Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 114
Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is Allir sem versla við okkur í september fara í lukkupott. Dregið verður 3. október og tveir heppnir viðskiptavinir eignast glæsilegt Michelsen Tradition úr að eigin vali. Opnunarleikur FJÖL DI GLÆ SILE GRA OPN UNA R- TILB OÐA Nú erum við líka í Kringlunni Höfum opnað glæsilega verslun í Kringlunni. Af því tilefni eru fjölmörg glæsileg opnunar- tilboð í verslunum okkar við Laugaveg, í Kringlunni og á michelsen.is. Hlökkum til að sjá ykkur. „Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sóló- plötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út. Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augna- blik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tón- listarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljóm- sveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“ Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sóló- plötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tím- inn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekkt- ur sem President Bongo og með- limur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“ Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tón- listinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan  22 og er miðaverð 2.000 krónur. kjartanatli@frettabladid.is Einsamall Högni og flóttinn um landið Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson vinnur nú að sólóplötu og heldur í fyrsta sinn tónleika einn síns liðs með gítarinn og píanóið að vopni. „Þú þarft alveg að vera dálítið klikk- aður,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, einn dómaranna í Open Mic, eða Orðið er frjálst, keppni sem haldin er í tengslum við Reykjavík Comedy Festival og fer fram 23. október næstkomandi. „Hugmyndin er sú að fólk sendi inn myndbönd af sér á visir.is, þar sem þau safnast saman og dómnefndin fer yfir. Þar verða sigtaðir úr tuttugu grínistar og lesendur visir.is fá svo það verkefni að velja átta bestu úr. Í framhaldinu munu þeir stíga sín fyrstu skref í uppi- standsbransanum, í sjálfu Silfurbergi í Hörpu,“ útskýrir Rúnar, þó nokkuð spenntur. Auk hans munu þeir Jóhann- es Haukur Jóhannesson og Ísleifur B. Þórhallsson skipa dómnefnd, en Jóhannes Haukur mun að auki sinna hlutverki kynnis í Silfurbergi. Aðspurður um hvaða kostum grínistar þurfi að búa yfir, ætli þeir sér að taka þátt í fjörinu, segir Rúnar allra mikilvægast að vera óttalaus. „Að fara með sitt eigið efni fyrir framan fullan sal af fólki þar sem krafa er gerð um að þú sért ógeðslega fyndinn, er ekkert grín. Ég fæ í magann bara við tilhugs- unina. Ég meina, kannski hlær enginn,“ bendir hann á og segir svo alvarlegur í bragði: „En svo verður fólk að átta sig á að menn geti hæglega orðið háðir þessu, það er að segja ef vel gengur.“ Þá segir Rúnar frumlegheit skipta sköp- um, að geta gripið eitthvað í daglega lífinu og bent áhorfendum á húmorinn í því sé gulls ígildi. Gerir hann ráð fyrir að úr nógu verði að moða. „Það er eitt- hvert uppistandsæði í gangi á landinu núna.  Hingað hafa verið fluttir inn uppistandarar hægri vinstri, og það er alltaf uppselt strax.“  – ga Uppistandsæði skekur íslensku þjóðina Óreynir grínistar hafa kost á því að stíga á svið á Reykjavík Comedy Festival. Högni Egilsson titlar tónleikaröð sína Flóttinn um landið. Mynd/Ari Maggi Rúnar Freyr Gíslason segir mikilvægt að vera óttalaus þegar uppistand er flutt. Vinnan HEfUr gEng- ið VEl. Við UnnUm samflEytt að plötUnni yfir tVEggja ára tímabil. En síðan þá HEfUr Hún lEgið í ofninUm, Ef sVo má sEgja, í Hægri EldUn. 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r70 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.