Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 6
Vopnbúinn á Vesturbakkanum
Náttúruleg lausn við liðverkjum
Fæst í apótekum
Palestínskur mótmælandi mundar teygjubyssu í borginni Betlehem. Á sama tíma tóku hundruð hermanna sér stöðu í Ísrael en ástandið á svæðinu
virðist versna með degi hverjum. Fréttablaðið/EPa
Dómsmál „Ef menn ætla eitthvað
að fara að breyta þessu þá er bara
að horfa til dönsku framkvæmdar-
innar. Ef það koma upp risastór
smygl eða tilbúningur á fíkniefnum
er mjög eðlilegt að vera með rúm
refsimörk. Rúm refsimörk eiga
einmitt að auka svigrúm dómara
við ákvörðun refsingar,“ segir Jón
Þór Ólason, lögmaður og kennari
í refsirétti við Háskóla Íslands. Í
Fréttablaðinu í gær kom fram vilji
þingmanna til að skoða breytingar
á refsiramma í fíkniefnamálum.
Ellefu ára dómur yfir Mirjam
Foekje van Twuijver hefur sætt
mikilli gagnrýni síðustu daga fyrir
að vera of þungur. Mirjam kom
hingað til lands með sautján ára
dóttur sinni og rúm nítján kíló af
fíkniefnum.
Refsirammi fíkniefnabrota á
Íslandi er tólf ár. Í blaði gærdagsins
spurði Unnur Brá Konráðsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
hvaða refsingu þeir sem fremdu
alvarlegri brot en Mirjam, sem er
burðardýr, fengju ef þetta fordæmi
væri komið.
Samkvæmt Jóni Þór gildir sú
regla í dönskum og norskum
lögum að refsiramminn er ólíkur
fyrir ólík brot. Þannig getur
refsirammi fyrir vörslu neyslu-
skammta eða fyrir að vera burðar-
dýr verið annar en fyrir að standa
fyrir stórtækum innflutningi eða
framleiðslu á miklu magni harðra
fíkniefna. „Refsimörk íslensku
fíkniefnalaganna, tólf ár, eru allt
of mild. Í því ljósi er ég búinn að
benda á það lengi að í dönskum
lögum eru þeir með sérstaka
flokkun þar sem í sérstaklega
alvarlegum málum má nota refsi-
mörkin 16 ár. Almenna refsingin
er lægri,“ segir Jón Þór.
snaeros@frettabladid.is
Eðlilegt að hafa
tvöfaldan refsiramma
Lektor í lögum segir að sé vilji til breytinga á fíkniefnalögunum ætti að líta
til norskrar og danskrar dómaframkvæmdar. Höfuðpaurarnir í máli hinnar
hollensku Mirjam náðust ekki þrátt fyrir aðstoð hennar.
Mirjam nafngreindi og fann
Facebook- síður fólksins sem hún
sagði að hefði skipulagt innflutning-
inn. Um þrjá Hollendinga var að ræða:
Jeroen Bol, Nikki og Jeroen Knip. Leit
lögreglu bar hins vegar engan árangur,
að sögn Guðmundar Baldurssonar,
lögreglufulltrúa á Suðurnesjum.
„Við vitum ekki hvort hún sagði
satt og rétt frá en fólkið er til.“ En
hvers vegna var það ekki handtekið
og fært til yfirheyrslu? „Það eiginlega
var bara óviðráðanlegt. Það var bara
ekki til staðar þegar til átti að taka.
Það hafði flutt til annars lands.“ Var
ekki hægt að finna það í því landi?
„Það lá bara ekki fyrir hvert það
hafði farið en þau voru allavega
farin úr landi. En eins og ég segi, við
höfum ekkert nema hennar orð fyrir
því að þetta hafi verið fólkið sem
gerði þetta. Við komumst í raun bara
ekki lengra með það,“ segir Guð-
mundur.
Fundu hvergi höfuðpaurana
Jón Þór Ólason,
lögmaður og
lektor í refsirétti
Mirjam Foekje van twuijver, hollensk burðardýr. Mynd/Stöð 2
BanDaríkin Barack Obama Banda-
ríkjaforseti tilkynnti fulltrúadeild
þingsins í gær að 300 hermenn
yrðu sendir til Kamerún. Hermenn-
irnir munu manna nýja drónastöð
Bandaríkjahers þar í landi.
Drónastöðin mun hafa það mark-
mið að fylgjast með aðgerðum
skæruliðasamtakanna Boko Haram,
sem hliðholl eru Íslamska ríkinu.
Samtökin eru mestmegnis starf-
rækt í Nígeríu sem á landamæri að
Kamerún.
Um níutíu hermenn eru þegar
komnir til landsins ásamt nokkr-
um óvopnuðum Predatordrónum.
Hinir hermennirnir 210 munu
koma til landsins á næstu vikum að
sögn forsetaembættisins.
Þrátt fyrir að hafa aldrei beint
sjónum sínum að Bandaríkjunum
hefur Bandaríkjaforseti talsverðar
áhyggjur af uppgangi Boko Haram
en samtökin hafa valdið dauða
um tuttugu þúsund manns í Afríku
undanfarin ár.
Aðgerðirnar sem nú verður ráðist
í eru umfangsmestu aðgerðir Banda-
ríkjastjórnar gegn Boko Haram
til þessa. Áður hefur Bandaríkja-
her ráðist í eina aðgerð gegn Boko
Haram en áttatíu hermenn voru
sendir til Tsjad í fyrra til að hafa
uppi á 200 stelpum sem samtökin
tóku til fanga. – þea
Obama sendir 300
hermenn til Kamerún
Predatordróni á flugi.
nordicPhotoS/aFP
kína Fornleifauppgröftur í suður-
hluta Kína kollvarpar sýn fræði-
manna á fólksflutninga nútíma-
mannsins frá Afríku í fornöld.
Fólksflutningarnir sem leiddu til
dreifingu mannkyns um gjörvallan
heim voru áður sagðir hafa átt sér
stað fyrir 60.000 árum.
Kínverskir fræðimenn hafa hins
vegar fundið tennur í suðurhluta
landsins sem eru 80.000 ára gamlar
hið minnsta.
„Það er deginum ljósara að þessar
tennur eru úr nútímamanni. Það sem
kemur hins vegar á óvart er aldurinn,“
hefur BBC eftir Maríu Martinón-Tor-
res, doktor í fornleifafræði.
Tennurnar voru grafnar undir kalk-
steinslagi og segir Martinón-Torres
tennurnar því hljóta að vera eldri en
kalksteinninn. Það þýðir að tenn-
urnar séu á bilinu 80.000 til 125.000 ára
gamlar.
Hingað til hafa rannsóknir á erfða-
efni og fleiri þáttum bent til að allur sá
hluti mannkyns sem býr utan Afríku
hljóti að rekja rætur sínar til þeirra
manna er fluttust frá álfunni fyrir
60.000 árum. „Mögulega erum við í
raun og veru ættuð frá fólkinu sem
fluttist frá Afríku fyrir 60.000 árum.
Við verðum hins vegar að endurskoða
allt sem við vitum um það. Kannski
voru fleiri stórir fólksflutningar frá
Afríku,“ sagði Martinón-Torres. - þea
80.000 ára
gamlar tennur
fundust í Kína
Kínversku tennurnar eru
á bilinu 80.000 til 125.000
ára gamlar.
1 5 . o k t ó B e r 2 0 1 5 F i m m t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð