Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 8
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 08.30–08.40 08.40–08.50 08.50–09.10 09.10–09.30 09.30–09.50 09.50–10.10 10.10–10.30 10.30-10.45 10.45-11.00 11.00–11.20 11.20–11.40 11.40–11.50 11.50–12.00 SETNING Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ ÁVARP Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra STAÐA FATLAÐS FÓLKS Á VINNUMARKAÐI Í EVRÓPU Dr. Stefan C Hardonk, Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands REYNSLUSÖGUR KAFFI VINNUMARKAÐUR FYRIR ALLA Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar SAMVINNA ER LYKILORÐIÐ - FRAMLAG SVEITARFÉLAGA TIL ATVINNUMÁLA FATLAÐS FÓLKS Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga REYNSLUSAGA ATVINNUREKANDA Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótels Akureyri REYNSLUSAGA KONU MEÐ SKERTA STARFSGETU Svanhildur Anna Sveinsdóttir, starfsmaður Icelandair hótels Akureyri HRINGSJÁ OG HVAÐ SVO? Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár náms- og starfsendurhæfingar GAGNKVÆMUR ÁVINNINGUR - UM VINNUMARKAÐ ÁN AÐGREININGAR Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík STEVIE WONDER SKIPTIR UM STARFSVETTVANG Hugleiðing Kolbrúnar Daggar, MA nema í fötlunarfræði MÁLÞINGSSLIT Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar MÁLÞINGSSTJÓRI Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður Málþingið er ætlað öllu áhugafólki um efnið, stjórnendum fyrirtækja og stofnana, bæði í einkageiranum og ekki síst hjá ríki og sveitarfélögum. EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD. Skráning og upplýsingar um túlkun eru á vef Öryrkjabandalags Íslands, WWW.OBI.IS. Síðasti skráningardagur er 20. MAÍ 2015. ATVINNA FYRIR ALLA – ALLRA HAGUR MÁLÞING UM ATVINNUMÁL FÓLKS MEÐ SKERTA STARFSGETU FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015, KL. 8.30 – 12.00 GRAND HÓTEL REYKJAVÍK KJARAMÁL Starfsgreinasam- band Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæ- björnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtök- um atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreina- sambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra versl- unarmanna og Flóabandalag- inu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“ Björn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálg- ast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninga- nefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, for- manns samninganefndar Banda- lags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samning- um annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræð- um almennilega í gang.“ Næsti fundur BHM og samn- inganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samn- inganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitt- hvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlot- unni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verk- falli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún. ibs@frettabladid.is stefanrafn@frettabladid.is Sláum ekki af kröfum með frestun Starfsgreinasamband Íslands hefur frestað verk- föllum. Vill veita Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með almennilegt tilboð. Lítill árangur af fundi samninganefndar ríkisins og BHM. PÁLL HALLDÓRSSON BJÖRN SNÆBJÖRNSSON HJÁ RÍKISSÁTTASEMJARA Formenn félaga launamanna vilja almennileg tilboð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNTUN Hvíta-Rússlandi var veitt aðild að Bologna-ferlinu á fundi menntamálaráðherra ríkja sem eiga aðild að samstarfinu. Ríkinu er gert að auka sjálf- stæði háskóla sinna og auka réttindi stúdenta til að geta átt fulla aðild að samstarfinu. Hvíta- Rússland hefur áður sótt um aðild en var hafnað vegna frelsis- sviptinga á stúdentum í kjölfar forsetakosninga í landinu. Bologna-ferlið er verkefni sem tryggir samevrópskt háskóla- svæði og aukinn hreyfanleika á milli námsmanna í Evrópu. Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra stýrði fundi menntamálaráðherra þeirra ríkja sem eiga aðild að Bologna- samstarfinu í Armeníu. Fund- inum lauk í gær. „Samstarfið hefur verið hvatn- ing fyrir nemendur og starfs- menn til að flytja sig á milli landa með viðurkenndar náms- og starfsaðferðir í farteskinu,“ sagði Illugi í ávarpi sínu. - srs Menntamálaráðherra stýrði ráðherrafundi um þróun Bologna-samstarfsins: Hvíta-Rússlandi veitt aðild SAMSTARF Illugi lofaði Bologna-sam- starfið. MYND/MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI ARMENÍU STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin sam- þykkti í gærmorgun að veita fjórar milljónir króna af ráðstöf- unarfé sínu til hátíðardagskrár sem haldin verður á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní næstkom- andi. Hátíðin er haldin í tilefni þess að hinn 29. júní næstkomandi verða 35 ár liðin frá kjöri Vig- dísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. Fjöldi stofnana stendur fyrir viðburðinum. - vh 35 ár frá kjöri Vigdísar: Styrkur til hátíðarhalda PALESTÍNA Ísraelskar öryggis- sveitir beittu táragasi, vatns- sprautum og skutu gúmmíkúl- um á palestínska mótmælendur í gær. Palestínubúar minntust þess að 67 ár eru frá stofnun Ísraels- ríkis og efndu til mótmæla. Sautján manns slösuðust í átökum í Ramallah og Nablus. Ísraelsher fylgdi fjölda pílagríma að graf- hýsi Jósefs í Nablus og gerðu pal- estínskir mótmælendur hróp að þeim og grýttu grjóti að þeim. - srs Átök í Ramallah og Nablus: Skutu á mót- mælendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.