Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 36
Fólk| tíska Ég reyndi að gera hálsmen úr gömlu úrverki en þau reyndust of viðkvæm. Ég kaupi því hjólin í þessi men. Ég geri mismunandi men og hringi, af öllum stærðum og gerðum og það er gaman að setja þau saman á mismunandi máta,“ segir Hulda Dröfn Atladóttir, fatahönnuður í Leynibúðinni, en hún hannar hálsmen og hringi úr litlum tann- hjólum og keðjum. „Steampunk er inn núna og þetta er í þeim anda,“ segir Hulda en steampunk-tíska sækir innblástur sinn til vísindaskáld- sagna sem byggja á gufuvélum og iðnbyltingu nítjándu aldarinnar. Tannhjól, keðjur, sjóngler og ýmiss konar undarlegar græjur eru áberandi í bland við viktorísk klæði. „Ég hafði verið að gera men með lyklum og skráargati og einu og einu tannhjóli og komst svo í þetta úrval og fór að gera meira af þessu. Þetta er rosa vinsælt. Fyrir nokkrum árum var enginn spenntur fyrir þessu en núna er greinilega tíminn. Það er til dæmis mikið í tísku núna að vera með „chokera“ og ég fór að gera „steampunk chokera“ úr tannhjólum. Menin eru mis- löng og hægt að stytta og lengja í keðjunum. Það er flott að vera með einn choker og annað sítt men líka um hálsinn,“ segir Hulda og ætlar sér að bæta við fleiri munum í línuna. „Ég mun fljótlega bæta við arm- böndum. Svo er ég að gera slauf- ur og öðruvísi hálsmen í bland,“ segir Hulda. Með Huldu í Leynibúðinni er Linda Ósk Guðmundsdóttir, fata- hönnuður og saman hanna þær undir merkinu Death Flower. „Við reynum að skera okkur úr flórunni, þetta er íslensk hönnun sem við leggjum okkur fram um að hafa á viðráðanlegu verði,“ útskýrir Hulda. „Við liggjum til dæmis ekki með lager heldur tök- um við sérpöntunum. Við viljum að stemningin í búð- inni sé eins og að koma inn í stofu og erum með gamalt útvarp hér í hillu og fleira til að skapa heimilislega stemningu.“ steampunk stemning íslensk hönnun Hulda Dröfn Atladóttir hannar men undir áhrifum frá steam­ punk. Hún segir menin rjúka út og að tannhjól, keðjur og sjóngler séu inn í dag. tækni nítjándu aldar Tannhjól, keðjur, sjóngler og skrítnar græjur eru áberandi í steampunk-tískunni. Nordicphotos/getty steampunk „Það er til dæmis mikið í tísku núna að vera með „chokera“,“ segir Hulda en hún hefur búið til þröngar hálsfestar úr tannhjólum. hringir Hulda hannar einnig hringi úr tannhjólum. iðnbyltingin Steampunk-tískan sækir innblástur í iðnbyltingu nítjándu aldarinnar og vísindaskáldsögur. death Flower Hulda Dröfn Atla- dóttir fatahönnuður setur menin saman á vinnustofunni í leynibúðinni. myNd/aNtoN Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.