Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 26
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 ÁTT ÞÚ SVONA GJAFAKORT? Vegna kerfisbreytinga munu gjafakort Kringlunnar í þessu útliti falla úr gildi frá og með 1. júní næstkomandi. Hægt verður að skipta gjafakortinu út fyrir nýtt kort á þjónustuborði Kringlunnar án kostnaðar. Kringlan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna þessa. MÁN-MIÐ 10-18.30 FIM 10-21 FÖS 10-19 LAU 10-18 SUN 13-18 FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS PI PA R \ TB W A • S ÍA „Ef ég skoða mína skólagöngu þá sá ég óskaplega lítið af fötluðu fólki í almenna skólakerfinu. Sem betur fer er það breytt og það sem mér finnst svo mikilvægt í umræðunni er að þetta er svo hollt og gott fyrir aðra nemendur. Að allir hafi rétt á að vera eins og þeir eru.“ Halldóra segir að þótt lög um skóla án aðgreiningar séu veruleiki á Íslandi sé sigurinn ekki unninn þar sem hún heyri oft gagnrýni á kerfið.„Maður er spurður hvort fatlaða barnið eigi ekki heima annars staðar. Ég verð alltaf jafn reið. Því skólakerfið getur þetta alveg ef það er fagfólk til að sinna starfinu.“ Halldóra segir baráttumál þroskaþjálfa snúast aðal- lega um tilvistarrétt. „Við berjumst fyrir tilvistarrétti okkar. Og við berjumst fyrir tilvistarrétti fatlaðs fólks. Við þurfum stundum að berjast fyrir tilvistarrétti okkar í almennum grunnskólum, eins og börnin.“ Baráttan um tilvistarrétt Halldóra eignaðist barn með Downs heilkenni fyrir 45 árum. Hún segir samfélagið hafa breyst nokkuð síðan þá en betur megi ef duga skal og nóg af baráttumálum eftir. „Kynslóðin á undan minni tók fyrstu skrefin í að brjóta niður múra og með minni kynslóð verða til sam- býli og smærri heimili í þéttbýli í stað stórra stofnana sem gjarnan voru reist í útjaðri byggðar. Þannig stuðluðum við að því að börn okkar tækju þátt í samfélaginu á borð við aðra og það var mín barátta alla tíð og er enn. Smátt og smátt voru þessi stóru heimili brotin upp í smærri og heimilislegri einingar.“ Halldóra tók af fullum krafti þátt í ýmiss konar starfi sem tengdist málefninu og þakkar fyrir kraft- inn og aðstæður sem leyfðu henni að einbeita sér að því. „Ég reyndi að koma syni mínum inn í almenn úrræði, svo sem skóla, en slíkt fékk ég ekki í gegn, enda sá akur þá algerlega óplægður. Ég held samt að ég hafi náð að sá einhverjum fræj- um með baráttunni og er ánægð með það. Sonur minn stundaði nám í Safamýrarskóla. Ég reyndi á hinn bóginn að koma honum í Öskju- hlíðar skóla sem nú heitir Klettaskóli en það gekk ekki eftir því hann var með of mikla fötlun. Í dag kæmist hann trúlega ekki inn í Klettaskóla vegna þess að hann er ekki nógu fatlaður. Þetta er ein birtingar- mynd af breytingum samfélagsins og æskilegt væri að foreldrar hefðu eitthvert val um skóla fyrir fötluð barn sín.“ Halldóra segir hverja kynslóð for- eldra hafa sín baráttumál en vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu þurfi ríki og sveitarfélög að grípa betur inn í. „Í dag eru mæður yfir- leitt ekki heimavinnandi og geta mögulega ekki sinnt þessum málum af fullum krafti eins og ég gerði. Með breyttu samfélagi, kröfum um betra líf og þekkingu þá þarf líka að breyta úrræðum og tækifærum.“ En hvernig finnst þér staðan vera í dag? „Fatlað fólk sjálft er mun sýnilegra en áður var, umræðan er opnari, krafan um aukin tækifæri og þátttöku í almennum úrræð- um háværari og þekkingin er mun meiri. Til að mynda býr sonur minn í íbúð sjálfur með aðstoð. En það má aldrei gefast upp og hætta að berj- ast, það þarf endalaust að fylgja málum eftir. Það er verkefnið sem fylgir því að eignast fatlað barn, verkefni og mikil vinna, ekki erfið- leikar að eilífu, eins og margir halda að fylgi þessu hlutskipti.“ Hver kynslóð foreldra hefur sín baráttumál Halldóra Sigurgeirsdóttir segir fatlað fólk sýnilegra og kröfuna um aukin tækifæri háværari en fyrir 40 árum. BARÁTTUKONA Halldóra hefur alla tíð barist fyrir þátttöku sonarins í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroska- þjálfafélags Íslands. Hún segir þroskaþjálfa alltaf hafa þurft að vera á varðbergi og berjast fyrir viðurkenningu á starfi sínu. „Eitt samfélag fyrir alla er það sem við eigum að stefna að og við erum ekki komin þangað.“ Á 50 ára afmæli félagsins eru það ekki síst kjaramálin sem brenna á stétt þroskaþjálfa. „Við höfum alltaf bar- ist fyrir bættum kjörum. Samkvæmt launakönnunum BHM erum við þar í næstneðsta eða neðsta sæti. Ein ástæðan er sú að við erum 95 prósenta kvennastétt og ég tel að önnur ástæða sé sú að við vinnum við að að- stoða fatlað fólk. Það er ótrúlegt en við þurfum að hafa mikið fyrir því við samningaborðið að tala máli þeirra sem við þjónum, við fáum þar jafnvel setningar eins og: „Hvað er fatlað fólk að gera í framhaldsskólum?“ Þetta er samtvinnuð barátta– að starf þroskaþjálfa og að líf fatlaðs fólks njóti verðskuldaðrar virðingar í samfélagi okkar.“ Laufey fagnar þeim sigrum sem unnist hafa í málefnum fatlaðs fólks og segir starf þroskaþjálfans hafa breyst mikið í samræmi við það. „Áður fyrr unnum við á altækum stofnunum en í dag er nær helmingur þroskaþjálfa að starfi í grunnskólum og leikskólum. Þrátt fyrir hindranir hafa hér orðið róttækar framfarir sem eru víðs fjarri veruleika fatlaðs fólks fyrir aðeins fáeinum áratugum.“ Þroskaþjálfar smitast af baráttuhug Í ÞROSKAÞJÁLFUN Natalía Rós Másdóttir með þroskaþjálfa sínum, Halldóru Kolku B. Ísberg, á Lyngási. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1936 Lög um fávitahæli Fyrsta löggjöf um fólk með þroskahömlun lítur dagsins ljós á Íslandi. Þar er gert ráð fyrir að svo framarlega sem fé fáist á fjárlögum skuli ríkisstjórnin sjá til þess að stofnað sé skólaheimili fyrir „van- vita og hálfvita“, hjúkrunarheimili fyrir „örvita og fávita“, sem ekki gætu tileinkað sér neitt nám, og vinnuhæli fyrir fullorðna fávita sem einhverja vinnu geta stundað þótt ekki sé á almennum vinnumarkaði. Lögunum var sannarlega ætlað að bæta hag þess fólks sem um ræðir en fræðsluskyldu laganna var síðar meir lítt eða ekki sinnt. 1979 Lög um aðstoð við þroskahefta Í lögunum er ákvæði þess efnis að landinu skuli skipt í átta starfssvæði og að á hverju svæði eigi að veita ýmiss konar sérfræðiþjónustu, þar á meðal þroskaþjálfun. Þjónusta þroskaþjálfa er þar með ekki lengur bundin við altækar sólarhringsstofn- anir. Sjálfstæðum búsetueiningum, sambýlum, fjölgar óðum svo og öðrum stuðningsúrræðum. 2011 Lög um málefni fatlaðra Þjónusta við fatlað fólk flyst frá ríki til sveitarfélaga. Markmiðið er að bæta þjónustu við fatlað fólk, laga hana að þörfum þess með hliðsjón af ólíkum aðstæðum og stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga. Heimild: Þroskaþjálfar á Íslandi. Saga stéttar í hálfa öld. Þorvaldur Kristinsson. Lagasetningar til marks um breytt viðhorf Laufey Gissurar- dóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Halldóra Jóhann es- dóttir Sanko þroska- þjálfi sem starfar í grunnskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.