Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 10
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Samtal á afmælisári50 Föstudagur 22. maí kl. 8.30-10.45 Silfurberg í Hörpu Tími til aðgerða Landsvirkjun býður til opins fundar um hnattrænar loftslags- breytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra. Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Allir velkomnir! Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga Áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum Hvernig vinnur Landsvirkjun gegn loftslagsbreytingum? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland Ábyrgð, samstaða og samstarf um lausn vandans Halldór Þorgeirsson, forstöðum. stefnumörkunar hjá skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar Pallborðsumræður Þátttakendur eru Halldór Björnsson, Halldór Þorgeirsson, Árni og auðlindaráðuneyti. Fundarstjóri er Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum. Skráning á fundinn og bein útsending á landsvirkjun.is UMHVERFISMÁL „Styrkur verkefn- isins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfis- vaktinni vegna fyrir hugaðrar sólar kísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnar stjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðal- stóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveð- ur mjólkurbú af þeirri stærðar- gráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári. Umhverfisvaktin spurði um eitur- efnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum rugl- að saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materi- als hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Marg- víslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niður- staða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langt- um verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerð- um sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnu- uppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þús- und fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verk- smiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orku- gjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjór- ans. gar@frettabladid.is Ekki eitur- efni í sólar- kísilrykinu Faxaflóahafnir segja í svari til Umhverfisvaktarinnar að engin eiturefni verði í ryki frá sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Ljós- og hljóðmengun verði hindruð eftir megni. Kannanir sýni óveruleg umhverfisáhrif. GRUNDARTANGI Hafnarstjóri segir umfang starfseminnar á Grundartanga fela í sér skyldur gagnvart umhverfinu og að það eigi líka við um Silicor Materials. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. SAMGÖNGUMÁL Bæjarstjórn Hornafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af hversu litlum fjár- munum er varið til nauðsynlegrar uppbyggingar hafnarmannvirkja. Sveitarfélagið sér fram á mikla óvissu með skipaumferð um inn- siglinguna inn til Hornafjarðar. Í ályktun á fundi bæjarstjórn- ar á miðvikudag er bent á alvar- legt ástand í innsiglingunni um Hornafjarðarós og á Grynnslun- um – sandrifi við innsiglinguna, en Hornfirðingar hafa barist fyrir rannsóknum á svæðinu til að unnt sé að huga að umbótum. Ekki hefur tekist að tryggja fjármuni í þetta verk þrátt fyrir margar tilraunir. „Dýpið á Grynnslunum hefur minnkað um tvo metra á undan- förnum fimm mánuðum og eru þetta um 200.000 rúmmetrar sem safnast hafa upp á þessum tíma. Líkur eru á að þetta ástand verði viðvarandi næstu mánuði. Bæjar- stjórn bendir á að þetta ástand skapi mikla óvissu um skipaumferð um innsiglinguna inn til Horna- fjarðar,“ segir í ályktun bæjar- yfir valda. Ef áætlanir ríkisins ganga eftir í samgönguáætlun minnkar hlut- ur ríkisins úr 75% í 60% í fram- kvæmdum við hafnarmannvirki á yfirstandandi ári. Einnig er aðeins gert ráð fyrir 100 milljón- um til rannsókna á öllum höfnum á Íslandi. - shá Bæjarstjórn Hornafjarðar segir mikla óvissu með skipaumferð inn til Hafnar vegna hafnaraðstæðna: Þungar áhyggjur af innsiglingunni á Höfn SIGLT YFIR GRYNNSLIN Skip hafa þurft að landa afla sínum annars staðar. MYND/KRISTJÁNJÓNSSON AKUREYRI Rekstur skíðasvæðis- ins í Hlíðarfjalli var erfiður í vetur. Tekjuáætlun íþróttadeildar bæjarins hljóðaði upp á að ríflega hundrað milljónir kæmu í tekjur af miðasölu. Raunin varð að 74 milljónir komu í tekjur. Tíðarfarið í vetur var að sögn bæjaryfirvalda mjög óhagstætt fyrir skíðaiðkun. Fjölda daga þurfti að hafa lokað í fjallinu vegna hvassviðris þótt nægur snjór hefði verið í brekkum fjalls- ins. - sa Reksturinn erfiður í vetur: Minni tekjur af Hlíðarfjalli í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.