Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 30
30 PRESSAN 13. desember 2019 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Þ að sem ekki mátti gerast gerðist klukkan 9.15 þann 21. október 1966 í litla bænum Aberfan í suðurhluta Wales. Dagurinn byrjaði eins og flestir aðrir dagar. Börnin fóru í skólann og foreldrarnir héldu til vinnu en margir þeirra störfuðu í kolanámu bæjarins. Sólin lét sjá sig og allt stefndi í góðan haustdag en þá varð slysið sem hefur alla tíð síðan sett mark sitt á bæinn og Elísabetu II. Á fjallstopp í nágrenni við bæinn höfðu kolanámumenn safnað saman miklu magni af aur og öðrum úrgangi frá kolanámunni. Fjallstoppurinn með öllum þessu úrgangi tróndi yfir bænum eins og nokkurs konar virki. Óveður hafði geisað þann 20. október og hafði það valdið því að haugurinn á fjall- stoppinum var orðinn mjög óstöðugur. Það sem ekki mátti gerast gerðist því klukk- an 9.15. Haugurinn hrundi niður og rann yfir bæinn með hörmulegum afleiðingum; 116 börn og 28 fullorðnir létust. Um leið og fréttist af skriðunni þyrptust bæjarbúar á staðinn til að reyna að bjarga börnum sín- um og vinum upp úr blöndu af blautum kolum, jarðvegi og eitruðum gastegundum. Elísabet II frétti fljótlega af slysinu og næstu daga var hún í forsvari fyrir syrgj- andi þjóð. Hún þótti standa sig vel en því hefur einnig verið haldið fram að ákveðn- ar ákvarðanir í öllu ferlinu séu meðal þess sem hún sér mest eftir í lífinu. Breskir fjöl- miðlar, þar á meðal The Guardian og Town and Country Magazine, fjölluðu nýlega um þennan hörmulega atburð í tengslum við að þriðja þáttaröð „The Crown“ var tekin til sýninga á Netflix en þáttaröðin fjallar um Elisabetu II. Börnin grófust undir Ekkert stöðvaði skriðuna þegar hún var farin af stað. Hún jafnaði tvo sveitabæi við jörðu áður en hún lenti á Pantglas-grunnskólan- um. Kol og jarðvegur braut rúður skömmu eftir að fyrsta kennslustund dagsins hófst og gleypti alla birtu, líf og von. Íbúar bæjarins hófust strax handa við að grafa eftir börnun- um með því sem var hendi næst. En því mið- ur grófu þeir upp fleiri látin börn en lifandi. Jeff Edwards, sem var síðasta barnið sem fannst á lífi í skriðunni, sagði í samtali við BBC að hann hefði heyrt grát og öskur eft- ir að skriðan skall á skólanum. „En eftir því sem tíminn leið færðist sífellt meiri þögn yfir, því börnin dóu. Þau grófust lifandi og súr- efnið þraut.“ Næstu daga fóru fjöldaútfarir fram í bænum og fjölmiðlar um allan heim fylgdust með. Stjórnmálamenn og opinberir embættis- menn voru sendir til bæjarins til að sýna bæjarbúum samhug og veita þeim stuðning. Ein manneskja lét bíða eftir sér, það var Elísabet II. Átta dagar liðu þar til hún fór til bæjarins til að sýna bæjarbúum stuðning og til að sýna að henni stæði ekki á sama. Þá var búið að jarðsetja alla hina látnu og endur- uppbygging bæjarins hafin. Sir William Heseltine, fyrrverandi frétta- fulltrúi drottningarinnar, sagði eitt sinn að hann teldi að heimsóknin til Aberfan hefði haft mikil áhrif á drottninguna. Það hafi ver- ið eitt af fáum skiptum sem hún hefur fellt tár opinberlega. Ekki hefur verið staðfest að hún hafi grátið, en myndir náðust af henni þar sem hún virðist þerra tár. Í „The Crown“ er þetta þó túlkað öðruvísi og því haldið fram að þetta hafi verið sviðsett og að augu drottn- ingarinnar hafi í raun verið „skraufaþurr“. „Eftir á að hyggja held ég að drottningin hefði viljað óska að hún hefði farið þangað miklu fyrr. Við lærðum nokkurs konar lex- íu af þessu, að það verður að sýna samúð og vera til staðar. Það vill fólk að hún geri,“ sagði Heseltine. Starfsfólk Elísabetar er sagt hafa lagt hart að henni að fara til bæjarins. Hún vildi ekki beina athyglinni frá því alvarlega ástandi sem ríkti í bænum og óttaðist að mannslíf myndu tapast ef fólk hætti að leita í skriðunni ef hún birtist skyndilega á vettvangi. Af þeim sökum var eiginmaður hennar, Philip prins, send- ur einn til Wales í upphafi. Lord Snowden, eigin maður Margrétar prinsessu, fór einnig á vettvang. Í bréfi sem hann sendi eiginkonu sinni skrifaði hann meðal annars: „Elskan, þetta er það hryllilegasta sem ég hef upplif- að.“ Mikil eftirsjá Í „The Crown“ og annarri umfjöllun um Elísabetu er því haldið fram að ákvörðun- in um að fara ekki skjótt á vettvang í Aber- fan sé eitt af því sem Elísabet sér mest eftir á fyrstu árum hennar sem þjóðhöfðingi. Þetta hefur hún að margra mati margoft sýnt því hún hefur oft heimsótt þennan litla bæ og gerir raunar enn. Heimsóknir hennar og sú athygli sem hún hefur veitt bænum í rúma hálfa öld er eitthvað sem bæjarbúar kunna vel að meta. „Fólk hér lítur upp til hennar og finnst það svo sannarlega tilheyra konungdæm- inu,“ sagði Coun Edwards, einn þeirra sem fundust á lífi í skriðunni, eitt sinn. Þegar þess var minnst 2016 að hálf öld var liðin frá slys- inu mikla sendi Elísabet öllum bæjarbúum persónulega kveðju. Í henni sagði hún með- al annars: „Ég man vel eftir heimsókn minni og prins Philips eftir slysið. Ég fékk gjöf frá lítilli stúlku. Á gjöfinni stóð: „Frá eftirlifandi börnum í Aberfan.“ Eftir þetta höfum við margoft komið í bæinn og höfum alltaf dáðst mjög að þeim ótrúlega styrk, reisn og ódrep- andi anda sem einkennir íbúa bæjarins og næsta nágrennis.“ n Slysið hafði gríðarlega áhrif á Elísabetu II n Ein stærsta eftirsjáin í lífi hennar n Börnin grófust undir Hörmungin í Aberfan Elísabet II heimsækir slysstaðinn. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.