Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 112
„Ég tók við sem forstjóri árið 1988. Ég bjóst raunar aldrei við því að gera það, ég var að vinna að mínum eigin verkefnum og geri enn. Mamma erfði allt eftir Charles og Ray og hún þurfti aðstoð,“ segir Eames Demetrios, barnabarn hina rómuðu hönnuða og hjóna Ray og Charles Eames og forstjóri Eames Office. „Eins og ég segi var það ekki planið, sem ég held reyndar að hafi verið gott því ég fann ekki fyrir pressu þangað til að starfa við fjölskyldufyrirtækið.“ Hann er ekki einungis forstjóri fyrirtækisins heldur er hann einnig kvikmyndagerðarmaður og lista- maður og er hann staddur hér á landi í tvíþættum tilgangi, þar á meðal að fylgja eftir yfirlitssýningu á verkum afa síns og ömmu sem ferðast um heiminn. Sýningunni, sem er í versl- uninni Penninn Húsgögn, er skipt upp í mismunandi tímabil í hönn- unarsögu hjónanna og þar er einnig hægt að sjá teikningar og texta sem fylgja hverri hönnun og staðsetur húsgögnin í sögulegu samhengi en einnig vinnur hann að eigin verkefni en hann hefur gert fjölda stuttmynda og tvær kvikmyndir í fullri lengd. „Verkið segir sögu með innsetningum inn í landslag víðs vegar um heiminn. Alls höfum við sett það upp á um 112 stöðum og það má líkja þessu við skáldsögu og við setjum hluta hennar upp á mismunandi stöðum. Í gær settum við upp hluta af verkinu á Hellnum. Við fengum steinsmið af svæðinu til þess að skera sögu í stein og ég er mjög spenntur fyrir því hvernig þetta mun koma út.“ Verkefnið ber nafnið Kcyma- e r x t h a e r e o g stendur saman af plötum sem orð eru grafin eru í og er komið fyrir víðs vegar um heiminn. Hugmyndina að því fékk hann fyrir tólf árum. Sögumaður í eðli sínu Hann lifir og hrærist í hönnun hjónanna en ekki hefur til þess komið að hann legði sjálfur fyrir sig húsgagnahönnun. „Ég hef vissu- lega hugsað mikið um hönnun og hluti en ég lít ekki á sjálfan mig sem hönnuð. Ég sé mig sem sögumann og líka sem kvikmyndagerðarmann. Það er kannski það hvernig þú orkar á heiminn og fyrir mig hefur það alltaf verið á þann hátt að segja sögur. Það er kannski þess vegna sem ég kann vel við mig í þessu starfi með hús- gögnin og vil sjá til þess að það sé gert vel.“ Starf hans er kannski að mörgu leyti sem sögumaður og hefur hann haldið Eames-arfleiðinni á lofti, meðal annars með því að segja sögu hönnunar afa síns og ömmu í myndinni A Gathering of Elephants og halda fjölda fyrirlestra, en mark- mið Eames Office er að halda arfleið hjónanna og verkum þeirra á lofti. Það liggur auðvitað beint við að spyrja Eames hvort hann eigi sér ekki uppáhaldshúsgagn  eftir afa hans og ömmu. Hann hugsar sig um í smá stund, enda af nægu að taka, og bendir svo á Eames Aluminum Group Management Chair. „Ástæða þess að ég vel þennan stól er í fyrsta lagi sú að ég er með svona stól á skrifstofunni minni og sit því í honum þegar ég vinn. En það sem ég virkilega elska við hann er það að þú getur einungis hannað hann ef þú veist nákvæmlega hvernig á að gera hann,“ segir hann og útskýrir að á bak við straumlínulagað útlitið liggi flóknar pælingar um hvernig skuli gera efnið nægilega strekkt á stólnum þannig að það haldi sér til langs tíma og styðji vel við þann sem í honum situr. Enda frekar mikilvægt að sitja í þægilegum stól við vinnu. „Það er ekki það að það sé auð- velt að gera hina stólana. En það er hægt að sjá hvernig þeir eru gerðir. Hvernig efnið er mótað og unnið. En með þennan stól liggur flókið ferli að baki og þú þarft virki- lega að sjá fyrir þér hvernig það á að framleiða hann í verksmiðjunni svo það gangi upp. Hann er frábært dæmi um góða hönnun. Hann er glæsi- legur og hefur þennan, eins og Ray og Charles kölluðu það, „the-way- it-should-be-ness“ eiginleika. Þeim fannst að þegar það kæmi að virki- lega vel heppnaðri hönnun væri það bara þannig sem hún ætti að vera. Þú bara fyndir það,“ segir hann og það er augljóst að hann er á sama máli. „Þau hönnuðu hann af því að vinir þeirra, Alexander Girard og Eero Saarinen, voru að vinna að húsi í Louisiana og þeir vildu vera með úti- húsgögn en fundu engin sem þeim leist nægilega vel á og báðu Ray og Charles um að hanna fyrir sig hús- gögn. Þannig að hann var upphaf- lega hannaður sem útihúsgagn.“ Aluminum Group stóllinn er nú til í mörgum útfærslum en hann var upp- haflega hannaður árið 1958. Lærdómsferli vanmetin En hvað er það sem fær húsgagna- hönnun til þess að standast tímans tönn líkt og raunin er með mörg af húsgögnum þeirra hjóna? „Þegar Charles var spurður að því hvernig maður færi að því að hanna stól fyrir aðra var svarið það að þú yrðir að hanna hann fyrir sjálfan þig en þú yrðir að hanna hann fyrir alheimshluta sjálfs þín,“ segir hann og bætir við: „Við eigum öll mun meira sameiginlegt en við viljum vera láta. Ray og Charles voru mjög fókuseruð á þessi tengsl sem við eigum sameiginleg. Ef þú horfir á það þegar þú hannar hluti eins og stóla þá verður það til þess að þeir verða nyt- samlegir í ólíkum menningarheimum og á margvíslegum tímum,“ segir hann hugsi. „Hitt er það að hlutverk hönnuðar er að mörgu leyti eins og hlutverk góðs gestgjafa sem sér fyrir þarfir gesta sinna. Ég er mjög hrifin af þeirri hugmynd.“ Authenticity, eða trúverðugleiki, er mikilvægt hugtak í fyrirtækinu. Það skiptir máli að hlutirnir séu gerðir rétt og vel og þegar kemur að hönnun hluta þarf að halda í það hugtak á meðan hlutirnir eru framleiddir aftur og aftur. „Þau reyndu stöðugt að bæta hlut- ina. Til dæmis er bara þessi tappi,“ segir hann og bendir á fót Eiffel stólsins sem hann situr í: „Hann hefur breyst mjög mikið í gegnum árin af því að í fyrstu útgáfunni var hann of viðkvæmur. Þau báðust ekki afsökunar og sögðust vera listamenn. Þau hugsuðu hvernig þau gætu bætt hann,“ segir hann og bætir við að þau hafi breytt og bætt hlutina að eigin frumkvæði  því þannig vildu þau vinna. „Mér finnst það fallegt. Þetta snýst ekki um að hafa rétt fyrir sér í upphafi heldur lærdómsferli. Ég tel þetta ferli sem við höfum öll gott af að tileinka okkur. Ég held að við, í dag, séum oft of upptekin af því að ná hlutum rétt í fyrstu tilraun. Það eru vissulega hlutir þar sem fyrsta upplifun skiptir miklu máli en ég held að það sé líka mikilvægt að heiðra hitt. Að við getum bætt hluti í lífi okkar, hvort sem það eru við sjálf eða eitthvað sem tengist því sem við vinnum að.“ Sýningin á verkum hjónanna stendur yfir í verslun Pennans í Skeif- unni 10. gydaloa@frettabladid.is Meira sameiginlegt en við höldum Eames Demetrios er barnabarn Ray og Charles Eames. Hann bjóst ekki við að starfa við fjölskyldufyrirtækið en hefur stýrt því rúm 30 ár. Hann segir lærdómsferlið vanmetið og segir að við þurfum ekki að ná hlutunum í fyrstu tilraun. Eames Demetrios er forstjóri Eames Office og hefur verið síðastliðin þrjátíu ár. Fréttablaðið/Stefán Charles og Ray Eames. Nordicphotos/Getty GÖNGUFERÐ TENERIFE 21.– 28. OKT. Þar sem m.a. er gengið um Teide National Park og Masca í yndislegu veðri. Farastjórarnir Inga og Snorri leiða hópinn. Innifalið fullt fæði, nesti, og allur flutningur. 224.900 KR. Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is VERÐ FRÁ Eames Aluminium Office Chair With Arms Mynd/Vitra Mér finnst það fallegt. þetta snýst ekki uM að hafa rétt fyrir sér í upphafi heldur lær- dóMsferli. ég tel þetta ferli seM við höfuM öll gott af að tileinka okkur. ég held að við, í dag, séuM oft of upp- tekin af því að ná hlutuM rétt í fyrstu tilraun. 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r68 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ðLífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.