Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2017, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.04.2017, Qupperneq 28
Margir vilja ferðast á eigin bíl um Evrópu í stað þess að taka bílaleigubíl. Það þýðir auðvitað að fara þarf sjóleiðina með bílinn. Nauðsynlegt er að gera bílinn kláran fyrir langferð. Best er að fara með bílinn á viðurkennt verkstæði og láta yfirfara hann áður en haldið er í hann. Þá er rétt að athuga hvort öku- skírteinið er gilt í útlöndum svo og vegabréfið. Þá er gott að hafa með sér seðla sem gilda í því landi sem farið er til upp á vegatolla. Kredit- kort er ekki tekið sem greiðsla alls staðar. Ef þú ætlar að aka um Evrópu þarf að skipuleggja ferðina áður en haldið er af stað. Mjög gott er að ákveða gistingu fyrirfram, það getur sparað kostnað. Nauðsynlegt er að hafa GPS-tæki í bílnum en einn- ig landakort og ferðabækur. Mun betra er að ferðast um akandi í júní og september en í júlí og ágúst. Þá er umferðin minni og þægilegra hitastig. Ekki keyra langtímum saman, stoppa þarf reglulega og teygja úr sér. Það er mjög skemmtilegt að aka um Norðurlöndin svo það er góður valkostur. Ef farið er um Danmörku, Noreg eða Svíþjóð er upplagt að taka með sér tjaldvagn. Víða er hægt að finna þægileg tjald- svæði. Við Miðjarðarhafið eru líka tjaldsvæði en þau þarf oft að panta fyrirfram. Nauðsynlegt er að láta skoða bílinn fyrir langferð í útlöndum. Það er endalaust hægt að finna ein- falda og skemmtilega leiki og takmarkast fjöldinn nánast við hugmyndaflug hvers og eins. Það getur verið skemmtilegt að fara akandi á eigin bíl um Skandinavíu. Á eigin bíl í útlöndum Ætlar þú að leggja land undir fót? Flestum börnum finnst gaman að fara í skemmtilega leiki þegar ferðast er um landið. Lítið mál er að finna skemmtilega leiki sem stytta tímann. Langar bílferðir í sumar-fríum leggjast misvel í yngstu fjölskyldumeðlimina. Ýmis snjalltæki geta hjálpað til við að stytta stundirnar en það er líka skemmtilegt að fara í leiki með krökkunum. Það er endalaust hægt að finna einfalda og skemmti- lega leiki og takmarkast fjöldinn nánast við hugmyndaflug hvers og eins. Meðal þekktra leikja má nefna hinn sívinsæla leik Frúin í Hamborg sem allir ættu að þekkja. Annar vinsæll leikur er Hver er maðurinn? Þar finnur einn þátt- takandi sér þekktan mann eða konu og hinir spyrja spurningar, sem bara er hægt að svara með já eða nei, og reyna að komast að því hver viðkomandi er. Á löngum ferðalögum er ekki hjá því komist að sjá ýmis dýr. Þá er hægt að fara í leik þar sem hver og einn reynir að herma eftir hljóðunum sem dýrin gefa frá sér. Sameiginleg dómnefnd getur svo valið besta hljóðið en hér þarf þó enginn að vinna því markmiðið er að auka kátínu ferðafélaganna. Einnig má telja fjölda bíla af hverri tegund sem keyra framhjá fjölskyldubílnum. Þá velur hver og einn eina bílategund, t.d. Toyota eða Ford, og hver og einn telur með sínu merki í tíu mínútur. Sá sem er með flesta bíla að þeim loknum stendur uppi sem sigurvegari. Lífgandi leikir á löngum ferðum JEPPADEKK fyrir felgustærðir 15 - 16 - 17 - 18 og 20 tommur Sumar stærðir eru fáanlegar sem burðardekk (D,E). Icetrack ehf. Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is www.mtdekk.is 4 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.