Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 37
FÓKUS 3713. desember 2019 Ef jólasveinarnir þrettán væru frægir einstaklingar Sjötti jólasveinninn, Askasleikir, var alveg dæmalaus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, var hann slunginn að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Þetta köll- um við Megas á góðum degi. Ef askarnir eru ekki faldir, er honum að mæta. Bjarni Benediktsson ber sig að jafnaði með stóískri ró sem aðeins reyndir stjórnmálamenn hafa náð fullkomn- um tökum á. Þó koma af og til upp tilfelli þar sem hefur fokið í manninn, núna síðast þegar hann var sakaður um lögbrot á Alþingi. Auk þess þótti Hurðaskellir svo- lítið klúr, og fer þá ekki á milli mála að IceHot1 taki við þessari sveinkahúfu með húmor og sjálfsmeðvitund. Russell Crowe elskar Skyrið okkar, því fær hann að fljóta með hinum vitleysingunum. Crowe vakti mikla athygli á mjólkurvörunni þegar hann var staddur á Ís- landi við tökur á stórmyndinni Noah árið 2012. Sagði hann svo á Twitter að hann væri orðinn vel háður skyri. Þetta steinliggur. Á eldhúsbita sat hann Bjúgnakrækir í sóti og reyk og át þar hangið bjúga sem engan sveik. Við leyfum okkur að ætla að sambærilegan áhuga á bjúgum megi rekja til grínarans Steinda Jr. Að hans sögn eru að hámarki fjórir bitar á bak við eina pylsu. Trúlega gæti hann þá slátrað bjúgum á sambærilegum hraða ef sósan væri rétt. Þegar kemur að listinni að vera grályndur að sjá á meðan skoðað er á bak við lokaðan glugga, er einn Íslendingur sem ber höfuð og herðar yfir aðra val- möguleika. Á hinni víðfrægu ljósmynd þar sem Vigdís Hauksdóttir horfir með sorgarsvip á trylltan íslenskan lýðinn fyrir utan Alþingi má segja að stjórnmálakonan hafi komið sér í prýðilega æfingu fyrir þann jólasvein sem flestum bregður við að sjá á stjái. Ellefti jólasveinninn er Siggi Hall, sá sem aldrei fær kvef. Hann býr yfir heljarstóru nefi og verður léttur eins og reykur þegar lyktina af góðu laufabrauði finnur. Þú kemst heldur ekki langt í veitingageiranum án þess að nefið og bragðlaukarnir standi fyrir sínu. Um ár hvert kemur Ketkrókur á Þorláksmessu til bæja í þeim tilgangi að ná sér í hangikjötslæri. Hann þrammar dátt og hann ýmist upp á sitt lag, en hvaða stórsniðuga jólarétt hann Jói Fel matreiðir síðan úr þessum lærissneiðum er aðeins eitthvað sem hann getur til um sagt. Ef giska má verður hangikjötið senni- lega penslað og hægeldað með glæsibrag. Til gamans má geta þess að skemmtikrafturinn Sveppi hefur gætt sér á óteljandi ógeðsdrykkjum og margvís- legum matartengdum áskorunum í þágu skemmtunar. Því má gera ráð fyrir að kerti ættu ekki að vera bragð- laukum þessa manns ofviða, en þjóðin veit sömuleið- is öll að maðurinn kann að skemmta krökkum og fær Sveppi þar af leiðandi heiðurinn á því að hringja inn jólin á aðfangadegi. Askasleikir Hurðaskellir Skyrgámur Bjúgnakrækir Gluggagægir Gáttaþefur Ketkrókur Kertasníkir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.