Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 24
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Ísland er stórt land, strjálbýlt og víða erfitt yfirferðar. Af þeim sökum eru flugsamgöngur nauðsynlegur samgöngumáti innanlands. Þeir sem helst þurfa að
reiða sig á innanlandsflug eru íbúar landsins sem búa
lengst frá höfuðborginni en þurfa að sækja þangað
þjónustu sem ekki er að fá annars staðar á landinu, t.d.
í heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni. Þjónustu sem
byggð hefur verið upp fyrir skattfé allra landsmanna
hvar sem þeir búa. Þessu til viðbótar þurfa íbúar lands-
ins að ferðast landshorna á milli vegna fundahalda,
námskeiða, íþróttaiðkunar og menningarstarfs, svo fátt
eitt sé nefnt.
En það er ekki á allra valdi að nota innanlandsflugið
til að komast á milli landshluta því fargjöldin eru svo
há. Íþróttafólk reynir að ferðast á afsláttarkjörum, svo-
kölluðu ÍSÍ fargjaldi. Aðeins er takmarkað sætaframboð
af þeim fargjöldum sem þýðir að oftar en ekki geta lið
í hópíþróttum ekki ferðast saman eða að greiða þarf
fyrir hluta hópsins fullt fargjald. Vegna þessa er ferða-
kostnaður mjög íþyngjandi fyrir íþróttafélög á lands-
byggðinni.
Dæmi um gríðarlegan kostnað er ef hjón með tvö
börn, 12 og 15 ára, eru bókuð frá Egilsstöðum til Reykja-
víkur og aftur til baka um næstu helgi. Það kostar fjöl-
skyldu þessa 189.200 krónur. Þessi gífurlegi kostnaður
hefur orðið til þess að fólk neyðist til að nota einka-
bílinn og eyða ómældum tíma í ferðalagið.
Við verðum að reyna að finna leið til að lækka þessi
fargjöld. Ein leiðin væri að skoða vel hvort eðlilegt þyki
að börn borgi fullorðinsgjald 12 ára gömul. Börn eru
börn samkvæmt lögum til 18 ára aldurs og ættu því að
borga barnagjald fram að þeim aldri. Einnig mætti ræða
hvort eðlilegt væri að byrja á að hækka aldurinn upp í
16 ára eða jafnvel vera með ungmennagjald fyrir 13-18
ára. Þetta geta verið fyrstu skrefin til að draga úr ferða-
kostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Ríkið verður síðan
að stíga fleiri skref til þess að allir landsmenn hafi jöfn
tækifæri til að nýta sér þjónustu fjarri heimabyggð. Við
sem búum á landsbyggðinni hljótum að eiga rétt á því.
Réttlát flugfargjöld fyrir alla
Ingibjörg
Þórðardóttir
varaþingmaður
VG
Við verðum
að reyna
að finna
leið til að
lækka þessi
fargjöld. Ein
leiðin væri
að skoða vel
hvort eðli-
legt þyki að
börn borgi
fullorðins-
gjald 12 ára
gömul.
Það verður
aldrei
hörgull á
örvæntingar-
fullu fólki
sem skipu-
leggjendur
fíkniefnainn-
flutnings geta
misnotað.
www.netto.is Kræsingar & kostakjör Frábær tilboð!
avocado
„Hass“ - 750 g net
288
ÁÐUR 575 KR/Kg
-50%
Að taka umræðuna
Stjórnarandstöðuþingmaður hefur
beðið um það síðan í upphafi árs
að ræða við forsætisráðherra um
afnám verðtryggingar. Sú beiðni
hefur verið ítrekuð oft. Forsætisráð
herrann hefur hins vegar ekki viljað
verða við þeirri beiðni og hefur
hundsað að ræða málið á þinginu.
Stjórnarandstaðan undrast að
verkstjóri ríkisstjórnarinnar geti
með þessum hætti komist undan
því að ræða við þingið eitt stærsta
kosningamál flokksins. Flokks
systkin forsætisráðherra sögðu í
síðustu kosningum, þó um óskylt
mál, að það væri hollt að taka
umræðuna. Ráðherrann er þeim
líkast til ósammála.
Lítið að frétta af vígstöðvum
Þingfundur í gær var 54 mínútur
að lengd ef frá er talið upphaf þing
fundar sem hófst á störfum þingsins
og tveimur ræðum um fundarstjórn
forseta. Daginn þar á undan stóð
þinghald í um 25 mínútur ef fyrir
spurnartíminn er dreginn frá. Það
er því ljóst að þingstörf fara óvenju
rólega af stað þetta haustið og stóru
húsnæðismál velferðarráðherra
bíða átekta. Ragnheiður Rík harðs
dóttir, formaður þingflokks Sjálf
stæðisflokksins, undrast af hverju
mál sem sannarlega voru tilbúin
til þings síðasta vor komi ekki
inn í þingið fyrr. Næg eru verkin
fram undan og því mikilvægt að
fá góða umræðu um húsnæðis
mál velferðarráðherra, sem skipta
miklu máli fyrir stóran hóp fólks í
landinu. sveinn@frettabladid.is
Í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjaness konu í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hefur hér á landi, fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóminn. Konan er útlensk og flutti efnin til landsins sem burðardýr. Samkvæmt fram-
burði hennar vissi hún af tilvist hluta efnanna en ekki öðrum.
Hún veitti lögreglu alla þá aðstoð sem hún gat við rannsókn
málsins, meðal annars nafngreindi hún þá sem afhentu henni
efnin, skipulögðu ferð hennar og aðra sem hún vissi að kæmu
að málinu. Hún tók þátt í tálbeituaðgerð til að upplýsa málið
frekar og ná þeim sem tækju við efnunum.
Í viðtali við Stöð 2 lýsti konan bágri stöðu sinni í undanfara
brotsins; hún var í verulegum fjárhagskröggum með börn á
framfæri, stundaði vændi og var í ofbeldissambandi. Hörmu-
legar aðstæður sem fæstir geta tengt við en réttlæta þó aldrei
innflutning á tugum kílóa af fíkniefnum. Slíkt er bannað með
lögum og fyrir það ber að refsa.
Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er tólf ár. Þrátt
fyrir að konan væri einungis burðardýr og sýndi mikinn sam-
starfsvilja til að upplýsa brotið þá fékk hún ellefu ára fang-
elsisdóm. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir lektor í refsirétti
að í dönskum og norskum lögum sé refsiramminn ólíkur fyrir
ólík fíkniefnabrot. Ramminn fyrir vörslu neysluskammta
eða fyrir að vera burðardýr getur verið annar en fyrir að
standa fyrir stórtækum innflutningi eða framleiðslu á miklu
magni harðra fíkniefna. Í blaði gærdagsins sagði Helgi Hrafn
Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ramminn refsaði frekar
fórnarlömbum fíkniefnabrota og einkenndist af dómhörku
og óðagoti. Helgi telur að endurskoða þurfi refsirammann.
Athugasemd þingmannsins er ekki úr lausu lofti gripin.
Dómar í fíkniefnamálum hafa þyngst upp úr öllu valdi. Eng-
inn eða að minnsta kosti ófullnægjandi greinarmunur virðist
vera gerður á skipuleggjendum eða höfuðpaurum annars
vegar og fótgönguliðum hins vegar. Fíkniefnabrotum hefur
fjölgað gríðarlega og nú er meðallengd fangelsisdóma þeirra
sem afplána í íslenskum fangelsum um sex ár. Á sama tíma
hefur brotum í flestum öðrum afbrotaflokkum fækkað.
Umrædd kona var leiksoppur í gróðaleik undirheima-
manna. Manna sem eru nægilega útsmognir til að halda sér
í hæfilegri fjarlægð frá brotinu sjálfu. Mannanna sem raun-
verulega hagnast á innflutningi og sölu fíkniefna. Manna í
fínum húsum, á fínum bílum sem finna fólk eins og hana til
að vinna fyrir sig skítverkin.
Eins aðkallandi og það er að hætta að refsa fólki fyrir að
vinna sjálfu sér skaða með neyslu fíkniefna, þá er jafn aðkall-
andi að endurskoða almennt refsingar í fíkniefnamálum. Það
verður aldrei hörgull á örvæntingarfullu fólki sem skipu-
leggjendur fíkniefnainnflutnings geta misnotað. Hver er til-
gangurinn með því að kippa fólki eins og fyrrgreindri konu út
úr samfélagi manna í rúman áratug? Og nú þegar burðardýr
hefur nánast sprengt refsirammann; hvað á að gera ef höfuð-
paurarnir nást? Varla að hækka refsirammann enn og aftur.
Staðreyndin er sú að kerfið eins og það er í dag virkar ekki.
Langflestir sem verða fyrir barðinu á því eru fórnarlömb og
sjúklingar sem við ættum að hjálpa í stað þess að láta þá dúsa
í tukthúsinu árum saman. Það verður að vona að kjörnir
fulltrúar okkar sýni skynsemi og endurskoði refsingar í fíkni-
efnamálum. Nýting dómstóla á refsirammanum í þessum
einstaka málaflokki umfram aðra sýnir að löggjafarvaldið
verður að grípa inn í.
Refsigleðin
1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
SKOÐUN