Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.04.2017, Blaðsíða 16
Þarf meira en kraftaverk í ár Markaðurinn Þjálfarinn Íþróttadeild 365 hefur niður- talningu fyrir nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild karla í dag og með ár- legri spá sinni um deildina. Spánni verða gerð skil í öllum miðlum okkar – hún birtist fyrst í Fréttablaðinu en verður svo fylgt eftir í ítarlegri útgáfu á Vísi sem og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar. Ólsarar héldu sér í deildinni í fyrra, þökk sé frábærri fyrri um- ferð. Þetta er þriðja tímabil Víkings í efstu deild. Víkingar hafa misst nokkra leikmenn frá því í fyrra en mestu munar um Hrvoje Tokic sem skoraði níu af 23 mörkum Ólsara í fyrra. Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, segir erfitt að ætla að stóla á að Guðmundur Steinn Hafsteinsson fylli skarð Tokic en Víkingar eiga reyndar Þorstein Má Ragnarsson inni en hann er nú frá vegna ökkla- meiðsla. Hjörvar segir að spáin komi sér ekki á óvart. „Ef það var kraftaverk að halda liðinu uppi í fyrra verður það eitthvað enn meira og stærra takist það aftur nú,“ sagði Hjörvar. 1. ? 2. ? 3. ? 4. ? 5. ? 6. ? 7. ? 8. ? 9. ? 10. ? 11. ? 12. Víkingur Ólafsvík KOMNIR Guðmundur Steinn Hafsteinsson (ÍBV) Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Breiðablik) Hörður Ingi Gunnarsson (FH, lán) Mirza Mujicic (Notodden) FARNIR Admir Kubat (Þrótti Vogum) Björn Pálsson (hættur) Hrvoje Tokic (Breiðabliki) Kramar Denis (SJK Seinajoki) Martin Svensson (Danmörku) Pontus Nordenberg (Nyköpings) William Domínguez Da Silva Ejub Purisevic Ejub er öllum hnútum kunn- ugur í Ólafsvík enda þjálfað liðið frá 2003, að tímabilinu 2009 frátöldu. Ejub hélt liði í efstu deild í fyrsta sinn í fyrra en það er margt sem bendir til þess að það gæti reynst afar erfitt fyrir hann í ár. Þrír sem stólað er á  Cristian Martinez Liberato  Kenan Turudija  Guðmundur Steinn Hafsteinsson SPÁ 2017 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT - Vanræktu ekki viðhaldið - Allt til kerrusmíða Einfaldlega bestur Þriggja marka maður Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern München í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Real Madrid vann einvígið 6-3 og skoraði Ronaldo fimm af mörkum liðsins. Hann er nú kominn með 100 mörk í Meistaradeildinni. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vand- ræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeild- arinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dort- mund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síð- ustu viku. Við höfum stjórn á til- finningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterk- ari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðv- ar 2. ingvithor@365.is Ekki fara á 80. mínútu Barcelona sló út PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap í fyrri leiknum. Nú þurfa Börsungar að koma til baka eftir 3-0 tap fyrir Juventus. Barcelona skoraði þrjú mörk eftir 88. mínútu í 6-1 sigrinum á PSG sem tryggði liðinu áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. KR - Grindavík 98-65 Stigahæstir: Philip Alawoya 22/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16, Kristófer Acox 15 - Dagur Kár Jónsson 17, Lewis Clinch Jr. 15, Þorsteinn Finnbogason 13. Nýjast Domino’s-deild karla og kvenna Lokaúrslit, 1. leikur Snæfell - Keflavík 69-75 Stigahæstir: Aaryn Ellenberg 42/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/10 fráköst - Thelma Dís Ágústsdóttir 23/10 fráköst, Ariana Moorer 20/15 fráköst/10 stoðs. Real Madrid - Bayern 4-2 0-1 Robert Lewandowski, víti (53.), 1-1 Cristiano Ronaldo (76.), 1-2 Sjálfsmark (78.), 2-2 Ronaldo (105.), 3-2 Ronaldo (110.), 4-2 Marco Asensio (112). Rautt spjald: Arturo Vidal, Bayern (84.). Real Madrid vann einvígið 6-3. Leicester - Atlético M. 1-1 0-1 Saúl Níguez (26.), 1-1 Jamie Vardy (61.). Atlético vann einvígið 2-1. Nýjast Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit, fyrri viðureign Besti og versti mögulegi árangur 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.