Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 22
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
Þetta hefur verið að vaxa mikið ár frá ári og er orðinn fastur liður í við-burðadagatali Reykja-víkur,“ segir Martin L. Sörensen, viðburða-
stjóri TEDxReykjavík. Viðburð-
urinn TEDxReykjavík verður
haldinn í fimmta skipti í dag í
Tjarnarbíói.
Um er að ræða viðburð sem
færir áhorfendum nokkra áhuga-
verðustu hugsuði, listamenn og
frumkvöðla sem Ísland hefur upp
á að bjóða. Þá munu tveir er lendir
mælendur flytja erindi. Hvor
þeirra mun flytja stutt en inni-
haldsríkt erindi um málefni sem
brennur á honum eða henni.
Þema viðburðarins í ár er „Ljós
og skuggar“ og er markmiðið að
einblína á atriði sem við sem sam-
félag kjósum oft að horfa ekki á en
með því að taka erfiðum málum
með opnum örmum verðum við
sterkari.
TEDxReykjavík er byggt
á sömu gildum og hugsjón og
TED en TED er árlegur atburð-
ur þar sem leiðandi hugsuðum
og athafnamönnum í heiminum
er boðið að deila eldmóði sínum
með öðrum. „TED“ stendur fyrir
„technology“, „entertainment“ og
„design“ eða tækni, skemmtun og
hönnun.
HELGIN
16. maí 2015 LAUGARDAGUR
Hugsuðir miðla reynslu
TEDxReykjavík fer fram í fi mmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og
athafnamanna tekur þar til máls og reyna að miðla sinni reynslu og hugsun.
Gísli Ólafsson
hjálparstarfs-
maður veitir
fólki innsýn í
veruleika hjálpar-
starfsmannsins,
sem oft er hjúpaður
dýrðarljóma í hugum fólks.
Selma
Hermannsdóttir
deilir reynslu
sinni af því að
vera ítrekað lögð í
einelti og hugarfarinu
sem gerir henni kleift að höndla það
og verða sterkari fyrir vikið.
Búi Aðalsteinsson frumkvöðull
leiðir gesti í allan sannleika um hvers
vegna við ættum öll að neyta skordýra
í meira mæli. Hann og fleiri standa
um þessar mundir fyrir framleiðslu
orkustykkis úr skordýrapróteini.
Kyra Maya Philips, frumkvöðull
og rithöfundur, fjallar um leynd
hagkerfi og menningu í jaðarhópum
samfélagsins, en bók hennar og
Alexu Clay, The Misfit Economy,
kemur út í júní.
Arnoddur Magnús Danks, leikari,
kennari og sviðsbardagamaður,
flytur erindi um mikilvægi þess að
gefast ekki upp og hvernig hann
beitir þeim lærdómi í starfi sínu með
börnum.
Hermann Jóns-
son, faðir Selmu,
segir frá sýn sinni
á foreldrahlut-
verkið og hvernig
hann einsetti sér
að vera besti pabbi í
heimi.
Birgitta Jóns-
dóttir, þingskáld
og pírati, deilir
með gestum sýn
sinni á framtíð
lýðræðisins.
Páll Ólafsson félagsráðgjafi
hefur sterk skilaboð að færa for-
eldrum: Hættum að æpa á börnin
okkar. Við þurfum að sjá þau og
hlusta á þau.
Steve Fuller, prófessor við War-
wick-háskóla í Englandi, viðrar
nýjar kenningar sínar um hvernig
hugmyndafræði og stjórnmál geta
gjörbreyst í nálægri framtíð.
Kári Halldór Þórsson leiklistar-
kennari fer með gesti í ferðalag
um heim ímyndunarafls, tjáningar,
samskipta og orku.
Einnig kemur Linda Ósk Valdi-
marsdóttir fram. Hún hefur unnið
að þróun eigin dansstíls, EXMO
(Experimental Movement).
ÞEIR SEM TAKA TIL MÁLS ERU
MIKILL HUGSUÐUR Ólafur Stefánsson handboltakappi fjallaði í fyrra um hvaða lærdóm mætti draga af handbolta í lífinu.
MYND/ ROMAN GERASYMENKO
Gunnar Leó
Pálsson
gunnarleo@frettabladid.is
Staðsetning Tjarnarbíó.
Verð 6.000 krónur.
Tími Í dag klukkan 10.00.
➜ TEDxReykjavík
Afgreiðslutími
Mán. til fös. frá kl. 10–18
Laugardaga frá kl. 11–16
www.dorma.is
Holtagörðum
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
REST heilsurúm
Fyrir þínar
bestu stundir
MEIRA Á
dorma.is
COMFORT heilsurúm
LUXURY heilsurúm Nature’s Luxury dýna
með Classic botni
Stærð cm Dormaverð
120x200 129.900 kr.
140x200 155.900 kr.
160x200 169.900 kr.
180x200 189.900 kr.
• Svæðaskipt poka-
gormakerfi
• Burstaðir stálfætur
• Sterkur botn
• 320 gormar pr fm2
• Góðar kantstyrkingar
• Svæðaskipt poka-
gormakerfi
• Burstaðir stálfætur
• Sterkur botn
• 320 gormar pr fm2
• Steyptar kantstyrkingar
• Svæðaskipt poka-
gormakerfi
• Þrýstijöfnunar yfirdýna
• Burstaðir stálfætur
• Sterkur botn
• 320 gormar pr fm2
Nature’s Comfot dýna
með Classic botni
Stærð cm Dormaverð
100x200 99.900 kr.
120x200 119.900 kr.
140x200 138.900 kr.
160x200 149.900 kr.
180x200 164.900 kr.
Nature’s Rest dýna
með Classic botni
Stærð cm Dormaverð
90x200 68.900 kr.
100x200 72.900 kr.
120x200 79.900 kr.
140x200 92.900 kr.
160x200 99.900 kr.
180x200 117.900 kr.
Þórunn Erna Clausen,
tónlistar- og leikkona
Vinna, skóli og kaffi
Þessi helgi er troðfull af
vinnu og skóla hjá mér. Ég er
í söng- og raddþjálfaranámi í
Kaupmannahöfn. Í dag syng
ég á tónleikum þar og hitti
frábæra vini. Á morgun er ég í
skólanum allan daginn.
Benedikt Valsson
fjölmiðlamaður
Slakar á og horfi r á
fótbolta
Ég ætla að slaka mjög mikið á
um helgina. Ég ætla svo að fara
á KR-völlinn á sunnudagskvöld.
Ég geri ekki ráð fyrir þremur
stigum en mikið svakalega
væri það gaman!
Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari
Farðar skvísur og hefur það huggulegt
Í dag fæ ég nokkrar skvísur í förðun til mín og mun svo halda
í hefðina, og fara á vídeóleiguna, taka mynd og kaupa nammi
og hafa það huggulegt með fjölskyldunni. Kíki svo í kaffi til
ömmu og afa á morgun, en annars mun helgin að mestu fara
í að pakka búslóðinni niður þar sem við ætlum að flytja
af landi brott í júlí og förum til Rússlands í frí bráðum.
Þá verðum við að finna tíma um helgina til að kaupa
gjafir til að hafa með okkur út.
Margeir Ingólfsson,
DJ Margeir
Æfi r splittið
„Ég verð náttúrulega að spila
í kvöld á klúbbakvöldi á Dolly.
Deginum verður því varið í að
dusta rykið af gömlum vínyl-
plötum. Á sunnudag ætla ég
að slaka á og æfa splittið mitt,
ég verð að halda mér heitum.“