Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 14
14 FÓKUS - VIÐTAL 13. desember 2019 Þegar hasarinn minnkar hjá mér vil ég helst bara slökkva á símanum mínum og fara að sofa.“ Hann segir áreiti símans í nútímaöld vera slíkt að stök skilaboð geti rústað sál- inni hvenær sem er. „Ég fæ ekki þessa þörf fyrir að deila myndum af kaffibolla, sjálf- um mér glöðum eða vinahittingi. Því mið- ur búum við á þannig tíma að allt snýst um „líkendafjölda“. Síminn þinn og samfélags- miðlar eru fíkniefni. „Líkendatölur“ gefa fólki endorfín og það kemur þessi stöðuga þörf fyrir að kíkja á símann, meira að segja í miðjum samræðum við annað fólk. Þessi hegðun er alls staðar og hún hræðir mig,“ segir hann. „Ég á mér sjálfur sögu af fíkniefnavanda og ég skammast mín ekkert fyrir að játa það. Þótt símafíknin sé meira huglæg en hefðbundin eiturlyfjafíkn meira bundin við líkamann, þá er leiðin út ekkert ósvip- uð. Það er erfitt að sleppa þessum hlutum, því margt af þessu er einfaldlega grafið í rútínu fólks. Það er hægt að brjótast út úr þessum vítahring. Það er erfitt, en tilfinn- ingin er ólýsanleg þegar þú tekur sjálfur stjórn á eigin lífi í stað þess að vera háður lífi annarra, eða efnum. Með símanum okkar og neysluhyggju almennt kemur upp þorsti í sálarró en við verðum aldrei almennilega nærð, sama hvað við kaupum, sama hvað við kíkjum oft á símana. Þetta er þorsti sem aldrei er hægt að svala. Við leitum endalaust að hugarró, með hinu og þessu, á meðan þetta blasir allt við fyrir framan okkur. Við eigum ekki að leita að tilgangi í gegnum aðra eða hluti. Við eigum að leita að lausnum út frá okk- ur sjálfum. Eitt „like“ á ekki roð í þá tilfinningu að finna fyrir ást frá barni, eða heimsókn til ömmu og afa, bara almenn bein samskipti við fólk sem þér er annt um. Við þurfum að losa okkur frá hvaða fíkn sem virkar sem hemill á okkur og viðurkenna að það sé vandamál.“ „Stóri G“ og leitin að sálinni Að sögn Hafsteins hefur samband þeirra Julians verið fíkn líkust enda skilgrein- ir listamaðurinn sig sem mikinn ástarfíkil á þeim tíma og sérstaklega undir lokin. Þegar Hafsteinn fór að þrá tilbreytingu, meiri rútínu og stöðugleika í lífið í kjölfar sambandsslitanna tók við nýr áhugi sem hann gat ómögulega séð fyrir. „Það má segja að ég hafi skipt út fíkn- inni fyrir ást mína á Jesú Kristi og Guði, eða „Stóra G“ eins og ég kalla hann. Þetta er besta fíkniefni sem til er,“ segir Haf- steinn og rekur kveikiþráðinn til Seattle. Þar átti hann vinkonu, 76 ára gamla, sem bjó í sama húsi og hann og hann annaðist mikið. Til að leiða hugann frá sambands- slitunum þáði Hafsteinn boð hennar um að koma með henni í messu. Áður en langt um leið var Hafsteinn orðinn dolfallinn og nú gengur hann til kirkju á hverjum sunnu- degi, undantekningarlaust. „Þegar ég fer í kirkju og ljósið skín inn um gluggann á rétta augnablikinu, beint í augun á þér, og presturinn syngur, kem- ur tilfinning sem er erfitt að lýsa. Hún er svo gefandi og yndisleg. Í messu upplifi ég sál mína gífurlega frjálsa og mér tekst að sleppa takinu á öllu sem angrar mig. Það skiptir engu hvort maður trúi hinu eða þessu. Þetta snýst um að skyggnast inn í eigin sál,“ segir Hafsteinn. Hann segir Hallgrímskirkju hafa átt sérstakan sess í hjarta hans undanfarna mánuði, en þess má geta að Hafsteinn fékk boð á dögunum um að vera messuþjónn í þeirri kirkju. Hann varð himinlifandi við að fá þetta boð og segir það vera gífurlegan heiður, en sunnudagurinn 15. desember markar fyrsta skiptið þar sem hann fær að taka þátt í athöfn í Hallgrímskirkju. Von- andi verður það hin fyrsta af mörgum, seg- ir hann. En hvað er Guð, eða Stóri G? „Ég hef ekki hugmynd, en ég veit að Guð er allt saman, hann er aflið sem býr í okkur öllum. Hvað sem hann er, þá sigrast hann á mínu myrkri stöðugt. Myrkrið er nefni- lega ekkert í samanburði við það hversu dásamlegt og dýrmætt líf þitt er,“ segir Haf- steinn. Hafði áhrif á tónlistina „Það eru stórkostleg forréttindi og heiður að kynna sér þær upplýsingar sem Jesús Kristur hafði um Guð, og hvaða tilgangur það er sem okkur fólkinu er ætlaður, hvers vegna við erum hér. Þetta snýst ekki um að vera samkynhneigður, svartur, hvítur, uppi, niðri, ríkur, fátækur, búandi hér eða þar. Þvert á móti geturðu verið afar auðug- ur sem fátæk manneskja, en þá svo lengi sem þú ert frjáls í sálinni og meðtekur alla þá umhyggju og fegurð sem er í kringum þig. Ég myndi vilja gefa allt sem ég á ef það þýddi að ég gæti hugsað vel um aðra.“ Hafsteinn hefur ekki setið auðum hönd- um þegar kemur að tónlist. Síðastliðin ár hefur hann unnið stíft að glænýrri plötu. Ekki er enn vitað hvenær platan kemur út en á henni verður samansafn ýmissa verka sem tónlistarmaðurinn hefur unnið að síð- an 2012. Hann segir ást sína á Guði hafa haft taumlaus áhrif á lagasmíðar hans að undanförnu, jafnvel ómeðvitað. „Ég hlusta reglulega eftir skilaboðum eða merkjum sem berast til mín á ýmsa vegu, sem ég álít vera Guð að tala við mig. Ég veit líka fyrir víst að Guð sér um mig. Þegar ég hrundi niður um daginn, þá vissi ég að það yrði í lagi með mig. En ég lifi mínu lífi þannig núna að ég hlusta á orð Guðs en fylgi braut Jesú Krists,“ segir Hafsteinn og tekur fram að fólk sem lifir einungis fyrir sig sjálft, án þess að gefa nokkuð til baka, sé hluti af vandamáli heimsins um þessar mundir. „Sá sem ekki hefur þekkingu á sjálfum sér, öðlast enga þekkingu. En sá sem þekk- ir sjálfan sig hefur vakið hjá sér skilning um dýpri merkingu allra hluta.“ n „Mér leið eins og stöðugt væri verið að dæma mig.“ M Y N D : A Ð SE N D

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.