Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 18
SKOÐUN Gunnar Mín skoðun Jón Gnarr Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Ég hugsa og þess vegna er ég,“ er heimspekileg stað-hæfing sem yfirleitt er eignuð franska stærðfræð-ingnum, heimspekingnum og vísindamanninum René Descartes (1596-1650). Hugmyndin er þó eldri þótt hún sé orðuð með öðrum hætti. Þessi staðhæfing er einn helsti grundvöllur vestrænnar heimspeki. Stað- hæfinguna má túlka með mismunandi hætti. Í henni er einstaklingurinn gerandi. Hann hugsar og skapar þannig hugmyndina og vitundina um sjálfan sig. Maðurinn hefur frjálsan vilja sem er þó settur undir æðri vilja sem sé vilji Guðs. Manneskjan er tvískipt, í anda og líkama. Líkaminn er ófullkominn og dýrslegur, þar búa hvatirnar og brestirnir. Sálin er á æðra plani á guðlegu sviði. Siðfræðin snýst svo að miklu leyti um átökin þarna á milli. Við erum andlegar verur í grunninn en dregin áfram af dýrslegum hvötum sem oft koma okkur í ógöngur enda sálin fangi líkamans. Kynhvötin fer þar fremst í flokki. Hún er frumstæðust og subbulegust allra hvata. Andinn er reiðubúinn en holdið er veikt. Trúar- brögðin grundvallast á þessu. Líf okkar og örlög dansa eftir geðþótta Guðs. Svo okkur farnist vel í lífinu þarf okkar eigin vilji að vera í sem mestu samræmi við æðri vilja hans. Hann leiðir okkur áfram. Innsæi er oft skil- greint sem leiðsögn frá Guði, eða að handan að minnsta kosti. Handanverur geta líka vitjað okkar í draumum og komið á framfæri skilaboðum. Ég er ósammála Ég er ósammála þessu af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi hafna ég hugmyndinni um Guð. Ég hef ekki fundið neitt sem bendir til tilvistar slíkrar veru eða fyrirbæris. Persónuleikinn er heldur ekkert sem ég er sammála að sé óbreytanlegur hluti af einstaklingi. Það hefur sýnt sig að sjúkdómar og áföll geta breytt skapgerðareinkennum fólks. Ég þekki þetta líka sem leikari, að skipta um ham og verða önnur persóna. Það getur verið andleg reynsla. Nýjustu rannsóknir í taugavísindum benda til þess að frjáls vilji sé ekki til eða að minnsta kosti stórlega ofmet- inn. Það sem ég upplifi því sem „mig sjálfan“ virðist á tálsýn byggt. Ég veit ekki með sálina eða mannsandann. Kannski er meðvitund eitthvað meira en bara líkamlegt ástand. Ég hef fengið nokkrar slíkar upplifanir sem ég get ekki útskýrt. Ég er þó alls ekki á því að ef eitthvað andlegt sé til þá sé það þar af leiðandi yfirnáttúrulegt. Ég held að hugtakið „yfirnáttúrulegt“ sé yfirleitt einungis orð yfir náttúruleg fyrirbæri sem við höfum ekki enn náð að skilja. Guðstrú er úrelt hugmyndafræði Ég held því að við þurfum að losa okkur við gamlar og úreltar hugmyndir til að geta tekið við nýjum. Guðstrú er úrelt hugmyndafræði, hjátrú sem beinlínis stendur okkur fyrir þrifum á svipaðan hátt og þegar fólk til forna hélt að geðsjúklingar væru haldnir illum öndum eða sjúkdómar eða áföll væru guðleg refsing. Guðstrú er fyrir mér lygi og lygi getur aldrei verið til blessunar. En það er bara mín skoðun og aðrir hafa fullan rétt á að mynda sér sína eigin skoðun út frá sínum eigin upplifunum. Heilinn er hinn raunverulegi stjórnandi lífs okkar. Hann tekur ákvarðanir sem við sjálf erum oft ekki með- vituð um. Heilarannsóknir sýna að þegar við tökum ákvarðanir er heili okkar búinn að taka hana áður en án okkar vitundar. Og oftar en ekki beitir hann okkur sjálf blekkingum til að leiða okkur áfram og fá okkur til að gera hluti. Fullorðið fólk leikur þann leik oft við börn. Ef við værum tölva væri heilinn móðurborðið og harði diskurinn. „Við“ værum einungis viðmót. Og heilinn í mér á meira sameiginlegt með heilanum í þér heldur en restinni af mér. Hann er ekki bundinn einstaklingum heldur er hann sjálfstæð lífvera. Og við erum einungis þjónustufólk hans. Heilinn er Guð. Heilinn hefur vilja. Við getum kallað hann sjálfstæðan eða eðlislægan. Það erum því ekki „við“ sem tökum ákvörðunina heldur heilinn. Hann er ekki hluti af okkur heldur erum við einungis hluti af honum. Í ljósi þessa stenst staðhæfing Descartes ekki. „Ég“ er ekki vegna þess að ég hugsi. Það er hugsun og þess vegna er „ég“. Cogito, ergo sum. Eða hvað? Æskilegt er að hópur vina og kunningja bjóði fram til þings og sveitarstjórna. Óháð framboð, sem tjalda til einnar nætur, gera stjórnmálin blæbrigða-ríkari, hvort sem fulltrúar þeirra ná kjöri eða ekki. Besti flokkurinn er besta dæmið. Hann var trúverð- ugur af því hann var óháður. Við gengum að því vísu, að hann skuldaði engum neitt. Eins og Bandaríkjaforseti á öðru kjörtímabili, var hann frjáls á valdatíma sínum því hann vildi ekki endurkjör. Stíllinn fólst í góðum manna- siðum, tillitssemi og græskulausu háði. Grín slær vopnin úr höndum einstrengingslegra pólitíkusa. Þeir horfa á myndina af sjálfum sér í spéspeglinum, verða niðurlútir og hopa. Framboð af þessu tagi leysa stjórnmálaflokka ekki af hólmi. Margir liðsmenn flokkanna eru hreint ágætir pólitíkusar. Sum standa fyrir skilgreinda hagsmuni, sem sagðir eru sérhagsmunir í niðrandi tóni. En sérhagsmunir og almannahagsmunir fara iðulega saman. Sterk fyrirtæki geta borgað góð laun, góð laun skila miklu skattfé sem stendur undir rekstri góðs samfélags. Þetta er jafnvægis- list. Lengi vel höfðu flokkarnir tangarhald á menningu og listum, réðu fjölmiðlum, bönkum, samtökum fyrirtækja og verkalýðshreyfingunni. Ítökin hafa minnkað. En nokk- ur fyrirtæki hafa illu heilli hert tökin á sínum flokkum. Metorðastigar flokkanna lúta reglum sem eru sniðnar að þeim sem mótast í valdakerfi þeirra. Byrja í ung- liðahreyfingu eða háskólapólitík, fá starf í ráðuneyti eða flokksapparati og verða aðstoðarmenn ráðherra. Sumum er fleytt alla leið í ráðherrastól hratt og örugg- lega með næringarsnautt veganesti. Ekki má þó gera lítið úr reynslu af flokksstarfi. Þekking á refilstigum stjórn- málanna getur gagnast vel. En hjörðin verður einsleit ef öll fara í gegnum nálarauga flokksstarfs. Píratar eru boðberar válegra tíðinda af hugverkarétti. Það er grafalvarlegt og snúið mál sem ekki verður leyst með því að skjóta sendiboðann. Þótt brokkgeng séu leggja Píratar oft gott til málanna. Nú vilja þau bregðast við fleiri tíðindum úr tækni- heimum. Vélmenni, vitvélar, flygildi og sjálfkeyrandi samgöngutæki munu fljótlega leysa af hólmi um helming starfa. Spurningarnar eru: Hvernig skiptum við auðnum þegar æ færri hendur skapa hann? Hvernig látum við daginn líða þegar störfin hverfa? Hver kaupir afurðina þegar launþegum fækkar? Hvernig drögum við fram lífið án atvinnu? Við þurfum að finna svörin og helst snúa þessu öllu okkur í vil. Hugverkaflækjan er bara toppurinn á ísjakanum. Pírötum stafar hætta af lukkuriddurum, sem vilja stökkva á vinsældavagninn. Þau hafa engar skyldur við þá. Framboð vina og kunningja er lýðræðislegt ef kjósandinn veit hvernig í pottinn er búið. Krafan er að við fáum tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun í kjör- klefanum. Nýir tímar í pólitík Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Lengi vel höfðu flokkarnir tangarhald á menningu og listum, réðu fjölmiðlum, bönkum, samtökum fyrirtækja og verka- lýðshreyfing- unni. Af hverju meðgöngujóga? Kennt í sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði sími 6910381 • Hæfari að fara í gegnum sársauka • Kann rétta öndun, rétta líkamsbeytingu • Finnur sig sterkari og öruggari í félagsskap barnhafandi góðra kvenna 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.