Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 18
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Hver ákveður að ef einn iðnaður mengar minna en annar sams konar iðnað- ur þá sé hann umhverfis- vænn? Getið þið svarað þessu, Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Skúli Þórðarson sveitar- stjóri? Og kannski stof- an sem vann matið fyrir Silicor Materials og fékk borgað fyrir þessa líka fínu grænu umsögn? Ég treysti engum, lái mér hver sem vill. Mengandi iðnaður getur ekki verið umhverfisvænn, það er ekki einu sinni hægt að ljúga því upp á hann. Nú verð ég að rifja upp brot úr öðrum pistli sem ég skrifaði: „Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúor- mengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“, sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor, og forstjóra Nýsköpunar- miðstöðvar. Sem tryggir auðvitað algjörlega hlutlaus vinnubrögð. Báðir þessir aðilar virðast annað- hvort ekki hafa séð þennan veiga- mikla þátt eða hann hefur ekki skipt máli í þeirra augum. Sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundar- tangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferl- inu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi, má velta fyrir sér hverju megi eiga von á síðar.“ Má ég minna ykkur enn og aftur á það, Reykvíkingar, að það skipt- ir ykkur og börn ykkar gríðar- legu máli hvort af þessum hryðju- verkum gegn náttúrunni og okkur mannfólkinu verður á Stór- Reykja- víkur svæðinu. Síðustu ár hafa nýjar verksmiðjur og sú framleiðsluaukning sem hefur átt sér stað á Grundartanga ekki þurft að fara í umhverfismat vegna þess að snillingarn- ir segja að viðbótarmeng- un sé óveruleg. Óveruleg mengun. Ég verð að endurtaka: Þeir fá að mæla sína mengun sjálfir og að mér skilst aðeins sex mánuði á ári. Þetta er hrollvekjandi brandari með dassi af heilsubresti fyrir börnin þín og okkur hin. Máttur peninganna Á netinu getur þú séð á ensku hvernig Faxaflóahafnir lýsa perl- unni Hvalfirði. Þessir háu herrar sem stjórna þessu apaspili lýsa Hvalfirði sem iðnaðarsvæði. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignar- félag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir meng- andi stóriðju. Þeim er sennilega drullusama um hvað þér og mér finnst. Nýja verksmiðjan meng- ar ekki neitt, fullyrða þeir í fjöl- miðlum. Hvað eru þá þessi 60 tonn af ryki sem munu fara út í and- rúmsloftið? Er það ekki mengun? Fyrir hvern er umhverfisstofnun að vinna? Hvernig getur það verið að árið 2015 þurfi verksmiðja af þessari stærðargráðu ekki að fara í umhverfismat? Verksmiðja með 400 hundruð manns í vinnu er nán- ast eins stór og álver. Og eitt megið þið vita. Bráðum munu þeir sem hafa hagsmuni af því að leggja Hvalfjörðinn í rúst stíga fram og byrja sinn áróður. Þeir munu svara öllum sem mót- mæla þessum óskapnaði og hamra á því hvað þetta sé allt æðislegt og öll störfin sem þessi viðbjóður mun skapa, já, sólin mun jafnvel hafa velþóknun á mengandi iðnaði við Hvalfjörð. Þeir munu hrópa og tárfella af gleði að hér skuli vera fyrirtæki sem sé tilbúið að koma til okkar með sína grænu fram- leiðslu. Hverjir það verða sem munu hrópa veit ég ekki en það verða hagsmunaaðilar sem hafa beygt sig undir krumlu stórfyrir- tækis og það munu fleiri menn stíga fram og úthrópa okkur sem segjum að nú sé komið nóg. Trúðu mér, kæri lesandi, þeim er sama um barnið þitt, þeim er sama um lífríkið í Hvalfirði, þeim er sama um mengunarskýin sem munu leggjast yfir Reykjavík, Akra- nes og Hvalfjarðarsveit. Slíkur er máttur peninganna. Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Já, í alvöru, ekki djók. Ég óska Reykvíkingum til ham- ingju með verðlaunin. En hvernig fara þau saman við að stuðla að mengandi iðnaði og eyðileggja lífs- gæði fólks og dýra sem og náttúru? Spyr sá sem ekki veit. Við getum, ef við verðum nógu mörg, stöðvað þetta. Peningar og blinda ráða för Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljan- legur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deil- ir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplif- un eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélags- miðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einka- lífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafn- vel myndir af þeim birt- ist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveð- ur á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikil vægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöll- un í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar. Er rétt að tefl a börnum fram í fjölmiðlum? Á síðasta kjörtímabili var þáverandi iðnaðarráð- herra mjög áhugasamur um möguleika á að leggja sæstreng fyrir raforku á milli Íslands og Evrópu. M.a. var skipaður ráð- gjafar hópur sem skilaði af sér áliti um mitt árið 2013. Í kjölfarið hefur Lands- virkjun lagt háar upphæð- ir í áframhaldandi könnun á þessu verkefni, auk kynn- ingarstarfs. Ekki liggur fyrir hvað þær upphæðir eru háar en ekki kæmi á óvart þótt þær hlypu á hundruðum milljóna króna. Í niðurstöðum ráðgjafarhópsins kom m.a. fram að margir óvissu- þættir væru tengdir verkefninu eins og t.d. hækkun á orkuverði til almennings og umhverfisþættir. Í útvarpsþættinum Laugardags- viðtalið á Rás 1 frá 9. maí sl. þar sem Egill Helgason ræddi við Ketil Sigur jónsson, einn helsta hvata- mann sæstrengsins, kom m.a. fram að engar viðræður væru í gangi á milli íslenskra og breskra stjórn- valda í þessu máli. Í hvaða skjóli skákar Landsvirkjun? Stefna ríkisstjórnar Steingríms J. Sigfússonar var mjög í þá veru að veita málinu brautargengi en núver- andi ríkisstjórn virðist ekki jafn sólgin í slíkt ævintýri og er ekki með sæstrengsmálið á sinni stefnu- skrá. Því er eðlilegt að spyrja: „Í hvaða skjóli skákar þá Landsvirkj- un?“ Ljóst er að um verkefni af þessari stærðargráðu þarf að ríkja þjóðar- sátt en einnig pólitísk sátt. Nú er Landsvirkjun í eigu ríkisins og sem slík skyldi maður ætla að hún ætti að lúta stefnu stjórnvalda hverju sinni, einkum og sér í lagi í þessa stóra máli. Hér má því spyrja sig af hverju enn sé verið að verja svo miklu almannafé í könnun á þessu máli ef það hefur ekki pólitískan bakstuðning stjórnvalda? Hækkandi raforkuverð og minni sveigjanleiki Það má vera ljóst að með tilkomu sæstrengs á milli Íslands og Bret- lands mun raforkuverð til íslenskra fyrirtækja og almennings hækka, en raf- orkuverð til almennings hér á landi er hið lægsta í Evrópu. Jafnframt missa stjórnvöld úr hendi sér stjórntæki til að styðja t.d. við bakið á atvinnugreinum á borð við garð- yrkju með lækkuðu orkuverði en slík aðstoð yrði óheimil. Því vaknar sú spurning hvort það samræmist stefnu Landsvirkjunar sem fyrir- tækis í eigu ríkisins að leggja svo mikla áherslu og fé í þetta verkefni þegar útkoma þess, ef af verður, verður neikvæð að þessu leytinu. Sumir myndu e.t.v. halda því fram að hér verði menn að horfa á stóra samhengið með tilliti til þjóðar hags. Í því sambandi vakn- ar sú spurning hvort frekar eigi að selja orkuna til innlends iðnaðar sem skapar störf í landinu og þar með virðisauka, eða selja orkuna beint úr landi eins og gert var með fiskinn í gamla daga þegar siglt var með hráefnið óunnið til Bretlands og Þýskalands. Vissulega getur þetta verið samræmanlegt en það kallar þá á fleiri virkjanir á stærð við Kárahnjúkavirkjun sem yrði mjög umdeildur kostur. Er verið að byrja á röngunni? Margar spurningar vakna í þessu sambandi eins og t.d. um auð- lindastefnu, atvinnu- og byggða- mál. Þetta eru allt stórar pólitískar spurningar sem eðlilegt er að ráða- menn þjóðarinnar móti skýra stefnu um áður en lengra er haldið. Er ekki verið á byrja á röngunni með því að leggja stórfé í könnun á sæstrengn- um ef ekki liggur fyrir pólitískur einhugur í málinu? Ekki ligg- ur heldur fyrir hvaða áhrif lagn- ing sæstrengs hefði á þjóðarbúið í heild. Er það virkilega í verkahring Landsvirkjunar að kanna þau áhrif eins og um einhverja þjóðhagsstofn- un sé að ræða? Er sæstrengurinn munaðarlaus? UMHVERFISMÁL Bubbi Morthens tónlistarmaður ➜ Hvernig getur það verið að árið 2015 þurfi verk- smiðja af þessari stærðar- gráðu ekki að fara í um- hverfi smat? ORKUMÁL Þorsteinn Þor- steinsson áhugamaður um skynsamlega nýtingu auðlinda ➜ Ljóst er að um verkefni af þessari stærðargráðu þarf að ríkja þjóðarsátt en einnig pólitísk sátt. SAMFÉLAG Þóra Jónsdóttir lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum– Save the Children á Íslandi ➜ Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS VR efnir til morgunverðarfundar um könnunina á F yrirtæki ársins, þriðjudaginn 19. maí kl. 8:30-10:30 á Grand Hótel Reykjavík. Hvernig ná fyrirtæki góðum árangri? Hvað þarf til að viðhalda honum? Hvernig verða fyrirmyndarfyrirtæki til? Dagskrá Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR Af hverju að velja Fyrirtæki ársins? Elín Gränz, framkvæmdastjóri mannauðs- og þjónustusviðs Opinna kerfa Hvernig á að n ýta niðurstöðurnar og ná góðum árangri? Tómas Bjarnason, sviðsstjóri starfsmannarannsókna hjá Gallup Könnun á Fyrirtæki ársins Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S Hvað þarf til að viðhalda góðum árangri? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ Fundarstjóri – samantekt og umræður Morgunve ðr arhl ða borð frá kl. 8:00 Fundurinn er öllum opinn og ókeypis. Skráning á vr.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.