Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 68
| AtvinnA | 19. september 2015 LAUGARDAGUR24
Lýsi hf. leitar að
starfsmanni í viðhaldsdeild
Lýsi hf. er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsuvörur úr
sjávarafurðum og flytur til yfir 70 landa. Starfsemin byggir
á samhentu og jákvæðu starfsfólki sem hefur gæði og
þjónustu að leiðarljósi.
Um er að ræða starf í viðhaldsdeild Lýsis hf. að Fiskislóð
í Reykjavík. Sex manns starfa í deildinni og undir hana
heyrir viðhald á framleiðslutækjum og búnaði auk
fasteigna fyrirtækisins.
Starfssvið
• Daglegt viðhald á framleiðslubúnaði og húsnæði.
• Eftirlit með búnaði og tækjum.
• Smíðavinna á verkstæði.
• Almenn viðhaldsstörf
Hæfniskröfur
• Vélvirkjun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Sveigjanleiki og fjölhæfni.
Vinsamlegast tilgreinið í umsókn að sótt sé um starf í
viðhaldsdeild.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á heimasíðu
Lýsis hf. http://www.lysi.is/starfsemin/storf-i-bodi.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir skulu berast fyrir 5. október 2015.
Íslyft ehf er sérhæft fyrirtæki í sölu og þjónustu á
lyfturum. Íslyft ehf hefur haft mesta markaðshlutdeild í
sölu á lyfturum sl 18 ár.
Steinbock
Þjónustan EHF
Óskum að ráða vandvirkan einstakling í frágang og
standsetningu á sölutækjum.
Framtíðarstarf hjá öruggu fyrirtæki.
Vinsamlegast sendið umsóknir á gisli@islyft.is
Vesturvör - 200 Kópavogur - 564 1600
ERT ÞÚ GULL
AF STARFSMANNI?
Aurum leitar að starfsfólki
í skartgripa - og lífsstílsverslun
STARFSSVIÐ
HÆFNISKRÖFUR
• Afgreiðsla í verslun
Óskum eftir umsækjanda eldri en 22 ára.
Um er að ræða 50-100% vinnu
Áhugasamir sendi inn ferilskrá á netfangið
laila@aurum.is fyrir 30.september n.k.
Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I www.aurum.is
• Önnur tilfallandi verkefni
• Reynsla af sölu og/eða
afgreiðslustörfum æskileg
• Þjónustulund og stundvísi
• Jákvæðni
• Enskukunnátta, önnur
tungumál mikill kostur
Nú vantar okkur hjá Móðir
Náttúru góðan starfsmann
til almennra eldhússtarfa og
afleysinga í útkeyrslu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á
heilbrigðum lífstíl og tali íslensku.
Vinnutími: 8-16 virka daga.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á
modir@modirnattura.is
BÓKBAND
Bókbindari eða maður vanur brotvélum og heftingu
ásamt annarri almennri bókbandsvinnu
óskast sem fyrst.
Upplýsingar gefur Erlingur í síma 563 6009
eða á erlingur@litrof.is
Li r f
p r e n t s m i ð j a
Litróf
Litróf
p r e n t s m i ð j a
Litróf
p r e n t s m i ð j a
Sími 563 6000 · litrof@litrof.is · www.litrof.is
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ auglýsir
eftir að ráða verkefnastjóra. Helstu verkefni felast í
umsjón með verkefnunum Heimsóknavinum, Fötum
sem framlagi og Heilahristingi. Þá hefur verkefnastjóri
umsjón með mótttöku nýrra sjálfboðaliða og skráningu
þeirra, svörun almennra fyrirspurna og tekur þátt í
átaksverkefnum.
Við leitum eftir ábyrgum, glaðlegum og þjónustu-
lunduðum einstaklingi sem hefur gaman af ólíkum
verkefnum og samskiptum við fólk á öllum aldri.
Aðrar hæfniskröfur eru eftirfarandi:
Starfsstöð verkefnastjóra er í miðbæ Hafnarfjarðar á
lítilli en líflegri skrifstofu en verkefnastjóri vinnur einnig
með starfsmönnum á öðrum starfstöðum félagsins.
Frekari upplýsingar um starfið gefur Hildur Trygg-
vadóttir Flóvenz á netfanginu hildur@redcross.is
eða í síma 565 1222.
Umsóknarfrestur er til og með 27. september og
eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um.
Umsóknir skulu innihalda stutt kynningarbréf þar
sem fram koma rök fyrir hæfni í starfið og grein-
agóða ferilskrá. Umsóknir skulu sendar sem eitt pdf
skjal á netfangið hildur@redcross.is.
Rauði krossinn leitar
að verkefnastjóra
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Reynsla af verkefnastjórnun
Þekking á starfsemi félagasamtaka og
vinnu með sjálfboðaliðum
Gott vald á íslenskri og enskri tungu,
önnur tungumálakunnátta kostur
Góð tölvufærni, þekking á Salesforce er
kostur
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð