Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 26
Við hófum merkilega lýðræðis-tilraun með breytingaferli á stjórnarskrá með þátttöku þjóðarinnar á síðasta kjörtímabili. Þessi tilraun hefur vakið athygli um allan heim og er enn grunnur hug- mynda um breytingar. Í umræðu und- anfarið hefur borið á því að aðstæðum í lok síðasta kjörtímabils sé lýst þann- ig að þáverandi stjórnarflokkar hafi haft í hendi sinni að samþykkja full- búna stjórnarskrá. Svo var ekki. Ég kom að stjórnarskrármálinu sem nýr formaður Samfylkingarinnar undir lok síðasta kjörtímabils þegar nokkrar vikur voru eftir af þingi. Málið var þá ennþá í meðferð í þing- nefnd en framundan var að freista þess að koma því heilu í höfn. Þingstuðning skorti Strax var ljóst að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn voru ekki tilbúnir til samninga um afgreiðslu málsins í heild og höfðu til þess sterka stöðu vegna þess hversu stutt var í þinglok og kosningar. Sjálfstæðismenn voru tilbúnir til að tala málið í kaf og töldu það vænlegt til vinsælda í aðdraganda kosninga. Það flækti málið enn frekar, enda þarf ný stjórnarskrá samþykki tveggja þinga og þeir flokkar sem voru að mælast með meirihlutafylgi voru harðir á móti málinu. Í byrjun mars 2013 var endanlega ljóst, eftir samtöl við þingmenn Sam- fylkingar, Vinstri grænna og fleiri, að ekki væri fær leið til afgreiðslu máls- ins í heild. Málið var þá fyrst að koma fullbúið frá þingnefnd til 2. umræðu og þá voru sjö þingfundadagar eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Eina leiðin sem var fræðilega fær til að afgreiða málið var að beita því ákvæði þingskapa sem sviptir minnihlutann á Alþingi málfrelsi og bindur enda á umræðu. Forsenda beitingar þess er að umræða hafi dregist úr hófi, en 2. umræða um málið var sem fyrr segir rétt að hefjast. Jafnvel þótt skilyrðin hefðu verið uppfyllt, var ekki meiri- hluti þingmanna fyrir beitingu þessa ákvæðis til að koma stjórnarskránni í heild í gegn. Við margreyndum síðar að ná meirihluta til að koma í gegn með hörðu afmarkaðri breytingum, en það tókst ekki heldur. Það var því engin leið fær. Skot í fótinn? Þegar ég tjáði mig um það að ekki ynnist tími til að ljúka málinu í heild var ég ekki að segja neinar fréttir, heldur einfaldlega að greina frá aug- ljósri staðreynd. Var ég að skjóta mig í fótinn og gera mér samninga um framhald málsins erfiðari? Nei, því stjórnarandstaðan var fullkomlega meðvituð um það hvað tímanum leið og um þá óeiningu sem var innan stjórnarmeirihlutans um afgreiðslu málsins. Klukkan gekk á okkur, ekki þá. Eftir á að hyggja voru það mistök af mér að greina frá þessari staðreynd opinberlega að félögum mínum óvið- búnum og kalla þannig svikabrigsl yfir mig og Samfylkinguna. En miðað við stöðuna blasti ekkert annað við en að málið myndi tapast í þingsal. Það var gríðarlega mikilvægt að halda málinu á lífi og grafskrift þess mátti ekki verða málþóf á þingi, án nokk- urs fyrirheits um framhald á nýju kjörtímabili. Hvernig svo sem þessi staða varð til leit ég svo á að formaður Samfylkingarinnar bæri ábyrgð á að koma málinu í farveg. Ég tók alvarlega umboðið úr þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 20. október 2012 um að þjóðin vildi að lagt yrði fyrir Alþingi frum- varp byggt á tillögum stjórnlagaráðs og taldi mig skuldbundinn að virða þann vilja, óháð örlögum málsins í þessu tímahraki. Ef við hefðum haldið áfram að þrjóskast við hefði tækifærið til að byggja málinu framtíð á nýju kjörtímabili farið forgörðum. Framhald gert mögulegt Með samþykkt nýs tímabundins breytingaákvæðis við stjórnarskrána, sem við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar gerðum tillögu um, tókst að gefa fyrir- heit um frekari vinnu við stjórnar- skrárbreytingar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Í krafti þess ákvæðis var eftir kosningar samið við nýjan stjórnarmeirihluta um áframhald vinnu við stjórnarskrárbreytingar og nú hillir mögulega undir samkomu- lag fulltrúa allra flokka um ákvæði um þjóðareign á auðlindum, þjóðar- atkvæðagreiðslur, fullveldi og nátt- úruvernd. Þessi vinna hefði aldrei átt sér stað á miðju kjörtímabili, ef ekki hefði verið vegna þess að okkur tókst að búa til þrýsting með samþykkt nýs breytingaákvæðis undir lok síðasta kjörtímabils. Það hefur verið nefnt sem mistök af minni hálfu að halda málinu ekki til streitu og láta reyna á vilja meirihluta þings til að binda enda á umræðu, taka málfrelsið af minnihlutanum og ganga til atkvæða um málið. Ég er ósammála því. Slík atburðarás hefði leitt okkur til ósigurs, því við höfðum ekki nægan stuðning til að tryggja framgang slíkrar tillögu. Stjórnar- meirihlutinn hefði þá farið tvístraður til kosninga, með ósigur í þessu stóra máli ríkisstjórnarinnar í farteskinu og án þess að nokkur önnur mál fengjust afgreidd. Stjórnarsamstarfið við VG hefði verið í uppnámi. Það er skrýtinn liðsforingi sem teflir liði sínu í öruggan ósigur og hetjudauða í stærsta málinu nokkrum vikum fyrir kosningar, í stað þess að leita eftir áfangasigri. Má beita öllum meðölum? Til að taka af allan vafa hafði ég rót- gróna og djúpstæða andstöðu gagn- vart því að svipta minnihlutann málfrelsi í jafn stóru máli og hér um ræðir. Ákvæði þingskapa um að taka málfrelsið af minnihlutanum hefur ekki verið beitt nema í undantekn- ingartilvikum og aldrei á síðustu ára- tugum. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur hafa setið í ríkisstjórn drýgstan hluta lýðveldistímans og vinstrihreyfingin á Íslandi hefur reitt sig á aðgang að ræðustól Alþingis til að hafa áhrif á framgöngu meirihlutans. Þannig töfðum við fjölmiðlalögin og þannig komum við í veg fyrir að vatnið væri einkavætt á sínum tíma. Ég hef alla tíð gagnrýnt harkalega það hráa meirihlutaræði sem hefur einkennt íslensk stjórnmál og talað fyrir aukn- um áhrifum minnihlutans og meðal annars rétti hans til að vísa málum í þjóðaratkvæði. Á meðan að ég var í meirihluta gagnrýndi ég oft félaga mína í meirihlutanum fyrir að ganga of hart fram gagnvart minnihlutanum og aflaði mér ekki alltaf vinsælda með því. Prófsteinninn á lýðræðisviljann er hins vegar ekki hvernig manni líður þegar maður er sjálfur borinn atkvæðum, heldur hvað maður gerir þegar maður er í aðstöðu til að bera aðra atkvæðum. Það er freistandi að sannfæra sjálfan sig um að í lagi sé að ganga hart fram í þetta eina skipti, því maður viti sjálfur að maður hefur rétt fyrir sér. En nákvæmlega þannig verður yfirgangurinn samtalinu yfir- sterkari. Ég er lýðræðisjafnaðarmaður af hugsjón og hef aldrei getað samrýmt það þeirri hugsjón að taka grundvall- arrétt af minnihlutanum, sama hversu sannfærður ég er um að ég hafi rétt fyrir mér. Markmið lýðræðisjafnaðar- manna á að vera að auka rétt minni- hlutans, ekki að grafa undan honum. Ekki bara stundum heldur alltaf. Skelfilegt fordæmi Ef við hefðum farið áfram með stjórnarskrármálið, með einhvers konar hótun um afnám málfrelsis minnihlutans í farteskinu, hefðum við alltaf lent á vegg því stuðningur- inn var ekki fyrir hendi. En það sem verra er: Við hefðum skapað fordæmi sem ekki hefði verið aftur tekið og veikt stöðu íslenskrar vinstri hreyf- ingar næstu áratugina. Við hefðum glatað þeim neyðarhemli sem stjórnarandstaðan hefur ítrekað nýtt á þessu kjörtímabili. Ný ríkisstjórn hefði getað komið að málum með öðrum hætti og getað keyrt öll mál í gegn. Það væri þá að öllum líkind- um búið að samþykkja lög um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefði tryggt einkaeignarrétt að fiskveiði- heimildum, búið að lækka varanlega auðlindagjöld langt umfram það sem þegar hefur verið gert, búið að gefa völdum útgerðum makrílkvótann, búið að afturkalla aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu með bindandi hætti og búið að rústa rammaáætlun og leggja af stað í allar átta virkjanirnar sem Jón Gunnars- son hefur reynt að þjösna í gegnum þingið. Við hefðum þá greitt hátt verð fyrir engan árangur. Lýðræðistilraunin heldur áfram Samfylkingin getur verið stolt af málafylgju sinni þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum. Við hófum merkilega lýðræðistilraun með þjóð- fundum, skipan stjórnlaganefndar og með beinni kosningu til stjórnlaga- þings, síðar stjórnlagaráðs og lögðum mikið afl í að koma þeirri vinnu áfram til afgreiðslu á Alþingi. Það tókst ekki að ljúka málinu í heild. Það var vegna andstöðu annarra, ekki vegna uppgjafar okkar. Þvert á móti höfum við haldið allri þessari vinnu og öllum þessum hugmyndum til haga í þeirri vinnu að stjórnarskrár- breytingum sem síðan hefur átt sér stað. Þannig virðum við umboðið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 20. október 2012 og berjumst áfram fyrir stjórnarskrárbreytingum með þátt- töku þjóðarinnar. Áfangasigur eða hetjudauði – um valkosti í stjórnarskrármálinu í mars 2013 Áhugi ungs fólks á klassískri söngmenntun á Íslandi er mikill og er það ákaflega ánægjulegt. Íslendingar eru söng- elskir og fjöldi íslenskra óperu- söngvara á glæstan feril hér heima og erlendis. Nú er staðan þannig að öllum söngkennurum við Söngskóla Sigurðar Demetz hefur verið sagt upp. Ástæðan er sú að skólinn sér ekki fram á að geta starfað áfram eftir áramót án þess að steypa sér í miklar skuldir. Vandi skólans og annarra tónlistarskóla í Reykjavík á rætur sínar að rekja til deilna ríkis- ins og Reykjavíkurborgar um hver eigi að borga nám á mið- og fram- haldsstigi í söng. Án þess að vita hvort fjárveiting fæst frá Reykjavíkurborg og/eða ríkinu geta skólar eins og Söngskóli Sigurðar Demetz ekki haldið starf- seminni áfram. Ég er ákaflega þakklát mínum söngkennurum í gegnum tíðina og þau hafa öll haft mikil áhrif á mig. Eftir að ég fór sjálf að kenna, hef ég notið þess að deila þekkingu minni með nemendum og sjá þau þroskast og eflast sem listamenn. Það góða starf sem fer fram í Söng- skóla Sigurðar Demetz hefur skilað mörgum góðum söngvurum út í söngheiminn og ég er stolt af því að vinna með þeim listamönnum sem þar eru. Það væri mikill skaði fyrir söng- list á Íslandi ef skólinn getur ekki haldið starfi sínu áfram. Ég skora á þá sem með málið fara að standa vörð um söngnám hér á landi og leysa þennan vanda sem við blasir fljótt og farsællega. Stöndum vörð um söngnám Var ég að skjóta mig í fótinn og gera mér samninga um framhald málsins erfiðari? Nei, því stjórnarandstaðan var full- komlega meðvituð um það hvað tímanum leið og um þá óeiningu sem var innan stjórnarmeirihlutans um afgreiðslu málsins. Klukkan gekk á okkur, ekki þá. Mánudagskvöldið 12. októ-ber hélt ísraelskur blaða-maður og rithöfundur, Ben-Dror Yemini að nafni, fyrir- lestur undir ofangreindri fyrirsögn við húsfylli á Grand Hóteli. Fyrirlest- urinn var þrútinn af kunnuglegum rökum málsvara Ísraelsstjórnar um vonsku palestínsku forystunnar, mildi og mannúð ísraelska hersins og hræðilegar fyrirætlanir araba- leiðtoga fyrr og síðar. Síðast en ekki síst staðhæfði hann að það nánast einhliða blóðbað, sem Ísraelsmenn hafa staðið fyrir síðustu ár, sé smá- munir einir miðað við illvirki ann- arra stríðsherra. Grunnmórallinn var í raun hin þekkta mantra, sem forystumönn- um Ísraelsríkis er svo tamt að þylja, að ef þeir skyldu reynast vera fantar og skepnur þá séu allir hinir enn þá meiri fantar og skepnur. Eins og við var að búast gerði ræðumaður sér mikinn mat úr hinum furðulegu sinnaskiptum höfundar Goldstone-skýrslunnar og að sjálfsögðu velti hann okkur Reykvíkingum upp úr samþykktum okkar seinheppnu borgarstjórnar. Einnig reyndist hann vel upplýstur um innanhópserjur meðal íslenskra múslíma og gerði sitt besta til að hræða fundarmenn með sinni túlkun á þeim. Óleikur og bjarnargreiði Hann hélt því blákalt fram að stuðningur við baráttu Palestínu- þjóðarinnar gegn ofureflinu væri hinn mesti óleikur og bjarnargreiði. Þeir sem legðu þessari baráttu lið væru að vísu ekki endilega illa inn- rættir heldur væru þeir nytsamir sakleysingjar. Í gegnum allan sinn langa fyrirlestur hamraði Yemini á þeirri nýstárlegu hugmynd að Ísra- elsríki þurfi nú að berjast við enda- lausar tilraunir hinna virðulegustu fjölmiðla til að afflytja málstað þess, blekkja og jafnvel falsa fréttir. Þetta má heita að hafi verið rauður þráður í máli hans. Kvartanir Yeminis undan vonsku vestrænna fjölmiðla eru að mínu mati vitahaldlausar og varpa engu ljósi á þá erfiðu stöðu, sem Ísraels- ríki er komið í gagnvart almenn- ingi á Vesturlöndum. Í sögulegu ljósi held ég að óhætt sé að fullyrða að almenningsálitið hafi löngum verið hliðhollt Ísraelsríki, sem fólki var gjarnt að skoða í anda frásagnar Fyrri Samúelsbókar um viðureign Davíðs og Golíats. Síðustu tíu árin eða svo hefur sá skilningur farið vaxandi að þeir Davíð og Golíat hafi skipt um hlutverk. Þessa þróun mála geta ísraelsk stjórnvöld kennt sjálfum sér um og engum öðrum. Eftir fyrirlesturinn fékk Yemini nokkrar fyrirspurnir og þar á meðal eina um mat hans á stöðu Ísraels- ríkis eftir tíu ár. Hann svaraði á þá leið að Ísraelsmönnum liði nú betur en oft áður og mundi líða enn betur eftir tíu ár. Hins vegar kviði hann framtíðinni frekar fyrir hönd Palestínumanna. Þetta var hraust- lega mælt í ljósi þess að allur fyrir- lesturinn var ein samfelld kvörtun undan versnandi viðmóti umheims- ins gagnvart þjóð hans og forystu- mönnum hennar. Iðnaður lyganna Vandi skólans og annarra tónlistarskóla í Reykjavík á rætur sínar að rekja til deilna ríkisins og Reykjavíkurborgar um hver eigi að borga nám á mið- og framhaldsstigi í söng. Hanna Dóra Sturludóttir óperusöngkona og söngkennari Þorbjörn Broddason prófessor Árni Páll Árnason formaður Sam- fylkingarinnar Kvartanir Yeminis undan vonsku vest- rænna fjölmiðla eru að mínu mati vitahaldlausar og varpa engu ljósi á þá erfiðu stöðu, sem Ísraelsríki er komið í gagnvart almenningi á Vesturlöndum. 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.