Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 52
20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í
undanriðli fyrir stórmót og bætti
metið frá því í síðustu undankeppni
um þrjú stig.
+11
Íslenska liðið var með
markatöluna 17-6 í 10
leikjum sínum í A-riðli og
hefur aldrei áður verið með
betri markatölu í einni undan-
keppni. Gamla metið var frá því í
undankeppni EM 2000 þegar liðið
var með 5 mörk í plús (12-7).
6&6
Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik
íslenska liðsins í undankeppni EM
2016 því íslenska liðið fékk sex mörk
á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu
leikjum. Ísland hafði mest áður
haldið fimm sinnum hreinu í
einni undankeppni.
2af9
Íslenska liðið náði aðeins
í tvö af níu stigum í boði
í síðustu þremur leikjum
sínum í A-riðlinum. Það voru bara
Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í
síðustu þremur umferðum riðilsins.
6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en
hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6
mörk í undankeppni HM 2006.
1 Ragnar Sigurðsson var eini leik-maður íslenska
liðsins sem spilaði allar
900 mínúturnar í leikjum
Íslands í undankeppninni.
Gylfi Þór Sigurðsson kom
næstur með 889 mínútur
og Birkir Bjarnason var inni á
vellinum í 867 mínútur.
8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppn-inni. Gylfi Þór Sigurðs-
son skoraði 6 mörk og Kolbeinn
Sigþórsson var með 3 mörk en þeir
aron Einar Gunnarsson og
Birkir Bjarnason skoruðu
báðir tvö mörk. Eiður
Smári Guðjohnsen,
Jón Daði Böðvarsson,
Ragnar Sigurðsson og
Rúrik Gíslason komust
líka allir á blað.
0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugar-dalsvellinum
í þessari undankeppni
og er það í fyrsta sinn
sem íslenska karla-
landsliðið er taplaust
á heimavelli í einni
undankeppni.
22+2
Birkir Bjarnason fiskaði
bæði flestar aukaspyrnur
(22) og flestar víta-
spyrnur (2) í keppninni.
Birkir fékk vítaspyrnu í
báðum leikjum Íslands
á móti Hollandi. Gylfi
Þór Sigurðsson fékk
næstflestar aukaspyrnur,
einni fleiri en fyrirliðinn
Aron Einar Gunnarsson.
94%
Theódór Elmar Bjarnason var
með besta sendingarhlutfallið
innan íslenska liðsins sam-
kvæmt opinberri töl-
fræði UEFA en 144 af
154 sendingum hans
heppnuðust. Sendingar
Ragnars Sigurðssonar
(396 af 442) og Emils
Hallfreðssonar (197 af
218) heppnuðust einnig
í 90 prósentum tilvika.
10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn
á bak við 10 af 17 mörkum
íslenska landsliðsins í A-
riðlinum. Hann skoraði
sex mörk sjálfur, gaf
þrjár stoðsendingar
og þá var fylgt á eftir
einu skota hans. Birkir
Bjarnason átti þátt í fimm
mörkum og Kolbeinn Sigþórs-
son átti þátt í fjórum mörkum.
1-45
Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt
einasta mark á fyrstu 45 mínútum
leikja sinna í keppninni. Eina
markið sem íslensku strák-
arnir fengu á sig í fyrri
hálfleik kom í uppbótar-
tíma fyrri hálfleiks úti í
Tékklandi.
36 Íslenska karla-landsliðið náði í 36 stig
út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur
undankeppnum sínum undir stjórn
Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM
2016) en var bara með samtals 34 stig í
húsi í fimm undankeppnum sínum frá
EM 2004 til EM 2012.
15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í
undankeppni HM 2014. Íslensku strák-
arnir skoruðu bara tvö mörk í þremur
síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og
enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða
tveimur mörkum færra en í undan-
keppni HM 2014.
4% Íslenska landsliðið var yfir í
398 mínútur í tíu leikjum
sínum í A-riðlinum (44
prósent leiktímans) en
mótherjar liðsins voru
aftur á móti aðeins yfir í
samtals 35 mínútur eða
4 prósent leiktímans.
36-6-13
Eiður Smári Guðjohnsen bætti met
Guðna Bergssonar yfir lengsta lands-
liðsferilinn þegar hann spilaði (18
ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði
á móti Kasakstan í mars en Eiður varð
um leið sá fjórði elsti til að skora í
undankeppni EM frá upphafi á eftir
þeim Jari Litmanen, John Aldridge og
Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða
og 13 daga).
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurskrifaði
íslenska íþróttasögu með því að tryggja sér sæti á
stórmóti í fyrsta sinn en liðið spilaði sinn tíunda og
síðasta leik í Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. Frétta-
blaðið skoðar í dag hvernig strákarnir okkar tryggðu
sér sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016 út frá
nokkrum athyglisverðum tölum úr undankeppninni.
Tíu tímamótaleikir í tölum
dominosdeildin.is
SNÆFELL
Stefán Karel Torfason
HAUKAR
Helena Sverrisdóttir
GRINDAVÍK
Jóhann Árni
Ólafsson
kki.is
1 5 . o K T ó B E R 2 0 1 5 f I M M T U D a G U R36 S p o R T ∙ f R É T T a B L a ð I ð