Fréttablaðið - 21.11.2015, Page 18

Fréttablaðið - 21.11.2015, Page 18
Við urðum öll agndofa við árás­irnar í París í liðinni viku. Fram­undan er tími óvissu í alþjóða­ málum og við vitum ekki hvaða áhrif þessir atburðir muni hafa til lengri tíma litið. Það er mikilvægt að muna að þessi ofbeldisverk hafa ekkert með trú eða þjóðerni að gera. Þær byggja á óskiljanlegri og andstyggilegri hug­ myndafræði, sem sér ógn í frjálsu sam­ félagi. Íslam er ekki vandamál í Evrópu, heldur öfgahreyfingar sem misnota til­ finningu annarrar og þriðju kynslóðar innflytjenda sem upplifa sig utanveltu. Auðveld skotmörk Hryðju verk amenn síðustu ára eru oft­ ast ungir piltar af mús límsk um upp­ runa sem hafa al ist upp í viðkom andi ríki, en upp lifa sig ut an veltu og eru fé­ lags lega veik b urða. Þeir finna sig ekki í skóla eða vinnu og eiga ekki von um að ná sama árangri og aðrir. Útsend­ arar nálgast þá meðal annars í gegnum tölvusamskipti og næra með þeim öfgafullar hugsanir og heimsmynd. Það er slá andi að svipaður er bak­ grunn ur þeirra sem ger ast sek ir um hrika leg fjölda morð í Banda ríkj un­ um á síðustu miss er um. Skortur á tengslum við samfélagið, viðeigandi skólagöngu og atvinnutækifærum fyrir unga pilta í vestrænum sam­ félögum er hætt að vera félagslegt eða menntarannsóknarlegt úrlausnarefni og er orðið mikilvægt öryggismál vestrænna samfélaga. Það er skrýtið að þessar staðreyndir endurspeglist ekki í auknum opinberum framlögum til fjölbreytts framhaldsnáms sem mætir ólíkum þörfum, aðgangi að sál­ fræðiþjónustu og þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra fyrir unga pilta. Stóra myndin Stóra myndin er svona: Það er jafn frá­ leitt að tengja íslam við hryðjuverk og ef við ræddum vændi og mansal alltaf sem sérstakt vandamál kvenna. Mús­ limar eru vissulega oftast fórnarlömb ofbeldis öfgamanna sem kenna sig við íslam og ungt fólk úr þeirra röðum verður sérstaklega fyrir barðinu á útsendurum slíkra afla, rétt eins og konur eru oftast fórnarlömb vændis og mansals. En skömmin og ábyrgðin á ofbeldinu liggur hjá þeim sem það boða, en ekki öllum múslimum og síst af öllu hjá fórnarlömbum ofbeldis. Aukinn viðbúnaður Um alla Evrópu er nú horft til þess hvernig hægt er að bregðast við þessum atburðum með hertri löggæslu og eftir­ liti. Það er sjálfsagt að gera það og mikil­ vægt að löggæslan hafi fullnægjandi tæki til að bregðast við hættu. Mat á því má samt ekki byggja á hind ur vitn um eða flökku sög um held ur staðreynd­ um og yf ir vegaðri túlk un á þeim. Það hef ur til dæm is ekk ert komið fram sem styður við staðhæf ing ar um að opin landa mæri Evr ópu séu or sök þess ara árása. Við skul um því bregðast við auk­ inni lög gæsluþörf ef hún er fyr ir hendi en ekki búa hana til. Við gætum vopnast til að reyna að mæta vandanum. Það mun hins vegar aldrei uppræta nýliðun í hópi öfga­ manna, svo lengi sem áfram verða til félagslegar aðstæður sem ala á von­ leysi og einangrunartilfinningu ungra pilta. Það er athyglisvert að bera saman jákvæð viðbrögð stjórnvalda á Vestur­ löndum gagnvart óskum um frekari útgjöld til löggæslu og öryggismála og neikvæð viðbrögð við því að auka útgjöld til félagslegra lausna, svo sem því að auka framboð fjölbreytts fram­ haldsnáms og fjölga tækifærum ungs fólks. Bresk stjórnvöld skera nú til dæmis gríðarlega niður fjármagn til framhaldsnáms, á sama tíma og for­ dæmalausum fjárhæðum er varið í löggæsluviðbrögð við hryðjuverkum. Lausnin felst í samheldni Við skulum gæta okkar að draga réttar ályktanir af þessari þróun. Í hruninu jukum við framlög til fjölbreyttra lausna fyrir atvinnulaust ungt fólk með góðum árangri, en sú áhersla hefur síðan dregist saman. Við þurfum að auka framlög til þessara verkefna og leggja áherslu á fjölbreyttan fram­ haldsskóla sem er öllum opinn. Stefnu stjórnvalda þarf að snúa við. Frá aldamótum hefur fjöldi leik­ skólabarna með erlent ríkisfang sjö­ faldast á Íslandi, en ungt fólk af erlend­ um uppruna er í miklu minni mæli í framhaldsskólum en fólk af íslenskum uppruna. Þarna þarf úrbætur og aukna áherslu á að auðvelda fólki af erlendum uppruna framgang í skólakerfinu. Stefna núverandi menntamálaráðherra um harðari kröfur um námsframvindu, hraðara nám og lokun framhaldsskól­ ans fyrir eldri nemendum er eins vit­ laus og hugsast getur í þessu samhengi. Brjótum niður fé lags lega ein angr un Viðbrögð Vesturlanda við þessari ógn munu skipta öllu um þróun samfélaga okkar á næstu áratugum. Besta svarið hlýtur að vera það sem Jens Stoltenberg gaf eftir fjöldamorðin í Ósló og Útey: Eflum enn frekar opið, frjálst samfé­ lag og mannúð, án þess þó að gera lítið úr hættunni sem við er að eiga. Við skulum ekki vanmeta hættuna heldur bregðast við henni af þeirri alvöru sem nauðsynleg er. En við skulum ekki bregðast við með því að hamast bara á afleiðingum félagslegs óréttlætis, heldur ráðast líka að rótum þess. Hryðjuverk og viðbrögð Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata­ og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzl­ unar, enda stuðlar það að því að neyt­ endur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erf­ iða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkun­ inni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata­ og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzl­ anir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig toll­ ana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis. Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðu­ sambandsins í maí síðastliðnum niður­ stöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í sept­ ember 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vöru­ gjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðan­ leika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnis­ laust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vand­ kvæðum bundið að mæla áhrif niður­ fellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöru­ verði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækk­ anir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskipta­ háttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt. Fær verzlunin að njóta sannmælis? Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunar- fyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun. Við gætum vopnast til að reyna að mæta vandanum. Það mun hins vegar aldrei uppræta nýliðun í hópi öfga- manna, svo lengi sem áfram verða til félagslegar aðstæður sem ala á vonleysi og einangr- unartilfinningu ungra pilta. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 72 13 2 Kanarí – Sól fyrir jól Kanarí – Jólaferð Kanarí – Jólaferð Tenerife – Sól fyrir jól Frá kr. 79.900 Kanarí & Tenerife Roque Nublo Frá kr. 79.900 Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 2. desember í 17 nætur Gloria Palace Frá kr. 225.900 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 225.900 m.v. 2 fullorð- na og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 257.900 m.v. 2 full- orðna í herbergi. 21. desember í 14 nætur Tisalaya Apartments Frá kr. 134.900 Netverð á mann frá kr. 134.900 m.v. 3 í íbúð. Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 í íbúð. 21. desember í 14 nætur Tamaimo Tropical Frá kr. 118.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 118.900 m.v. 2 full- orðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr.136.900 m.v. 2 full- orðna í stúdíó. 3. desember í 17 nætur SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ 2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.