Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Blaðsíða 13
FÓKUS - VIÐTAL 1313. desember 2019 GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. L istamaðurinn Hafsteinn Þór Guð- jónsson hefur glatt ófáa landsmenn síðustu vikur með dansfélaga sínum, Sophie Louise Webb. Tvíeykið var ný- lega valið í hóp þeirra sem komust áfram í annarri seríu Allir geta dansað, þar sem listamenn keppast um stóra titilinn og sig- urbikarinn. Tíu pör taka þátt og stendur eitt par eftir sem sigurvegari í lok janúar á næsta ári. Hafsteinn, sem þekktur er af flestum sem tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Haffi Haff, hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarin ár, en mikið bar á honum í fjöl- miðlum í nokkur ár eftir að hann tók þátt í undankeppni Eurovision með Wiggle Wiggle Song. Í samtali við DV tjáir Haffi sig meðal annars um ástina, týndu árin, mikil tímamót, átakanleg veikindi, drifkraftinn og nýju plötuna sem hefur verið í vinnslu svo árum skiptir. Lengi hefur Hafsteinn verið kenndur við ýmsa titla; tónlistarmaður, framleið- andi, hönnuður, tískuráðgjafi og ekki síst danshöfundur, en hann hefur marga fjör- una sopið þegar kemur að þeirri listgrein. Svo dæmi séu nefnd tekur hann reglu- lega samkvæmisdans með eldri borgurum á föstudögum á Hrafnistu. Nýlega hefur hann þó þurft að leggja þá tómstundaiðju á hilluna um tíma vegna dansæfinga fyrir beina útsendingu. Hafsteinn lýsir aðkomu sinni að sjón- varpsþáttunum Allir geta dansað sem stressandi, spennandi en fyrst og fremst sem draumi líkri og meira krefjandi í smáatriðum dansspora en hann er van- ur. Hann gæti heldur ekki verið ánægðari með dansfélaga sinn, Sophie Louise, sem hann segir mikla hvatningu í lífinu þessa dagana. Hafsteinn segir undanfarnar vik- ur hafa verið taumlausa keyrslu í tengslum við æfingar og tökur á þættinum en þetta hefur ekki stoppað hann frá því að taka að sér fleiri verkefni í miðri ös. Hafsteinn segir að þetta sé fylgihlutur þess að gera miklar kröfur til sjálfs sín og ef viðkomandi slekkur ekki reglulega á lík- ama sínum, mun líkaminn sjá um að gera það fyrir hann – gjarnan á versta tíma. Magaverkir í beinni „Ég er þannig að ég er mjög harður á sjálf- an mig. Ég vil alltaf standa mig vel til að búa til gott „sjó“. Ef maður stendur sig ekki glæsilega eiga skilaboðin í dansinum til að týnast. Eins mikið og fólk meinar vel þegar það hrósar manni rétt á undan framkomu á sviði og segir að maður eigi eftir að negla þetta, eða „Þú ert bestur“, þá hefur það öfug áhrif á mig,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann hafi ekki verið nógu ánægður með frammistöðu sína í annarri viku keppninn- ar. „Fyrsta vikan gekk fullkomlega. Það var algjör guðsgjöf. Þótt við gerðum kannski ekki allt fullkomið samkvæmt sumum reglubókum, þá gat þetta ekki gengið bet- ur í mínum huga. Önnur vikan var aftur á móti allt annað en fullkomin. Ég var líkam- lega og andlega kominn í þrot,“ segir Haf- steinn og heldur áfram. „Í annarri vikunni hrundi líkaminn. Ég setti svo mikla pressu á sjálfan mig, að vilja standa mig virkilega vel þessar vikur. Æf- ingar voru afar strembnar og ofan á það fékk ég mjög slæmar fréttir um einstak- ling sem er mér nákominn og síðar meir matareitrun, ofan á önnur verkefni sem ég gat ekki sagt nei við. Nokkrum dögum fyrir tökur var líkami minn gjörsamlega búinn. Ég skuldaði honum svefn og maginn var kominn í rugl.“ Hafsteinn segist sem betur fer hafa náð sér aftur á strik þegar kom að aðalkvöldinu, þótt litlu hafi munað í ljósi þess að hann var kastandi upp og svefnvana kvöldið áður. „Sýningin verður alltaf að halda áf am, e ns og sagt er, og ég vissi að þetta myndi allt ganga upp á endanum,“ segir hann. „Helsti vandi minn þetta kvöld var sá að ég þurfti svo mikið að prumpa á meðan ég var í beinni útsendingu. Ég gerði mitt besta til að hugsa um aðra hluti en þarna fann ég að maginn var eitthvað að stríða mér.“ Að sögn Hafsteins snýst mergur málsins um það að standa sig vel fyrir dansfélaga sinn. „Þessi keppni snýst um að hafa gam- an. Ég dýrka Sophie og mig langar að gera hana stolta og vera henni besti dansfélagi sem ég get verið,“ segir Hafsteinn. „Ég elskaði hann of mikið“ Tónlistarmaðurinn og dansarinn segist vera ákaflega ánægður með tímasetningu danskeppninnar. Tímarnir hafa verið krefj- andi hjá Hafsteini síðastliðin misseri, með- al annars vegna erfiðra sambandsslita og kveið hann um tíma fyrir að eyða jólun- um einhleypur. Í sex og hálft ár var Haf- steinn í sambandi með landslagsarkitekt að nafni Julian. Þeir voru lengi í fjarsambandi og stóð til að þeir rugluðu saman reytum í Seattle. Hafsteinn segist hafa verið kominn með annan fótinn inn í hjúskapinn þegar sambandið slitnaði. Hafsteinn tjáir sig um þetta viðkvæma mál og segir að heilt yfir hafi þeim Julian ekki ætlað að vera saman. „Ég hef oft séð það gerast, þegar fólk gefur upp hluta af sjálfu sér fyrir aðra. Mig langaði að sjá hann ganga langt og sinna sínu vel. Ég vildi ekki að hann aðlagaði sitt líf að mínu, en með tímanum leið mér eins og ég hefði ekki lengur fengið að vera ég. Mér leið eins og stöðugt væri verið að dæma mig,“ segir Hafsteinn og kemur með tvö sambandsráð. „Þegar þér líður eins og hinn einstak- lingurinn meti þig ekki eins og þú ert, skaltu forða þér strax. Þú verður að treysta eðlis- hvöt þinni. Ég vissi það fyrir meira en ári að þetta samband væri ekki að ganga, en ég neitaði að sleppa takinu. Ég elskaði hann of mikið. Ég hélt áfram að hlaupa með haus- inn beint að veggnum áður en ég áttaði mig á því að þetta var ekki að ganga. Það sem ég lærði af þessu var að missa ekki sjónar á sjálfum mér og ég ráðlegg fólki að fórna aldrei sínum markmiðum eða gefa drauma sína upp á bátinn fyrir aðra,“ segir Haf- steinn. „Og ráð mín til þeirra sem hyggjast hætta með einhverjum eru þessi: ef þú ætl- ar að slíta sambandi við einhvern, vertu viss um að það snúist um þig og þínar forsend- ur, en ekki hinn einstaklinginn. Reyndu að lyfta hinum einstaklingnum upp, án þess að detta í einhver tóm hrós. Þú þarft að fara varlega með tilfinningar manneskjunnar, því þú ert hvort sem er að rústa þeim.“ Hafsteinn segist ekki sjá fram á að hann íhugi langtímasamband á næstunni, jafn- vel endanlega. „Ég veit ekki einu sinni hvað mér finnst um sambönd lengu . Hvað þýðir það yfirhöfuð að vera ástfanginn? Þarf það að eiga eingöngu við um rómantík?“ spyr hann. „Ég er í öðruvísi sambandi þessa dagana, sem er við sjálfan mig. En fyrir utan það hef ég heilmikla ást til að gefa, hvort sem það er fjölskyldu minni, foreldr- um eða vinum mínum. Ástin er alls staðar í lífi mínu.“ Samfélagsmiðlar eru fíkniefni Listamaðurinn segist oft vera spurður hvers vegna hann sé ekki virkur á sam- félagsmiðlum og svar hans er einfalt og skýrt: „Hver hefur tíma í svoleiðis? Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „Ég þurfti svo mikið að prumpa í beinni útsendingu“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.