Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 62
Á sýningunni Geimþrá í Ásmundarsafni Lista-safns Reykjavíkur eru verk eftir listamenn sem hver um sig hefur sett mark sitt á íslenska
listasögu 20. aldar, einkum þegar litið
er til þrívíðrar myndlistar. Auk verka
Ásmundar Sveinssonar (1893–1982)
eru á sýningunni verk eftir Gerði Helga-
dóttur (1928–1975), Jón Gunnar Árna-
son (1931–1989) og Sigurjón Ólafs-
son (1908–1982). Öll voru þau undir
áhrifum frá módernisma síðustu aldar
þegar trú á nýjungar og tækni var drif-
kraftur bæði vísinda og lista.
Sýningarstjórar eru þau Klara Þór-
hallsdóttir og Heiðar Kári Rannvers-
son og Klara segir að titill sýningar-
innar sé sóttur í samnefnt verk eftir
Ásmund Sveinsson. „En það er líka
afar viðeigandi að vera með þessa sýn-
ingu hér í Ásmundarsafni því safnið
er gætt þeim eiginleikum að það eru
svo mörg ólík og óvænt rými í þessu
húsi. Rými sem skapa þá stemningu
að maður getur leikið sér svolítið með
verkin og leyft hverju verki að njóta
sín í sínu rými. Að auki þá er birtan
hérna svo stórkostleg, sérstaklega
fyrir þrívíð verk, enda er húsið byggt
fyrir þrívíð verk. Hugmyndin að sýn-
ingunni er líka að vissu leyti sprottin
frá húsinu enda höfum við stundum
verið að grínast með að það sé svolítið
eins og geimstöð.
Við erum þarna með listamenn
sem flokka sig sem módernista og
eru okkar aðalmyndhöggvarar en
eitt af því sem sameinar þau er hvað
þau eru mikið með hugann við
himintunglin og hvað er handan við
tunglið. Þessar skírskotanir er að finna
í verkum þeirra allra, þó svo að það sé
misbókstaflega, en Gerður nálgaðist
þetta á dálítið annan hátt en karl-
arnir. Hún var mikið í dulspeki, en
þessi dulspekifræði sem hún kynnti
sér og stundaði í mörg ár eru mikið til
byggð á stjörnufræði og það endur-
speglast talsvert í verkunum hennar,
bæði í formi og tákni. Maður sér þessi
hvirfilform birtast og þau minna á
himingeiminn og hvernig hreyfingin
er í himingeimnum.
Nálgun karlanna er að mörgu leyti
svolítið tæknilegri og þá sérstak-
lega Jóns Gunnars, sem notaði mikið
vélaparta og annað slíkt í sínum
verkum. Hann er líka aðeins seinna á
ferðinni en hin þrjú. Tæknin sést þó
líka hjá Ásmundi en hann er líka að
nota fundin efni í sín verk, eins og t.d.
í verki sem heitir Geimdrekinn, og
hann reyndar hitti tilvonandi geimfara
á Íslandi. Hann vísaði í þessa geimfara
og var mjög uppveðraður yfir þeim og
að þeir væru hérna á Íslandi en í næstu
andrá yrðu þeir bara staddir á tunglinu.
En það sem einkennir sérstak-
lega sýn þessara listamanna, allavega
Ásmundar, Gerðar og Sigurjóns, er að
þetta er á þeim tíma sem framtíðin
er svo björt. Síðan kemur Jón Gunn-
ar með aðeins myrkari sýn á þessa
framtíð, vangaveltur um hvað verður
eiginlega um okkur með allri þessari
vélvæðingu. Á þetta ekki bara eftir að
hafa neikvæð áhrif og tortíma mann-
kyninu og náttúrunni? Þannig að það
er þarna ákveðinn kynslóðamunur
sem má einnig finna í vísindaskáld-
skap þar sem vísindin eru okkur ýmist
til framfara eða tortímingar.“
Frá Íslandi út í geim og aftur heim
Á morgun kl. 18 verður opnuð í Ásmundarsafni sýningin Geimþrá. Þar er að finna verk fjögurra íslenskra
listamanna sem áttu það sameiginlegt að skoða alheiminn með einum eða öðrum hætti í list sinni.
Bækur
Leyniturninn á Skuggaskeri
HHHHH
Höfundur: Sigrún Eldjárn
Útgefandi: Mál og menning
Í bókabúð mætti undirrituð ungri
stúlku nýlega, sem þangað var
mætt ásamt móður sinni á útgáfu-
degi til að fjárfesta eigin vasapen-
inga í nýjustu bók Sigrúnar Eldjárn
um börnin í útlegðinni á Skuggas-
keri. Bókin ber titilinn Leyniturn-
inn á Skuggaskeri. Sú stutta beið
ekki boðanna að hefja lestur og
fréttist af henni á matsölustað
seinna sama kvöld þar sem hún
gleypti bókina í sig af áfergju.
Enda ekki skrýtið, síðasta
bók um hin friðelskandi
útlegðarbörn, Draugagangur
á Skuggaskeri, var æsispenn-
andi og skildi lesendur eftir
með öndina í hálsinum. Og
biðin var þess virði. Sigrún
hefur enn á ný skapað spenn-
andi fléttu ólíkra sjónarhorna, en
það er eitt aðaleinkenni bókanna;
kaflarnir eru sagðir út frá sjónar-
hóli einnar persónu í senn og texti
hvers kafla er auðkenndur með
viðeigandi lit.
Kaflarnir eru stuttir, aldrei
lengri en fimm blaðsíður. Þannig
ætti að vera auðvelt að leggja frá
sér bókina þegar kallað er í kvöld-
matinn, en sú er ekki raunin, því
kaflalengdin veldur því að les-
andinn hugsar „ég les bara einn í
viðbót …“ í sífellu þar til bókin er
búin.
Bækurn-
ar segja frá systkin-
unum Reyni og Björk frá Austur-
hlíð og þeim Hring, Línu, Önnu og
Betu frá Vesturhlíð. Þau struku að
heiman því Fagridalur var stríðs-
hrjáð svæði og þar leið þeim ekki
vel. Í síðustu bók kynntust þau
Karra sem alla tíð hefur búið á
Skuggaskeri sem og Soffíu sem
faldi sig þar í lok síðustu bókar.
Í þessari bók kynnumst við
Soffíu betur, auk þess sem við
komumst til botns í ráðgátu sem
tengist lífi þeirra allra – og raunar
allra jarðarbúa. Þau eru nefnilega
alls ekki ein á Skuggaskeri.
Krakkarnir eru slyngir
og ráðagóðir og skáka
oftar en ekki þeim full-
orðnu, enda eru þeir
gjarnan blindaðir af græðgi
og ósætti. Persónusköpun
er stórskemmtileg, undir-
rituð var sérstaklega ánægð
með hve mikill töggur er í
stelpunum, ekki síst yngstu
tvíburasystrunum tveimur
sem alltaf eru með eitthvað
á prjónunum og deyja aldrei
ráðalausar. Hin ljóshærða
og fíngerða Soffía var einnig í
miklu uppáhaldi, einkum og sér
í lagi vegna munnsöfnuðar sem
minnir á versta sjóara. Hressandi
tungutak í barnabók.
Boðskapur bókarinnar er afar
skýr og talar gegn stríði. Höfundur
laumar mikilvægum upplýsingum
að lesendum sínum: Eftir því sem
þið eldist mun græðgin reyna að
ná tökum á ykkur og hún getur
verið blindandi. Allir geta tekið
þátt í að sporna við stríði, aðeins
með því að standa saman, með
friði í liði. Og þótt líf barnanna sé
vafalaust skemmtilegra en flótta-
fólks samtímans má kannski
nota bókina til að ræða við börn
um stöðu mála í dag. Halla Þórlaug
Óskarsdóttir
NiðurStaða: Spennandi og vel skrif-
uð fantasía sem heldur lesandanum frá
fyrstu blaðsíðu. Sagan er táknræn og
býður upp á spjall um alvörumálefni, en
söguefnið á vel við samtímann.
Strokubörnin mætt til leiks á ný
Klara Þórhallsdóttir og Heiðar Kári Rannversson, sýningarstjórar að Geimþrá í Ásmundarsafni, í óða önn að setja upp sýninguna. FRéttablaðið/anton
HuGmyndin að
sýninGunni er líka
að vissu leyti sprottin frÁ
Húsinu enda Höfum við
stundum verið að Grínast
með að Það sé svolítið eins
oG Geimstöð.
Magnús Guðmundsson
gun@frettabladid.is
1 5 . o k t ó B e r 2 0 1 5 F i M M t u D a G u r46 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð