Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Page 52
52 6. september Stjörnuspá vikunnar Gildir xx STJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Afmælisbörn vikunnar n 8. september Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, 30 ára n 9. september Aldís Davíðsdóttir leikkona, 35 ára n 12. september Þórunn Erna Clausen leikkona, 44 ára n 13. september Björk Eiðsdóttir fjölmiðlakona, 45 ára n 13. september Júlíus Jóhannsson, fasteignasali og gleðipinni, 45 ára n 14. september Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnukona, 33 ára Naut - 20. apríl – 20. maí Fiskur - 19. febrúar – 20. mars Vatnsberi - 20. janúar – 18. febrúar Steingeit - 22. desember – 19. janúar Bogamaður - 22. nóvember – 21. desember Sporðdreki - 23. október – 21. nóvember Vog - 23. sept. – 22. október Meyja - 23. ágúst – 22 .sept. Ljón - 23. júlí – 22. ágúst Krabbi - 22. júní – 22. júlí Tvíburi - 21. maí – 21. júní Þú ert ofboðslega gagnrýnin/n þessa dagana og þú mættir aðeins tóna niður neikvæðni þína. Fólki finnst þú vera of yfirlætisfull/ur þegar þú ferð á flug og þú gætir komið illa við marga ef þú passar þig ekki aðeins. Stundum er gott að vera auðmjúkur og halda skoðunum sínum fyrir sig. Það er annaðhvort allt eða ekkert hjá þér þessa dagana. Þú ferð á fulla ferð í ýmis mál og kemur þér í klandur því þú ert búin/n að lofa þér í alltof margt. Þau naut sem eru nýlega komin í samband ættu sérstaklega að passa sig því hugsan- lega er alltof snemmt að fara að ræða barneignir, sambúð eða þar fram eftir götunum. Það er líkt og bleik hula sé yfir andliti þínu og þú lítur gjörsamlega framhjá göllum og rauðum flöggum er varða tiltekna manneskju í þínu lífi. Auðvitað er alltaf gott að vera bjartsýn/n og jákvæð/ur en þú verður að horfa á þessa manneskju eins og hún er – ekki eins og þú vilt að hún sé. Þetta er manneskja sem skiptir miklu máli í þínu lífi og þú verður að ákveða hvort þú vilt hafa hana í lífi þínu eður ei. Þú ert að fást við persónulegt vandamál sem þú bara finnur ekki lausn á. Þú spyrð ótal manns álits, leitar á internetinu og leitar þér aðstoðar, en allar þessar mismunandi skoðanir veltast um í höfði þínu og gera þig að algjörum stressbolta. Finndu þér tíma til að fara yfir kosti og galla í rólegheitum og mundu að hlusta líka á hjartað. Þú ert nýbúin/n að kynnast manneskju sem þú ert ofboðslega skotin/n í. Nú verður þú hins vegar aðeins að slaka á og ekki opna þig eins og bók strax á þriðja stefnumóti. Þú skalt halda hæfilegri fjar- lægð þangað til þú ert búin/n að fullvissa þig um að þessi manneskja sé þess virði að þú verðir berskjölduð/aður. Þú tekur þér nauðsynlegt frí frá amstri dagsins til að endurmeta stöðu þína í lífinu. Það er eitthvað að angra þig og þú ert ekki búin/n að vera upp á þitt besta. Einhver streitueinkenni láta á sér kræla og þú mátt alls ekki hunsa þau – líkami þinn er tvímælalaust að reyna að segja þér eitthvað. Það er einhver að reyna að gabba þig. Það er ekkert endilega neitt ofboðslega mik- ilvægt mál sem þessi manneskja er að reyna að láta þig trúa að sé eitthvað ann- að en það er, en þú þolir ekki að láta hafa þig að fífli. Gerðu því rannsóknarvinnuna þína og tryggðu að ekki sé um svik að ræða áður en þú eyðir dýrmætum tíma og jafnvel fjármunum í verkefnið. Þú ert í einhvers konar fjárhagsvandræð- um sem tengjast manneskju sem þér þykir vænt um. Þið eruð búin að koma ykkur í kröggur með djörfum ákvörðunum og þið þurfið leið út, sem virðist ekki vera svo auðvelt að finna. Ekki örvænta. Þig dreymir stóra drauma og hleypur mjög hratt í átt að þeim, en getur verið að draumurinn sem þú hefur elt sé ekkert spes eftir allt saman? Þú skalt staldra við og spá í hvort þú sért virkilega að hlaupa í rétta átt. Draumar geta breyst á miðri leið og það er allt í lagi fyrir þig að taka smá beygju til að komast að markmiðum þínum. Það er mikill ferðahugur í þér, eins og hef- ur reyndar verið síðustu vikur. Þig þyrstir í ný ævintýri og allt í einu kemur tækifæri upp í hendurnar á þér sem þú getur ekki sleppt. Þú þráir að sleppa aðeins úr hvers- deginum og þetta tækifæri tengist mjög andlegum málefnum og hugleiðslu. Þú hefur gengið í gegnum erfiða tíma og þú átt að fjölda fólks sem styður þig. Hins vegar virðist þú ekki hafa áttað þig á því almennilega. Opnaðu á þennan stuðning og gefðu fólkinu sem þykir vænt um þig verkefni til að létta undir með þér. Þú hefur rosalega gott af því að hafa ekki fullkomna stjórn á gjörsamlega öllu. Þér er treyst fyrir verkefni eða nýrri vinnu sem þú hefur haft augastað á lengi. Þetta tækifæri er hins vegar ekki eins og þú bjóst við og þér fallast hendur þegar þú sérð umfangið. Get ég þetta? er spurning sem ómar í höfðinu á þér og sjálfstraustið fær högg. Fiskar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að gefast upp og eina sem þú þarft er smá tími til að venjast og læra. Hrútur - 21. mars – 19. apríl Spáð í tarot fyrir Elínu Hirst Svona eiga þau saman Hanna Rún Fædd 17. júlí 1990 krabbi n hugmyndarík n traust n tilfinn- ingarík n geðþekk n óörugg n skap- stór Nikita Bazev Fæddur 12. júní 1987 tvíburi n blíður n forvitinn n fljótur að læra n með góða að- lögunarhæfni n óstyrkur n óákveðinn Framtíðin björt eftir erfiðan skilnað 8.-14. september N ýlega birtust þær fréttir að Elín Hirst, fyrrverandi al- þingiskona og fréttastjóri, væri skilin við eiginmann sinn til 35 ára, Friðrik Friðriks- son, fjármálastjóra Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins. DV ákvað að leggja tarotspil fyrir Elínu á þess- um tímamótum, en lesendum er bent á að þeir geta gert slíkt hið sama á vefnum. Mikil veisluhöld Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Elínu er 9 bikarar, en spilið tákn- ar sannleika sem Elín hefur ný- verið þurft að horfast í augu við. Þegar sann- leikurinn er talaður ljóm- ar hann og glitrar fallega og nú hefur Elín gefið um- hverfi sínu ský- laus skilaboð og er frjáls frá van- trausti og tak- mörkunum. Það er Elínu eðlislægt að sýna kærleika í verki og finnst henni best á þess- um tímamótum að eyða tíma með þeim sem hún elskar. Umhyggja, heiðarleiki og jákvætt viðhorf til lífsins lýsir Elínu best og leggur hún mikið upp úr því að búa til notalegt umhverfi í kringum sig. Á næsta leiti eru veislu- höld með skyldfólki og veita mannleg samskipti henni mikla gleði á þessum erfiða tíma. Þráir jafnvægi Næsta spil er 5 bikar- ar en það táknar ein- hvers konar missi eða vonbrigði sem ýta undir leiða hjá Elínu. Ef hún leyfir þessari líðan að ná yfirtökum á annars já- kvæðri og bjartri orku sinni er hætt við að neikvæð- ar tilfinningar verði henni þung- bærar og magnist í huga hennar. Það ýtir undir ójafnvægi en það á einkar illa við Elínu þar sem hún þráir jafnvægi í sínu lífi. Elín ætti að leggja sig fram við að opna hjarta sitt fyrir því sem eflir hana og kasta frá sér þungu byrðunum sem hvíla á herðum hennar. Hún skal einnig hafa hugfast að í hverju vandamáli felast dulbúin tækifæri. Rís upp úr vonleysi Lokaspilið er Tunglið. Tilfinningar Elínar eru sem ringulreið og hún gæti fundið fyrir einmanaleika á næstunni, jafnvel ístöðuleysi. Elín gæti haft það á tilfinningunni að hún ráði ekki við það erfiði sem ríkir núna en það gæti ekki ver- ið fjær sannleikanum. Hún má ekki leggjast niður í vonleysi held- ur þarf að rísa upp og takast á við framhaldið. Ójafnvægið og svart- sýni geta villt henni sýn en Elín þarf að horfa betur í kringum sig til að sjá allt það sem lífið hefur upp á að bjóða. Framtíðin er björt og enginn tími fyrir leiðindi. n Hanna Rún og Nikita eiga von á barni D anshjónin Hanna Rún og Nikita Bazev eiga von á sínu öðru barni saman, en fyrir eiga þau fimm ára gamlan son. Hanna Rún og Nikita gengu í það heilaga þegar að sonurinn var nýfæddur og geislar af þeim ham- ingjan, en hvernig eiga stjörnu- merki þeirra saman? Hanna Rún er krabbi en Nik- ita er tvíburi. Þegar þessi tvö merki koma saman getur sambandið orðið ansi áhugavert. Krabbinn er mjög tilfinningaríkur og á oft erfitt með að gera sig almennilega skilj- anlegan, en skýr skilaboð eru það sem tvíburinn treystir á. Því geta þessi tvö merki kennt hvort öðru ansi mikið. Tvíburinn er tungulipur og hvet- ur krabbann til að koma meira út úr skelinni, en krabbinn kennir tví- buranum að slaka á og vera í núinu, eitthvað sem tvíburinn á mjög erfitt með. Þessi tvö merki horfa á heim- inn mjög ólíkum augum og því þurfa þau að skilja og samþykkja hve ólík þau eru. Ef það gengur upp gengur sambandið eins og í sögu. Krabbinn er hjartað á heimil- inu og gerir allt sem hann getur til að fegra umhverfi sitt. Fjölskyldan er í fyrsta, öðru og þriðja sæti hjá krabbanum og gerir hann hvað sem er til að halda henni glaðri og tek- ur oft ákvarðanir án þess að hugsa. Tvíburinn er hins vegar mikill hug- suður og vill hafa allt útpælt áður en látið er til skarar skríða. Tvíbur- inn þarf hins vegar að gæta þess að veita krabbanum mikla ást og um- hyggju, því hann þrífst á henni. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.