráðna í að segja söguna á réttan hátt, að hans sögn, án þess að tekið væri of mikið list- rænt leyfi með efnistökin. „Það má segja að við höfum verið orðnir þreyttir á afbökun á nor- rænu goðafræðinni og túlkun sem hefur lítið með hana að gera,“ segir Jón Páll og vísar meðal annars í Marvel-hetjuna Þór og íslensku teiknimyndina Hetjur Valhallar. „Þessar sögur úr goðafræðinni eru einfald- lega svo skemmtilegar og magnaðar. Það er eitthvað svo frábært við þessar hetjur, þessar ofurhetjur í raun, og hvað þær eru breyskar og kostulegar,“ segir hann. „Þessar miklu hetjur eru mannlegar og skemmtilega gallaðar. Ragnarök verða í raun til út af mistökum goðanna. Til dæm- is þá fremja þeir fyrsta morðið á helgri jörðu. Þeir gera alla þessa hluti sem þeir banna sjálfir. Það er allt við þessar persónur sem heillar með ýmsum hætti.“ Fagmenn Jón Páll ásamt Jörmundi Hansen allsherjargoða í útgáfuhófi. Heiðdís mætti ekki fyrir dómara M ik il ólga hef ur ein- kennt sam bands slit förðunarfræðingsins Heiðdísar Rósar Reynisdóttur og athafna- mannsins Farzads Sepahifar. Sepahifar kærði Heiðdísi fyrir líkamsárás í haust. Þá var hann kominn með tímabund- ið nálg un ar bann gegn henni og stóð til að mæta fyr ir dóm- ara þann 20. nóv em ber. Sam- kvæmt heimildum DV mætti Heiðdís ekki fyrir dómara og var ný dagsetning sett þann 13. desember. Haft er eftir Heið- dísi að auðvelt sé að fá nálg- unarbann í Bandaríkjunum og taldi hún líklegt að tilgang- ur bannsins væri að koma í veg fyrir að hún gæti sótt eigur sínar til hans. Að sögn Sepa- hifar hefur hann ítrekað reynt að koma eigum hennar frá sér án árangurs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.