Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 72
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 40 Það er náttúrulega alveg einstakt við Ísland þetta lága orkuverð. Ég hef stundum sagt að það sé ógæfa hvað rafmagnið er ódýrt hér. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum. Samband mitt við raforku er flókið. Eins og van-þakklátur elskhugi geri ég mér grein fyrir hversu nauðsynleg hún er. Hversu altæk áhrif hennar eru á líf mitt. En á sama tíma leiði ég sjaldan hugann að því hvað hún er raunverulega eða hverjar mínar skyldur og hlutverk eru í þessu dýrmæta sambandi. Vafalaust eru margir Íslendingar sem upplifa þetta enda er gnægð orkunnar hér slík að annað eins fyrirfinnst vart annars staðar í heiminum. Orkan verður sjálfsögð. Þetta var það sem ég hugsaði um þegar hugsjónamaðurinn Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, svipti hulunni af nýrri deild fyrir- tækisins, Tesla Energy, og um leið af Powerwall-rafhlöðunni. Tækni- fyrirtæki standa reglulega fyrir kynningum sem þessari. Munurinn er sá að Musk var að selja okkur framtíðina, ekki nýjan snjallsíma. Í stuttu máli er Powerwall endur- hlaðanleg litíumjóneindarafhlaða, ætluð heimilum, fyrirtækjum og stofnunum sem vilja ná tökum á orkunýtingu sinni og orkusparnaði. Rafhlaðan er 100 kg að þyngd, tveir metrar á hæð og lengd og 15 sentí- metra þykk. Hún kemur með 10 ára ábyrgð og kostar minnst 400 þúsund krónur. Að jafna kostnaðinn Til að skilja mikilvægi Powerwall þarf maður að skilja orkumark- aðinn í Bandaríkjunum þar sem gríðar miklar sveiflur eru á orku- verði. Orka er dýrari yfir daginn og ódýr að nóttu til. Veðurfar hefur áhrif og duttlungar orkufyrirtækja. Hérna er að finna snilld Powerwall. Með því að hlaða rafhlöðuna með ódýru rafmagni getur fólk öðlast sjálfstæði frá orkunetinu og jafnvel beintengt hana við endur nýjan lega orkugjafa (sól og vindur). Power- heldur 7 til 10 kílóvattstundum (kWh) af orku. Það samsvarar dag- legri raforkunotkun meðalheimilis. Powerwall er auðvitað fullkom- lega tilgangslaus hér á Íslandi. Að geyma íslenska raforku í slíku tæki Rafhlaða fyrir breytta tíma Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk freistar þess að umbylta orkugeiranum. Uppfinningin er fullkomlega tilgangslaus á Íslandi en er þó ágæt áminning um það hversu heppin við erum. Tesla Energy annar ekki eftirspurn og reisir risaverksmiðju. GTAV ★★★★★ PC SPENNA Rockstar Þrátt fyrir að Grand Theft Auto V sé að verða tveggja ára gamall er hann enn meðal bestu leikja sem í boði eru í dag. Nýverið var leikurinn gefinn út fyrir PC-tölvur, en áður hafði eingöngu verið mögulegt að spila hann í leikjatölvum. Fyrst kom leikurinn út á PS3 og Xbox360, svo var hann endurgerður fyrir nýja kynslóð leikjatölva og er þetta því í þriðja sinn sem leikurinn kemur út. Í hvert sinn sem hann hefur verið gef- inn út hefur hann verið endurbættur og nýjum leikkerfum bætt við. Þá hefur grafíkin einnig verið bætt. Útgáfa leiksins á PC tölvur gerir spilurum einnig kleift að búa til og nota breytingar á leiknum. Strax er búið að gera nokkra flotta svokallaða „modda“ og aðra sem líta út fyrir að vera skemmtilegir, en þjóna kannski ekki miklum tilgangi. Þar má nefna byssur sem skjóta bílum og annan modd þar sem spilarar geta kallað eftir flóðbylgju sem drekkir Los Santos. Netspilun GTA V er einhver sú skemmtilegast sem fyrirfinnst og þá sérstaklega þegar spilað er með vinunum. Allt að 30 leikmenn geta spilað á sama kortinu. Þar geta þeir rænt verslanir og fyrirtæki og gert margt fleira. Það þarf þó ekki bara að leysa verkefni og fylgja einhverjum leikkerfum eftir. Það er einnig hægt að keyra bara um götur Los Santos og skoða sig um, eða keyra aðra spilara niður. Óreiða Los Santos aldrei tilkomumeiri eft ir hróðuga endurútgáfu á PC GTAV Leikurinn lítur stórkostlega vel út í miklum gæðum, en til þess þarf mjög góða tölvu. ÁRIÐ 2020 mun verksmiðjan framleiða efnarafala fyrir Tesla Motors og rafh löður fyrir Powerwall sem samanlagt samsvara 75 gígavöttum á ári. væri eins og að geyma kartöflu í peningaskáp. Ef hver kílóvattstund kostar 17 krónur er meðalheimili að greiða 952 krónur á viku fyrir raf- magnið (8 kWh áætlað á dag). Það er ekki neitt. Aftur á móti er einstak- lingur í Bandaríkjunum að greiða mun hærra verð fyrir orkuna sem jafnframt kemur að stórum hluta frá kolaorkuverum eða kjarnorku. Hvorugt orka framtíðarinnar. „Það jákvæða í þessu öllu er að þetta vekur athygli á ákveðn- um áskorunum sem menn standa frammi fyrir í orkumálum almennt,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum. „Í dag er það almennt viðurkenndara að það verða veðurfarsbreytingar með notkun kolefniseldsneytis. Þetta er óþverra orkunotkun.“ Markaður í mótun Powerwall kemur til sögunnar á tímum þegar eftirspurn eftir sólar sellum hefur aldrei verið meiri. Hún mun aðeins aukast. Jafnframt hefur framleiðslukostn- aður hrunið á sama tíma og sell- urnar verða betri. „Það er náttúrulega alveg ein- stakt við Ísland þetta lága orku- verð. Ég hef stundum sagt að það sé ógæfa hvað rafmagnið er ódýrt hér,“ segir Ketill. „Þegar raf- magnið er svona ódýrt þá erum við kannski ekki að velta svona hlutum fyrir okkur.“ Þar með er ekki sagt að hlut- skipti Íslands í framtíðarsýn Elon Musk sé ómerkilegt. Ketill bendir á að tækni sem þessi undirstriki enn frekar sóknarfæri okkar. „Þetta eru sjónarmið sem menn eru að horfa til hér. Til dæmis með sæstrenginn. Að hægt sé að bæta orkunýtingu og ná þannig meiri orkusparnaði með því að Ísland verði þátttakandi í Evrópska orku- markaðinum. Þannig væri hægt að fullnýta íslenska vatnsaflið og um leið ná meiri arðsemi út úr því.“ Gríðarleg eftirspurn Powerwall-rafhlaðan er uppseld næstu árin. Tesla Energy annar ekki eftirspurn. Sölutekjur nema þegar rúmlega 100 milljörðum króna. Til þess að mæta eftirspurn hefur Musk gert einn stærsta íviln- unarsamning í sögu Bandaríkjanna og mun reisa stærstu hátækni-verk- smiðju veraldar í Nevada. Árið 2020 mun verksmiðjan framleiða efnaraf- ala fyrir Tesla Motors og rafhlöð- ur fyrir Powerwall sem samanlagt samsvara 75 gígavöttum á ári. Musk hefur einsett sér að breyta heiminum. Geimför hans ferja nú birgðir til alþjóðlegu geimstöðvar- innar, annað fyrirtæki hans fram- leiðir öflugustu sólarsellur sem til eru og Tesla-rafbílarnir eru þeir bestu í heimi. Þegar Elon Musk talar, hlustar fólk. Hann færði sannfærandi rök fyrir Powerwall á kynningunni í Kaliforníu og miðað við viðbrögðin er framtíð Tesla Energy rafmögnuð. POWERWALL RAFHLAÐA Tesla Energy gefur fólki færi á að næla sér í ódýrari og umhverfisvænni orku. ANALYTICS FRÁ GOOGLE Erum að reka nokkrar vefsíður, þar á meðal Doktor.is, og því afar gagnlegt að geta fylgst með umferð og álagi á vefina og greinar. FACETIME Er í miklum samskiptum við vini og ættingja í gegnum þetta tól þar sem þeir eru dreifðir víða um heim. Það er ólíkt skemmtilegra að tala við fólk þegar maður sér það, þá finnst manni maður vera nær. FACEBOOK Eru ekki meira og minna allir á Facebook? Skoða þetta jafnt á snjall- tækinu sem annars staðar. SPOTIFY Það er bara ekkert forrit betra en þetta eins og er að mínu mati, tónlist hvar og hvenær sem er af þeirri tegund sem þig langar. Algerlega frábært. Teitur Guðmundsson, MD, fram- kvæmda- stjóri Heilsu- verndar MEDSCAPE Gagnlegar upplýsingar um sjúkdóma, lyf og margt fleira þegar maður er í vafa eða þarf að fríska upp á þekkinguna. ABOUT HERBS Frá Sloan Kettering Cancer Center. Upp- lýsingar um jurtir, vítamín, bætiefni og fleira sem gagnast í ráðleggingum varðandi slíka hluti og mögulega gagnsemi þeirra. APPLE HEALTH Er að nýta mér þetta sem skráningartól og fylgjast með þróuninni á þessum heilsuapp- markaði, þá sérstaklega í tengslum við það hvernig það talar við önnur forrit. TICKET TO RIDE EUROPE Mjög skemmtilegt borðspil sem er komið í app-formi, notað til að drepa tímann, skemmtilegt að geta tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, nýtist afar vel. UPPÁHALDS ÖPPIN8 3G 9:41 AM Facebook Apple Health Google Analytics Medscape Ticket to Ride Europe Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Facetime Spotify About Herbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.