Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 96
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 64
Ég er mjög stoltur af
því að hafa náð þessum
árangri með mikið af
heimamönnum.
Dagur Sigurðsson.
FÓTBOLTI Heimavöllurinn hefur
ekki verið að gefa Pepsi-deildar-
liðinum mikið í upphafi tímabils-
ins og svo lítið að tölfræðin segir
að útiliðin hafi aldrei staðið sig
betur í fyrstu tveimur umferðun-
um frá því að þriggja stiga reglan
var tekin upp 1984.
Útiliðin hafa náð í 69 pró-
sent stiganna og skorað 63 pró-
sent markanna í fyrstu tveimur
umferðunum í Pepsi-deild karla í
fótbolta. 22 stig hafa farið til úti-
liðanna í þessum tólf leikjum en
heimaliðin hafa „bara“ náð í sam-
tals tíu stig. Fjögur stiganna hafa
komið í jafnteflum.
Útilið hafa einu sinni áður náð í
22 stig í fyrstu tveimur umferðun-
um en það var sumarið 1987 þegar
sjö af fyrstu tíu leikjum sumars-
ins unnust af útiliðunum. Marka-
talan var þó ekki eins óhagstæð
heimaliðunum og í ár vegna þess
að annar af sigrunum tveimur var
7-1 sigur Valsmanna á Keflavík á
Hlíðarenda.
Útiliðin hafa skorað 19 mörk í
þessum tólf leikjum eða átta fleiri
en heimaliðin. Útiliðin hafa aldrei
skorað fleiri mörk í fyrstu tveim-
ur umferðunum en þau gerðu einn-
ig 19 mörk í fyrstu tólf leikjunum
2013. Markatala hefur aftur á móti
aldrei verið hagstæðari fyrir úti-
liðin á sama tíma síðan þriggja
stiga reglan var tekin upp 1984.
Einu liðin sem hafa unnið á
heimavelli til þessa í sumar eru
Fjölnir (1-0 sigur á ÍBV) og FH
(2-0 sigur á Keflavík) en sigrar
þeirra komu á móti einu liðum
deildarinnar sem hafa ekki náð í
stig í fyrstu tveimur umferðunum.
Öll lið hafa spila heimaleik
nema Íslandsmeistarar Stjörn-
unnar sem eru reyndar með fullt
hús og hreint mark eftir tvo úti-
leiki. Fjölnir er eina liðið sem
hefur bara spilað á heimavelli en
Grafar vogsliðið er með fjögur stig
eftir að hafa verið mínútum frá því
að vinna annan heimaleikinn í röð
í 1-1 jafnteflinu á móti Fylki.
Þriðja umferðin fer öll fram á
morgun, sunnudag, en þá mætast:
Fylkir-ÍBV (klukkan 17.00), ÍA-
Víkingur R., KR-Fjölnir, Stjarnan-
Leiknir og Valur-FH (allir klukk-
an 19.15) og Keflavík-Breiðablik
(kl. 20.00). Þar eru fjögur af þeim
fimm neðstu á heimavelli. - óój
Úti er betra í Pepsi-deildinni
Útiliðin hafa náð í 69 prósent stiganna og skorað 63 prósent markanna í sumar.
ÞRJÚ STIG Í EFRA-BREIÐHOLTI Garðar Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum einn
af sex útisigrum Pepsi-deildarinnar í fyrstu tveimur umferðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FLEST STIG
ÚTILIÐA:
22 - 2015
22 - 1987
21 - 2007
19 - 2010
17 - 2011 og 2014
FLEST MÖRK
ÚTILIÐA:
19 - 2015
19 - 2013
17 - 1991
17 - 2002
17 - 2008
BESTA MARKA-
TALAN HJÁ
ÚTILIÐUM:
+8 2015 (19-11)
+6 2007 (14-8)
+4 1991 (17-13)
+3 2002 (17-14)
+3 1994 (11-8)
FLESTIR SIGRAR
ÚTILIÐA:
7 - 1987
6 - 2015
6 - 2007
5 - 2010, 1995, 2005,
2011 og 2014
ÁRANGUR ÚTILIÐA Í FYRSTU TVEIMUR UMFERÐUNUM 1984-2015:
Í KVÖLD KL. 19:30
365.is Sími 1817
KEFLAVÍK – BREIÐABLIK
Keflvíkingar taka á móti Breiðabliki á sunnudagskvöld kl. 19:30.
Tekst heimamönnum að fá sín fyrstu stig í sumar eða gera Blikar
sitt þriðja jafntefli í röð?
FÓTBOLTI Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er gengin í
raðir Selfoss á ný. Dagný kemur frá stórliði Bayern München
en hún varð þýskur meistari með liðinu á dögunum.
Til stóð að Dagný myndi semja við lið í Bandaríkjunum en
liðin í atvinnumannadeildinni vestra settu sig upp á móti því
að hún þyrfti ekki að fara í gegnum formlegt valferli eins
og aðrir leikmenn sem koma inn í deildina. Ekkert
varð því af þeim félagaskiptum.
Dagný mun spila með Selfossi í sumar, í það
minnsta fram í miðjan júlí þegar félagaskiptaglugg-
inn opnar á ný. Dagný lék með Selfossi í Pepsi-
deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í ellefu
deildarleikjum. Ljóst er að landsliðskonan styrkir
Selfossliðið gríðarlega en Sunnlendingar töpuðu
fyrir Fylki í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni á
fimmtudaginn. - iþs
Frá München til Selfoss
HANDBOLTI Hafnfirðingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson, sem
féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar,
hefur verið dæmdur í sex mánaða keppnisbann. Þetta staðfesti
Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Frétta-
blaðið í gær.
Niðurbrotsefni af anabólískum sterum fundust í sýni Jó-
hanns sem var tekið eftir bikarúrslitaleikinn sem ÍBV vann, 23-
22. Í yfirlýsingu sem leikmaðurinn og FH sendu frá sér í apríl í
kjölfar fréttaflutnings um málið segir að Jóhann hefði tekið inn
fæðubótarefni, sem er leyfilegt til sölu á Íslandi, í góðri trú. Það
var þó aldrei tekið fram hvaða efni var um að ræða.
Jóhann, sem er 21 árs gamall, hefur fengið dóminn sendan
en hann verður birtur í heild sinni á heimasíðu ÍSÍ á mánudag-
inn. „Hann hefur áfrýjunarrétt og getur áfrýjað þessum dómi
ef hann vill,“ sagði Skúli í samtali við Fréttablaðið í gær en
refsingin sem Jóhann fékk þykir í vægari kantinum. - iþs
Jóhann Birgir í sex mánaða bann
SEKUR Jóhann Birgir Ingvarsson er á leið í hálfs árs
keppnisbann fyrir steranotkun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPORT
HANDBOLTI „Það er lúxus að þurfa
ekki að ferðast í þessa leiki eftir
álagið síðustu vikur,“ segir Dagur
Sigurðsson en lið hans, Füchse
Berlin, verður á heimavelli um
helgina er úrslitahelgi EHF-bik-
arsins fer fram.
Lið Dags mætir slóvenska liðinu
Gorenje Velenje í dag en í hinum
undanúrslitaleiknum mætast
danska liðið Skjern og þýska liðið
Hamburg. Það er skammt stórra
högga á milli hjá liði Dags því um
síðustu helgi var Berlin að spila í
undanúrslitum þýska bikarsins.
Þar tapaði liðið á grátlegan hátt,
27-26, fyrir Magdeburg.
„Sú helgi var svakaleg og allir
leikir réðust með einu marki eða
fóru í framlengingu. Ég geri ráð
fyrir álíka jöfnum leikjum núna um
helgina. Við erum búnir að hrista
af okkur vonbrigðin og erum frek-
ar léttir á því.“
Vantar trukkana
Berlin hefur þó orðið fyrir áfalli
því línumaðurinn og varnartröll-
ið Jesper Nielsen getur ekki spilað
með liðinu um helgina.
„Hann er mjög mikilvægur fyrir
okkur á báðum endum vallarins.
Þetta er högg fyrir okkur og hóp-
urinn er þunnur fyrir. Svo vantar
okkur líka Denis Spoljaric sem er
aðalvarnarmaðurinn okkar. Okkur
vantar því báða trukkana í vörnina
og um leið eykst álagið á hina.“
Í hönd eru að fara síðustu vikur
Dags með liðið en hann lætur af
starfi þjálfara Füchse Berlin í lok
leiktíðar. Hann mun einbeita sér að
landsliðsþjálfarastarfinu hjá Þjóð-
verjum í framtíðinni.
Mikið af uppöldum strákum
„Það er frábært að fá svona helgi
áður en maður hættir. Ég er líka
að mæta til leiks með mikið af
heimamönnum en helmingurinn
af hópnum hjá okkur er uppaldir
strákar. Það er mjög skemmtilegt
og ekki algengt í dag. Þar af eru
tveir strákar, 20 og 21 árs, aðal-
menn í skyttustöðunum. Þetta er
næstum því kveðjustund hjá mér
og væri gaman að kveðja með titli
þó svo að þetta verði mjög erfitt.
Við vorum líklegir á heimavelli en
meiðslin setja strik í reikninginn,“
segir Dagur en hans lið komst líka
í undanúrslit í sömu keppni í fyrra
en tapaði þá undanúrslitaleiknum.
Ef Berlin kemst í úrslit verður
Dagur ekki eini Íslendingurinn á
svæðinu því Anton Gylfi Pálsson og
Jónas Elíasson munu dæma úrslita-
leikinn.
Þegar helginni lýkur tekur við
mikill lokasprettur hjá liðinu þar
sem það spilar fimm deildarleiki á
þrettán dögum.
„Svona er þetta bara. Eftir HM
þá spiluðum við tvo leiki á viku átta
vikur í röð. Það er mikið álag enda
líka mikil ferðalög. Þessir strákar
hafa ekki fengið að anda síðan í júlí
í fyrra.“
Margar eftirminnilegar stundir
Dagur er að klára sjötta árið sitt
með Füchse Berlin og hann segist
ganga stoltur frá borði.
„Ég er mjög sáttur við hvernig
ég skil við liðið. Það er mjög gaman
að geta hætt hérna eftir sex ár án
þess að vera rekinn. Það er óal-
gengt í þessum bransa. Við höfum
fimm sinnum komist í „final four“
í keppnum á þessum sex árum og
unnum bikarinn í fyrra. Náðum
þriðja sæti í deild og topp fjórum
í Meistaradeildinni. Það eru marg-
ar eftirminnilegar stundir og ég
er líka mjög stoltur af því að hafa
náð þessum árangri með mikið af
heimamönnum. Ég geng stoltur frá
borði,“ segir Dagur en liðið verð-
ur áfram undir íslenskri stjórn þar
sem Erlingur Richardsson tekur
við starfinu af Degi.
„Ég hefði viljað skila honum lið-
inu með Spoljaric og Bartlomiej
Jaszka en það lítur út fyrir að þeir
þurfi að leggja skóna á hilluna
vegna meiðsla. Það er því mikil
breyting en hann mun fá nýja menn
og þarf að móta sitt eigið lið.“
henry@frettabladid.is
Væri gaman að kveðja með titli
Dagur Sigurðsson er á lokasprettinum með lið sitt, Füchse Berlin. Hann verður í eldlínunni um helgina í undanúrslitum í EHF- bik-
arnum. Þau fara fram á heimavelli Berlin og lið Dags er líklegt til afreka. Er tímabilinu lýkur segist Dagur ganga stoltur frá borði.
KAFLA AÐ LJÚKA
Dagur á ekki eftir
að stýra mörgum
leikjum hjá Berlin í
viðbót en gæti náð í
titil um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY