Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 64
Frumsýningar The Walk Ævintýra- og dramamynd Aðalleikarar: Joseph Gordon-Levitt, Charlotte Le Bon og Ben Kingsley Frumsýnd: 16.10.2015 IMDB 7,9 Rotten Tomatoes 86% Pan Fjölskyldu- og ævintýramynd Aðalleikarar: Hugh Jackman, Levi Miller, Rooney Mara, Garrett Hedlund og Amanda Seyfried. Frumsýnd: 16.10.2015 IMDB 6,1/10 Rotten Tomatoes 25% ÞresTir Aðalhlutverk: Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Pálmi Gests- son, Rakel Björk Björnsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Frumsýnd: 16.10. 2015 IMDB 7,7/10 Dramamynd Björn B. Björnsson kom til mín með hugmynd-ina um að gera þessa mynd. Við skrifuðum handritið en það leið nokkuð langur tími þar til kom- ist var í tökur. Það þurfti að telja Jóhönnu á að taka þátt og fá vilyrði frá Kvikmyndasjóði,“ segir Elísabet Ronaldsdóttir sem einnig klippir myndina. Myndin hefst á landsfundi Sam- fylkingarinnar og fylgst er með þegar Árni Páll Árnason tekur við af Jóhönnu sem formaður flokksins. Í kjölfar formannsskiptanna lætur Árni Páll af stefnu Jóhönnu sem reynt hafði að knýja nýja stjórnar- skrá í gegnum Alþingi. „Eins og vill oft verða þegar maður skrifar hand- rit að heimildarmynd þá ætluðum við nú að lokaniðurstaðan yrði önnur.“ Framleiðandi myndarinnar er Reykjavík Films, tónlistin í mynd- inni er eftir Tryggva M. Baldvinsson og kvikmyndatöku annaðist Jón Karl Helgason. „Við fengum Jón Karl til að skjóta myndina. Bæði er hann góður tökumaður og svo hefur hann afskaplega þægilega nærveru. Það skiptir miklu máli þegar verið er að fylgja einhverjum eftir á þennan hátt sem við gerum,“ segir Elísabet. Er þetta fyrsta íslenska heim- ildarmyndin sem fylgir stjórn- málamanni í valdastöðu eftir á umrótstímum. „Auðvitað hefði verið stórfenglegt að fá að fylgjast með stjórnarskrármálinu frá upp- hafi. En við náðum þarna tæpum þremur mánuðum. Við fáum að heimsækja bakherbergi, bæði á ríkisstjórnar- og flokksfundum, auk þess að sitja inni á skrifstofu hjá Jóhönnu og upplifa óritskoðuð viðbrögð hennar þegar ýmislegt dynur á.“ Auk þess að fylgja Jóhönnu eftir síðustu mánuði í embætti er stiklað á stóru yfir feril stjórnmála- konunnar sem settist fyrst á þing árið 1978 og sat óslitið til ársins 2013. Stjórnarskrármálið er aðalút- gangspunktur myndarinnar, þó að ýmis önnur mál hafi komið til kasta Jóhönnu á þessum tíma sem tökur stóðu yfir. „Ný stjórnarskrá var Jóhönnu hugleikin og má ímynda sér að hún hafi ætlað hana sem sína arfleifð. Þannig má telja verkið til tragedíu, þarna fer manneskja með miklar væntingar og sterka sýn en missir strax í upphafi tök á atburða- rásinni.“ Tvö ár eru síðan tökum lauk en í millitíðinni fór Elísabet erlendis að klippa kvikmyndina John Wick. „Ég þurfti að eiga fyrir salti í grautinn.“ Hún segir jafnframt oft erfitt að fá fullnægjandi styrk til að gera heimildarmyndir hér á landi. Heimildarmyndir þarfnast þolin- móðs fjármagns því oft krefjast þær langs tíma í bæði tökum og eftir- vinnslu, jafnvel nokkurra ára ef vel á að takast til. „Það þarf að styrkja grunninn fyrir þetta mikilvæga söguform. Við eigum fullt af góðum heimildarmyndum en fjárhagslega hefur þetta oft verið afgreitt sem heimilisiðnaður.“ Elísabet segir að þó að umfjöll- unarefni myndarinnar sé vissu- lega pólitískt þá nái verkið út fyrir ramma fréttaskýringar og mikið sé lagt upp úr mannlegum sam- skiptum og tilfinningum. „Ég upp- lifi myndina alls ekki sem einhvers konar flokkspólitíska árás á einn eða neinn. Við erum þarna lítil fluga á vegg að fylgjast með atburðarás og út frá einu sjónarhorni,“ segir hún og bætir við að vissulega sé dramatík í myndinni, það liggi í eðli sögunnar. „En trúverðugleikinn er okkur mikilvægur og við lögðum mikla áherslu á heiðarleika í allri vinnslunni.“ „Sem lýðræðisríki ber okkur skylda til að halda uppi samræð- um um hvernig okkur finnst Alþingi eiga að starfa og hvað við getum gert til þess að bæta lýðræðið. Ég treysti því að þetta verk okkar sé veglegt innlegg í slíka umræðu.“ Jóhanna – síðasta orrustan verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun klukkan 20.00. gydaloa@frettabladid.is Heimsóttu bakherbergi og upplifðu óritskoðuð viðbrögð í ýmsum aðstæðum Á morgun er heimildarmyndin Jóhanna – síðasta orrustan frumsýnd í Bíói Paradís. Myndin segir frá síðustu mánuðum Jóhönnu Sigurðardóttur í embætti forsætisráðherra Íslands. Björn B. Björnsson og Elísabet Ronaldsdóttir ásamt plakati myndarinnar Jóhanna - Síðasta orrustan. FRéttaBlaðið/VilhElm Stilla úr heimildarmyndinni Jóhanna - síðasta orustan. FÁRÁNLEGA FLOTTUR PAKKI FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT á 365.is Aðeins 310 kr. á dag 365.is Sími 1817 Vandað sjónvarpsefni og fjarskipti á frábæru verði Með Skemmtipakkanum fylgja sex sjónvarpsstöðvar. Spennandi íslenskir og erlendir þættir, kvikmyndir og vandað talsett barnaefni. Að auki fá áskrifendur internet, heimasíma, Stöð 2 Maraþon og aðild að Vild. Með því að greiða 1.990 kr. aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM. 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r48 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð bíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.