Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 32
Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóv enz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrr- verandi yfirmann stjórnsýslu Orku- stofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarð- hita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af tíu á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr fimm virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjón- arhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfs- manni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endur- skoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarð- hita og hvernig hefur hún reynst? Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni meðal annars: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um ára- tuga skeið haldið fram því sjónar- miði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vaf- ans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hita- veitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforku- framleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álfram- leiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélög- unum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnis- merki um ofmat á afli jarðhitasvæð- anna á Reykjanesi og í Henglinum. P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orku- öryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkj- anasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfund- ar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim. Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst? Gunnlaugur H. Jónsson fv. innri endur- skoðandi Nú standa hálfbyggð mann- virki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum. LAUGARDAGA FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA MIÐVIKUDAGA FÖSTUDAGA MIÐVIKUDAGA SUNNUDAGA MÁNUDAGAÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ÞRIÐJUDAGA ÞRIÐJUDAGA MÁNUDAGA Það verður boðið upp á margt nýtt og spennandi á Stöð 3 í vetur. Á dagskrá verður fjöldi nýrra spennu- og grínþátta sem enginn má missa af. Vertu með okkur í vetur, þú finnur örugglega þætti við þitt hæfi á Stöð 3. HEILL HELLINGUR AF NÝJUM ÞÁTTUM Á STÖÐ 3 PI PA R\ TB W A • S ÍA 365.is Sími 1817 STÖÐ 3 + ENDALAUST TAL + 1 GB Í GSM = 1.990 kr. til 1. nóvember Fáðu Stöð 3 á betra verði í haust HEFST Í DAG! 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.