Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 51
1
5
-1
9
7
4
-
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Við leitum að
fluggáfuðu fólki
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum
til starfa hjá Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna
Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1040 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu
og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk
yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
Viðskiptafulltrúi
í viðskiptadeild
Viðkomandi þarf að búa yfir þekkingu á tölfræði og úrvinnslu gagna, góðri þjónustulund og
reynslu af gerð viðskiptaáætlana. Starfið felst meðal annars í úrvinnslu og miðlun upplýsinga
til starfsfólks, rekstraraðila og farþega á leið um flugstöðina, þjónustu- og gæðaeirliti með
rekstraraðilum og greiningu sem og innleiðingu á nýjum tekjutækifærum.
Viðskiptafulltrúi
í bílastæðaþjónustu
KEF parking
Viðkomandi þarf að búa yfir aðlögunarhæfni og vera fljótur að tileinka sér tækninýjungar
auk þess sem hæfni við gerð markaðs- og tekjugreiningar og viðskiptaáætlana kemur sér vel
í starfinu. Helstu verkefni eru val og innleiðing á fyrirframbókunarkerfi, markaðsgreiningar
á vörum tengdum bílageymslu, vöruþróun og samskipti við viðskiptavini.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.isavia.is/atvinna Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2015
Óskað er eir skipulögðum og hugmyndaríkum einstaklingum
með háskólapróf sem nýtist í starfi. Í boði eru spennandi
framtíðarstörf hjá fyrirtæki í miklum vexti.
Sérfræðingur í rekstri
farangurskerfa
Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynsla eða menntun á sviði
framleiðslu- eða færibandakerfa er æskileg. Meðal helstu verkefna er dagleg umsjón með
virkni, viðhaldi og viðhaldsáætlun farangurskerfa, ábyrgð á gæðakerfi, gerð og eirfylgni
rekstraáætlana ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.