Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 13. desember 2019 H ugtökin „clout chaser“ og „clout chasing“ eru eflaust einhverjum framandi sem komnir eru af léttasta skeiði. Í raun mætti þýða þessi hug- tök sem valdaveiðar, en skilgreining á hug- takinu „clout chaser“ í Urban Dictionary er: „manneskja sem reynir að nærast á vin- sældum annarra í eigin hagnaðarskyni.“ Þar segir enn fremur að fólk sem stundar valda- veiðar slái sig til riddara, láti aðra halda að það sé mikilvægt því það umgangist vissa aðila. Þá eiga þessir valdaveiðarar það til að taka sér skoðanir annarra, sem eru líklegar til að fá góðan hljómgrunn, sem og egna til rifrilda við aðra til að ganga í augun á þeim sem frægir eru. Birtingarmynd eineltis Þótt nafnið á hugtakinu um valdaveiðar sé framandi þá er þetta ekki nýtt undir sól- inni. Á árum áður hefði þetta sama fólk geta heitið „grúppíur“ eða „tækifærissinnar“. Hugtakið „clout chasing“ á uppruna sinn í hip hop-senunni, enda mikil völd fólgin í frægð í þeim heimi. Þeir sem hafa einsett sér að elta frægðina í hip hop-bransanum gera það á tvo vegu; hanga með þeim sem eru frægir eða dissa þá sem eru frægir til að hefja sig upp á þeirra kostnað. Það má segja að þessar valdaveiðar séu ein af birtingar- myndum eineltis. Þá hafa mætir menn í tónlistarbransanum kallað þessa valda- veiðara örvæntingarfulla og því ekki eftir- sóknarvert að vera valdaveiðari, allavega ekki ef það kemst upp um þig. Blóðsugur Orðið „clout“ er af írskum uppruna og smit- aðist yfir til Bandaríkjanna um miðja síð- ustu öld vegna fjölda Íra sem settust þar að. Fyrstu heimildir um að „clout“ merkti ein- hvers konar yfirburði eiga rætur sínar að rekja til Chicago þar sem „clout“ var notað um pólitísk völd og áhrif. Í síðari tíð hafa hip hop-arar og rappar- ar notað þetta hugtak grimmt. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur hins vegar opnast nýr og hættulegur heimur fyrir þá sem vilja stunda valdaveiðar og hafa þeir oft- ar en ekki komið sér í klandur með því að stunda fyrrnefndar veiðar. Hugtakið „clout chasing“ hefur meira að segja komið fyrir í dómskjölum vestanhafs síðustu mánuði þar sem valdaveiðararnir geta hæglega breyst í eltihrella. Valdaveiðarnar geta líka farið inn á hættulega braut þegar þeir sem veiða gera hvað sem er til að þóknast þeim ríkju og frægu, jafnvel hvetja til ofbeldis, skemmdarverka eða fremja glæpi sjálft. Þá hafa heimsfrægir tónlistarmenn snúist gegn hugtakinu og fordæmt valdaveiðar opin- berlega. Snoop Dogg lýsti til dæmis veiður- unum í viðtali við BET. „Manneskja sem reynir á útsmoginn hátt að tengja sig við velgengni og vinsæld- ir manneskju eða vinsæla tískustrauma til að ná sér í frægð og athygli. Þessi persónuleikaröskun líkist oft einhverjum sem teikar, án þess að að hafa áhyggjur af eyðileggingunni sem fylgir eða sínum eig- in heilleika,“ sagði Snoop Dogg og gekk svo langt að kalla þetta fólk blóðsugur og fjár- kúgara. Slá í gegn „Clout chasing“ er orðið að heimsfyrirbæri og virðast fjölmargir vera þarna úti sem eru til í að gera hvað sem er, henda öllum prinsippum út um gluggann fyrir frægðina – ekki ólíkt því sem Stuðmenn sungu um í slagaranum Slá í gegn. Rapparinn Lloyd Banks, sem er alls enginn valdaveiðari, er sammála Snoop Dogg og viðraði skoðanir sínar á „clout chasing“ á Twitter fyrir ekki svo löngu. Virðist hann vera einn af þeim sem telja eðli valdaveiðara gera samfélag- ið að verri stað. „Mér finnst valdaveiðari ekki nógu hryllilegur titill fyrir svona viðbjóðslega hegðun. Þetta er farið úr böndunum.“ n á þinni leið Á ÞINNI LEIÐ HRINGDU Í SÍMA 522 4600 TAKTU KRÓK Á LEIÐARENDA Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun thónabifreiða og annarra birfreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur búður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þar þá á verkstæði Krokur.net / Suðurhraun 3 / 210 Garðarbær VIÐBJÓÐSLEGAR VALDAVEIÐAR n Rapp hugtakið „clout chaser“ öðlast heimsfrægð n Samfélagsmiðlar opna heiminn fyrir óeðli valdaveiðaranna „Mér finnst valdaveiðari ekki nógu hryllilegur titill fyrir svona viðbjóðslega hegðun Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Tæpitungulaust Snoop Dogg segir hlutina eins og þeir eru. Mynd: Getty Images Ekki sáttur Lloyd Banks hugnast ekki valdaveiðar. Aðdáun ekki nóg Nú skiptir einnig máli að veiða sér frægð á kostnað annarra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.